Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 32

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 32
934 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 að stafa af því að of skammur tími var liðinn frá upphafi einkenna þar til rannsóknin fór fram. Marktækur aldursnrunur reyndist milli karla og kvenna sem hafa ofnæmi. Enginn munur koin fram milli kynja hjá þeim sem ekki höfðu ofnæmi. Langalgengasta orsök bráðaofnæmis er of- næmi fyrir grasfrjóum og kemur það fyrir í lið- lega sex af hverjum 10 tilvikum þar sem of- næmisprófin eru jákvæð. Það er í samræmi við fyrri íslenskar rannsóknir sem vitnað er til (2,8). í öðru sæti er ofnæmi fyrir kattarhárum eða í liðlega fjórum af hverjum 10 tilvikum. Ofnæmi fyrir birkifrjóum er í þriðja sæti með rétt tæp 20%. Þetta er hærra en í svipaðri rannsókn á suðvesturhorni landsins og kann að endurspegla annað veður- og gróðurfar á Akur- eyri og í nágrenni. Ofnæmi fyrir rykmaurum er innan við 10% sem er lægra en búast mætti við af fyrri rannsóknum. Ofnæmi gcgn heymaurum var einungis athugað hjá þeim sem nota hey, annars vegar hjá þeim sem búa í sveit og eru með búskap og hins vegar hjá hestamönnum sem búa í þéttbýli. I þessum valda hópi reynist ofnæmi fyrir heymaurum mjög algengt eða í rétt læplega þriðjungi tilvika. Ofnæmi gegn maurum í heyi hefur áður verið kannað ítarlega í íslenskri rannsókn (8). Niðurstöðurnar benda til þess að rétt sé að hafa Lepidoglyphus de- structor meðal efna í stöðluðum ofnæmispróf- um. Þær niðurstöður sem fram koma á mynd 1 sýna að ofnæmiseinkenni koma fram snemma á ævinni. í íslenskri rannsókn á langvinnri slím- húðarbólgu í nefi frá 1982, sem áður er vitnað til (7), var einnig athuguð aldursdreifing á þennan hátt og eru niðurstöður áþekkar. Sú rannsókn sem hér er kynnt tekur þó til allra helstu ofnæmissjúkdóma í öndunarfærum. Rúmlega helmingur einstaklinga eru komnir með sín einkenni fyrir 16 ára aldur og tilheyra á þann hátt þeim hluta sjúklingahóps sem innan sérgreinalækninga fellur undir svið bam- alækna. Hins vegar kemur ofnæmið fram eftir 35 ára aldur í rúmlega 10% tilvika (11). Þá hef- ur þessi rannsókna glögglega sýnt hversu þýð- ingarmikið það er fyrir upphaf sjúkdóms hvort um ættarfylgju ofnæmis er að ræða eða ekki, en höfundar hafa ekki fundið það atriði kannað annars staðar. Þessi rannsókn á orsökum bráðaofnæmis og aldursdreifingu bendir til að helstu orsakir bráðaofnæmis séu tiltölulega fáar. Algengustu ofnæmisvaldar virðast vera gras, kattarhár, birki og hundar. Þetta virðist vera sjúkdómur ungs fólks en hefur þó umtalsverða þýðingu í völdum hópum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Þakkir Birni Guðbjörnssyni yfirlækni lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er þökkuð aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu. Jóhanni Ag. Sigurðssyni prófessor í heimilislækningum er þakkaður yfirlestur og góðar ábendingar við upphaf greinarskrifa. Heiðdísi Norðfjörð læknafulltrúa er þökkuð öll ritvinnsla og frá- gangur á þessari grein. HEIMILDIR 1. Gell PG, Comb RRA. Clinical aspects of immunology. Ox- ford: Blackwell 1963. 2. Gíslason D, Gíslason Þ, Blöndal Þ, Helgason H. Bráðaof- næmi hjá 20-44 ára íslendingum. Læknablaðið 1995; 81: 606-12. 3. Mygind N, Dahl R. Epidemiology of allergic rhinitis. Ped Allergy Immunol 1996; Suppl. 9: 57-62. 4. Dreborg S, Skin tests used in type I allergy testing. Position Paper. Allergy 1989; 44/Suppl 10. 5. Adkinson FN. The radio allergo sorbent test in 1981 - limitations and refainments. Allergy Clin Immunol 1981; 67: 287-9. 6. Aas K, Belin L. Standardidering av allergidiagnostik i Nor- den (Rapport 1). Oslo 1971. 7. Gíslason D. Langvinn slímhúðarbólga í nefi, könnun á ís- lenskum sjúklingahópi. Læknablaðið 1982; 68: 264-8. 8. Gíslason D, Gravesen S, Ásmundsson T. 1. Tíðni bráðaof- næmis og helstu ofnæmisvaldar í tveimur landbúnaðarhér- uðum. Læknablaðið 1988; 74: 303-8. 9. Gíslason D, Karlsdóttir Á, Jóhannsdóttir H, Thorsteinsson G. Bráðaofnæmi á íslandi. Niðurstöður húðprófa á Vífils- staðaspítala. Læknablaðið 1981; 67: 229-33. 10. Formgren H. Omfattningen av allergi och annan överkáns- lighet. Vetenskaplig kunskapssammanstállning. Stockholm: Folkhálsoinstitutet 1994. 11. Fleming DM, Crombie LD. Prevalence of asthma and hay fever in England and Wales. Br Med J Clin Res Ed 1987: 294: 279-83.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.