Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 35

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 937 Mynd 5. Skýringarmynd af Gardners heilkenni. Aðaleinkenni eru ristilsepar, bein- og mjúkvefjaœxli. (Úrheimild 1.) ættgengs ristilsepagers eru hundruð eða þús- undir sepa í ristli og endaþarmi. Tilhneigingin erfist ríkjandi (autosomal dominant) en í 20- 25% tilfella er ættarsaga neikvæð (nýjar stökk- breytingar) (1). Faraldsfræði: Höfundar þessarar greinar vita aðeins um eitt annað tilfelli af Gardners heilkenni á íslandi. Tölur frá öðrum löndum sýna nýgengi tilfella ættgengs ristilsepagers á bilinu 1:7000-1:16000 lifandi fæddum og al- gengi um 1: 25000 (2). Genið fyrir sjúkdóminn er staðsett á litningi 5. Genið gæti verið æxlisbæligen (tumor sup- pressor gene) en líklega birtist sjúkdómurinn fyrir áhrif samspils erfða og umhverfís. Hugs- anlega veldur afbrigðileiki í gensætinu fyrir ættgengt ristilsepager óhóflegri fjölgun slím- húðarfrumna og myndun sepa af kirtilfrumu- gerð af öllum tegundum (tubular, tubulovillous og villous) (1). Separ myndast yfírleitt á tímabilinu frá ung- lingsárum til fertugs. Þegar separ eru til staðar koma einkenni oftast fram á þrítugsaldri. Ein- kenni geta til dæmis verið blæðing frá enda- þarmi, kviðverkir, endaþarmskveisa (tenesmus) eða niðurgangur. Ef ekki er gerð skurðaðgerð í forvamarskyni er nær óhjákvæmilegt að krabba- mein myndast í ristli eða endaþarmi, um 10-15 ámm eftir að separ koma fram. Krabbameinin hafa sömu meingerð og ristil- krabbamein almennt en tvö eða fleiri krabbamein samtímis í sama einstak- lingi eru mun algengari (48% tilfella) (1). Sjúk- lingar geta verið einkenna- lausir þar til illkynja vöxt- ur er kominn fram (2). Einkenni utan ristils: Bandarískur erfðafræð- ingur Eldon J. Gardner (f. 1909) lýsti á sjötta ára- tugnum fjölskyldu með sepager auk beinæxla og þekjulíkisblaðra (epider- moid cysts) (2). Ástandið var nefnl Gardners heil- kenni. Síðan hefur ýmiss konar afbrigðileika utan ristils verið lýst. Þessi einkenni geta einnig birst í klassísku ættgengu ristilsepageri. Þetta er talið stafa af mismun- andi tjáningu sama genagallans. Dæmi um ein- kenni utan ristils eru separ í efri hluta melting- arvegar sem sjást hjá yfir helmingi sjúklinga, sérstaklega í maga og skeifugöm. Beinæxli (osteoma) sem eru nokkuð algeng, sérstaklega í kjálka, em yfirleitt mörg og má greina með röntgenrannsókn. Trefjalíkisæxli (desmoid tumors) koma fram í innan við 15% sjúklinga, oftast í hengi smágimis, en þau geta valdið dauða vegna staðbundins vaxtar. Góðkynja lita- breytingar í augnbotnum, CHRPE (congenital hypertrophy of the retinal pigment epithelium), em algengar í Gardners heilkenni. Aðrar breyt- ingar em til dæmis afbrigðileikar í tannvef, þekjulíkisblöðmr, beingaddar út úr hnakka- beini, bandvefs- og fítuæxli (1). Afbrigðileikar utan ristils geta birst áður en ristilsepar mynd- ast (2). Skimun/greining: Lykillinn að meðferð þessa sjúkdóms er að greina sjúklinga áður en einkenni koma fram. Leit að sjúkdómnum í ættingjum sjúklinga er því mikilvæg. Hefð- bundin skimun í þekktum fjölskyldum er með stuttri ristilspeglun árlega eða annað hvert ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.