Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 24

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 24
926 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Table V. Potential cardiac sources of embolism. Major potential cardiac sources: atrial fibrillation, prosthe- tic valve, mitral stenosis, recent myocardiai infarction, left atrial or ventricular thrombus, atrial myxoma, infected or marantic endocarditis, non-ischaemic dilated cardiomyopathy. Minor potential cardiac sources: mitral vaive prolaps, severe mitral annulus calcification, patent foramen ovale, atrial septal aneurysm, calciftc aortic stenosis and slight dys- function of the left ventricle (ejection fraction 35-50%). slagæð sem á að svara því hvort skurðaðgerð geti átt við í þeim tilvikum (20). I þessari rann- sókn gaf ómun af hálsæðum vísbendingu um marktæka þrengingu hjá 17 einstaklingum og fóru 14 þeirra síðar í æðamyndaatöku. Tíu reyndust þá með marktæka þrengingu og einn með lokun á hálsslagæð. Hjá þremur einstak- lingum reyndist þrenging ekki marktæk á æða- mynd. Hjá þeim hafði ómun sýnt þrengingu á bilinu 40-59% og 60-79%. Gott samræmi var því milli niðurstaðna ómana af hálsæðum og niðurstaðna úr æðamyndatökum. Þetta er í samræmi við fyrri athugun á ómun á hálsæðum með samanburði við æðamyndir á Borgarspít- alanum (11). Talið er að orsakir heiladreps megi rekja til hjarta hjá 15-20% einstaklinga og hafa rann- sóknir jafnvel sýnt allt að 34% algengi hjarta- ástæðna fyrir heiladrepi (21). I þessari rann- sókn voru orsakir heiladreps raktar til hjarta hjá 27% einstaklinga. Hjartakvillum sem tengjast heilablóðfalli hefur verið skipt í veigameiri (major cardioembolic sources) þar sem sam- band er talið sannað og veigaminni (minor cardioembolic sources) (tafla V) þar sem hjartakvillinn er talinn geta verið ástæðan þótt sambandið sé ekki sannað (22). I þessari rannsókn kemur fram að algengasta hjartaástæðan fyrir heiladrepi er gáttatif sem í fjórum tilvikum af níu greindist í fyrsta skipti við innlögn. Er það í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (3-5). Af þeim fimm ein- staklingum sem höfðu þekkt gáttatif var einn á blóðþynningu með warfaríni. Við ómun á hjarta var á þessum tíma því verklagi beitt að flestir voru rannsakaðir með ómun gegnum brjóstvegg en hjá yngstu ein- staklingunum var jafnframt framkvæmd ómun í gegnum vélinda. í óvöldu þýði einstaklinga með heilablóð- þurrð hefur afrakstri ómunar gegnum brjóst- vegg verið lýst á bilinu 4-47% við leit að sega- lind (23). Afrakstur með ómun í gegnum brjóst- vegg hjá þeim sem ekki hafa hjartasjúkdóm er lítill eða aðeins að meðaltali 1,5% (0-6%) en mun meiri eða 18-39% með ómun í gegnum vélinda (21,22). Rannsóknir, þar sem borin er saman ómun í gegnuin brjóstvegg og gegnum vélinda við leit að segalind í hjarta, sýna að með síðamefndu aðferðinni finnast oftar hjartakvillar sem hafa verið tengdir heilablóð- þurrð. Margir þessara kvilla tilheyra þó veiga- minni orsökum svo sem gáttaskiptagúlpur og opið sporgat (patent foramen ovale) (23). Ómun af hjarta í gegnum brjóstvegg var gerð hjá 69 einstaklingum í þessari rannsókn og fundust veigameiri orsakir heiladreps hjá átta (12%). Er það svipaður afrakstur og lýst hefur verið í erlendum rannsóknum (23). Athyglis- vert var að helmingur þeirra hafði ekki sögu um kransæðasjúkdóm. Hjá þeim vöktu klínisk einkenni heiladreps grun um mögulega sega- lind í hjarta. A því tímabili sem rannsóknin tók yfir var klínískur grunur um hjartasjúkdóm ábending fyrir ómun af hjarta. Slíkur grunur gat byggt á sögu eða einkennum um hjartasjúkdóm eða á þeim klínísku einkennum heiladreps sem eru talin vísbending um segarek til dæmis stað- bundin einkenni frá heilaberki svo sem ein- angrað málstol (24). Þegar tekin er afstaða til ómunar af hjarta er rétt að hafa hliðsjón af klínískum einkennum heiladreps en byggja ekki eingöngu á því hvort hjartasjúkdómur sé fyrir hendi þótt afrakstur sé lítill við ómun í gegnum brjóstvegg hjá þeim sem ekki hafa hjartasjúkdóm (21,22). Ómun í gegnum brjóstvegg hefur verið ráð- lögð hjá einstaklingum með heilablóðþurrð sem hafa hjartasjúkdóm og hjá yngri (<45 ára) einstaklingum þar sem algengi æðakölkunar er lágt en líkur eru talsverðar á því að finna kvilla í hjarta sem hafa verið tengdir við heilablóð- þurrð (23). Til viðbótar ómun í gegnum brjóstvegg voru 11 yngstu einstaklingarnir (<55 ára ) ómaðir í gegnum vélinda. Hjá fjórum þeirra fannst gátta- skiptagúll, en einn þeirra hafði sega í vinstri slegli sem er vel þekkt ástæða fyrir heiladrepi. Hjá þeim einstaklingi hafði ómun í gegnum brjóstvegg verið eðlileg. Þessi afrakstur (45%) í hópi yngri einstaklinga er svipaður því sem fenpist hefur í erlendum rannsóknum (23). Ómun af hjarta í gegnum brjóstvegg er ófull- nægjandi ef leita skal orsaka hjá yngri einstak- lingum með heilablóþurrð. Þessi rannsókn hefur leitt til þeirrar vinnu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.