Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 925 orsökum heilablóðfalla meðal þátttakenda í hóprannsókn Hjartaverndar (14). I þessari rannsókn er skoðað hvernig til tókst árið 1994 þegar greinarhöfundar leituðu skipu- lega að orsökum heilablóðþurrðar hjá sjúkling- um á endurhæfinga- og taugadeild Borgarspít- alans sem greindust með heiladrep og skamm- vinna heilablóðþurrð. Niðurstöður rannsóknar- innar lýsa því orsökum heilablóðþurrðar hjá völdum hópi einstaklinga. Skammvinna heila- blóðþurrð höfðu 23 og 79 höfðu heiladrep og góðar endurhæfingarhorfur við komu á spítal- ann. A lyflækningadeild greindust 13 með skammvinna heilablóðþurrð og 56 með heila- drep og voru taldir hafa lakari endurhæfingar- horfur í upphafi. Það var mat greinarhöfunda að erfitt yrði að fá glögga mynd í afturskyggnri rannsókn af orsökum heilablóðþuiTðar hjá þeim einstaklingum sem lögðust á lyflækn- ingadeild. Þessir einstaklingar voru ekki í um- sjá greinarhöfunda og hjá þeim var ekki leitað orsaka heilablóðþurrðar eftir sama skipulagi og gert var á endurhæfinga- og taugadeildinni. I þessari rannsókn fannst sértæk orsök heila- blóðþurrðar hjá tveimur þriðju þeirra einstak- linga sem greindust með heiladrep. Niðurstöð- ur þessarar rannsóknar eru líkar þeim sem fengust í erlendri framskyggnri rannsókn á ein- staklingum með heiladrep þar sem ómun af hálsæðum og hjarta var beitt með svipuðum hætti (15). I þeirri rannsókn skiptust orsakir heiladreps á eftirfarandi hátt: hálsæðasjúkdóm- ur 8%, hálsæðasjúkdómur og hjartasjúkdómur 7%, hjartasjúkdómur 28%, smáæðasjúkdómur 23% og 34% höfðu ósértæka orsök. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ekki fundust sértækar orsakir heiladreps hjá þriðj- ungi einstaklinga. Ómun í gegnum vélinda var einungis framkvæmd hjá tíunda hluta einstak- linga. Æðakölkun í hryggslagæð og botnslag- æð var ekki könnuð, en 25 einstaklingar höfðu blóðþurrðareinkenni frá næringarsvæði þeirra æða. Ekki var heldur leitað eftir orsökum heila- dreps í ósæð. Rannsóknir hafa bent til tengsla æðakölkunar þar og heiladreps (16). Greining skammvinnrar heilablóðþurrðar byggir oftast á sjúkrasögu því einkenni standa stutt og sjaldan gefst tækifæri til læknisskoð- unar. Skammvinn heilablóðþurrð verður ekki greind með sama öryggi og heiladrep. Rann- sókn hefur leitt í ljós að tveir taugalæknar voru sammála um greiningu skammvinnrar heila- blóðþurrðar í einungis 65% tilfella (17). Þegar ekki er tækifæri til að skoða klínísk einkenni heilablóðþurrðar er torvelt að stað- festa einkenni sem samrýmast smáæðasjúk- dómi. Einnig getur verið erfiðleikum bundið að staðsetja einkenni eftir næringarsvæðum æða. Þá verður beiting rannsóknaraðferða ómark- vissari. Þannig verður árangur orsakagreining- ar skammvinnrar heilablóðþurrðar minni að vöxtum en þegar um heiladrep er að ræða. Dreifing orsaka skammvinnrar heilablóð- þurrðar og heiladreps er ólík. Æðakölkun í stórum slagæðum í hálsi og höfði er talin helsta orsök skammvinnrar heilablóðþurrðar (18). Gáttatif sem er algengasta ástæðan í hjarta fyrir heiladrepi veldur sjaldan skammvinnri heila- blóðþurrð (19). í þessari rannsókn töldust tveir einstaklingar vera með skammvinna heilablóð- þurrð vegna hjartasjúkdóms. Þeir höfðu báðir gáttatif. Hjá þeim stóðu einkenni í 12 og 20 klukkustundir, en oftast vara einkenni skamm- vinnrar heilablóðþurrðar skemur en 20 mínutur (18). Þrátt fyrir þetta ákváðu greinarhöfundar að skoða hvernig til hefði tekist með greiningu á orsökum skammvinnrar heilablóðþurrðar með sömu rannsóknaraðferðum og beitt var við heiladrep í þýði endurhæfinga- og taugadeildar árið 1994. Gagnstætt heiladrepunum, þar sem sértæk orsök fannst í tveimur þriðju tilfellanna, fannst sértæk orsök einungis hjá þriðjungi ein- staklinga með skammvinna heilablóðþurrð. Þar munar mestu hve fáir greindust með hjartasjúk- dóm og smáæðasjúkdóm, sem orsök skamm- vinnrar heilablóðþurrðar. Tengsl þrenginga í innri hálsslagæð, ef hún er innan við 70% af þvermáli við heilablóð- þurrð, eru enn óljós (1,2). Þegar um var að ræða einkenni frá næringarsvæði innri háls- slagæðar og sýnt að viðkomandi einstaklingur þyldi aðgerð á hálsæð var ómun framkvæmd. í þessari rannsókn voru þau skilmerki sett að fyrir hendi væri minnst 70% þrenging eða lok- un á innri hálsslagæð til þess að sjúkdómur í innri hálsslagæð teldist orsök heilaáfalls. Ef þrenging mældist innan við 70% var hún ekki talin ástæða áfalls heldur var orsökin talin ósér- tæk. Þetta er með svipuðum hætti og gert hefur verið í erlendum rannsóknum (15). Árangur hálsæðaaðgerða þegar þrenging mælist 70-99% er þekktur. Brottnám þrengingar sem hefur gef- ið einkenni minnkar líkur á heiladrepi um 65% næstu tvö árin (1,2). Rannsókn stendur nú yfir á einstaklingum með 30-69% þrengingu í háls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.