Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 28
930 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 34±17 ár. Munurinn er marktækur og kemur fram hjá báðum kynjum (p<0,001). Þegar at- hugaðir eru sérstaklega þeir sem hafa ofnærni fyrir grasfrjóum og hópnum skipt eftir því hvort um ættarfylgju frá foreldrum eða systkin- um er að ræða eða ekki, kemur í ljós að þeir sem hafa ættarfylgju fá sinn ofnæmissjúkdóm marktækt fyrr en hinir sem ekki hafa ættar- fylgju (p<0,01). Alyktanir: Loftborið bráðaofnæmi er, eins og vel er þekkt, sjúkdómur ungs fólks og byrjar oftast snemma á ævinni. Grasfrjó er langal- gengasta orsök eins og á suðvesturhorni lands- ins. Birkifrjó eru algengari orsök á Norðurlandi en það er sennilega vegna mismunar í gróður- fari. Aldursdreifing alls hópsins, án tillits til greiningar, er sú sama og sýnt hefur verið fram á suðvestanlands þar sem rannsakaðir voru ein- staklingar með langvinna slímhúðarbólgu í nefi. Heymaurinn Lepidoglyphus destructor er oft jákvæður í húðprófi hjá þeim sem vinna í heyryki, og er ástæða til að hafa hann með í stöðluðum húðprófum. Inngangur Með bráðaofnæmi er hér átt við ónæmisvið- brögð af flokki I eins og upphaflega var lýst af Cell og Comb (1). Rannsóknir hafa verið gerð- ar á orsökum bráðaofnæmis og algengi hér á landi (2). Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort orsakir séu hinar sömu á Norðurlandi, en fyrri kannanir taka einkum mið af suðvesturhorni landsins. Vel er þekkt að orsakir geta verið mis- munandi eftir landsvæðum sem hafa ólíkt veð- ur- og gróðurfar (3). Tilgangur þessarar rann- sóknar var að athuga helstu ástæður bráðaof- næmis og aldursdreifingu þeirra sem greinast með það á Norðurlandi. Efniviður og aðferðir Rannsókn þessi spannaði átta ára tímabil (1988 til og með 1995) og fór fram á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri. Lfpptökusvæðið var Akureyri og nágrenni með um 17 þúsund íbúa, 12% þeirra bjuggu í sveit og 88% í þéttbýli. Fyrsti höfundur þessarar greinar gerir flest of- næmispróf sem gerð eru í þessu læknishéraði. Sjúklingar voru í langflestum tilvikum sendir til hans af heilsugæslu/heimilislæknum á rann- sóknarsvæðinu, en í minnihluta tilvika leituðu sjúklingar til hans án milligöngu annarra lækna. Allir sjúklingar höfðu einkenni frá öndunarfær- um og í mörgum tilvikum einnig frá augum. Stærsti sjúklingahópurinn hafði síkvef (peren- nial rhinitis). Helstu einkenni voru viðvarandi nefrennsli/nefstíflur sem og oft á tíðum kláði í nefi og hnerrahviður. I öðru lagi voru sjúkling- ar með merki slímhúðarbólgu í augum og nefi að sumarlagi (seasonal rhinoconjunctivitis). I þriðja lagi voru sjúklingar með astma þar sem sjúkdómsgreining var annað hvort þekkt þegar rannsókn fór fram eða þá staðfest með öndun- arprófi þar sem aukning í FEV (forced expira- tory volume) 1,0 mældist yfir 15% eftir gjöf berkjuvíkkandi innúðarlyfja. I fjórða lagi voru einstaklingar sem höfðu blönduð einkenni sem féllu ekki undir skilmerki þessara þriggja flokka. Alls voru 600 einstaklingar hafðir með í rannsókninni, allir höfðu einkenni frá öndunar- færum og/eða augum sem samrýmst gátu bráða- ofnæmi. Karlar voru 252 eða 42%, konur voru 348 eða 58%, meðalaldur hópsins var 29,5 ár. Úr sveit voru 11,7% en 88,3% voru úr þéttbýli. Ekki var um slembiúrtak að ræða heldur voru umræddir 600 einstaklingar rannsakaðir þar sem þeir höfðu einkenni sem samrýmst gátu bráðaofnæmi. Nákvæm sjúkrasaga var tekin og framkvæmd venjuleg læknisskoðun og fremri nefspeglun (rhinoscopy) með venjulegri eyrna- speglun (otoscopy) þar sem það átti við og önd- unarmælingu (spirometry) þar sem það átti við. Þá voru staðlaðar spurningar lagðar fyrir alla sjúklingana meðal annars með tilliti til aldurs við upphaf sjúkdóms. Gert var húðpróf með prick aðferð og notað histamín (styrkleiki 10 mg/ml) sem jákvæð viðmiðun og saltvatn sem neikvæð viðmiðun. Notaðar voru Alutard of- næmislausnir frá Allergologisk Laboratorium í Kaupmannahöfn (ALK). Dreypt var á húð á framhandlegg einum dropa af hverri lausn og stungið í með þar til gerðum nálum (lancets) og lesið af eftir 15 mínútur. Við mat á niðurstöð- um var tekið mið af stærð histamínsvörunar (upphleypta hluta svörunarinnar) og húðpróf fyrir tiltekið efni skilgreint jákvætt ef upp- hleypti hlutinn var helmingur (++) af stærð histamínsvörunar eða meira. I öllum tilvikum var teiknaður hringur utan um húðsvaranir með vatnsleysanlegu bleki. Límband var síðan límt yfir prófstaðinn og fékkst þá þrykkimynd á límbandið. Það var síðan fjarlægt (með með- fylgjandi þrykkimynd) og sett á þar til gert svörunarblað til geymslu og frekari úrvinnslu. Mæld var lengsta lína í svöruninni og lengsta lína hornrétt á og lagt saman og deilt í með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.