Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 40

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 40
942 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Nýr doktor í læknisfræði Þann 12. september 1998 varði Kristinn Tómasson doktorsrit- gerð við háskólann í Osló. Leið- beinandi var prófessor dr. med. Per Vaglum við Institutt for Medisinske Atferdsfag. Doktors- ritið byggir á rannsóknum sem Kristinn hefur unnið að síðan 1992. Hafa þegar birst sex grein- ar í erlendum tímarium um þær, auk greinar í Læknablaðinu sem birtist 1992. Doktorsritgerðin samanstendur af áðurnefndum sex greinum ásamt inngangi og samantekt og nefnist Psychiatric comorbidity among treatment seeking alcoholics. Importance for course and treatment. Rannsóknin byggir á viðtölum við 351 sjúkling sem kom á árunum 1991 til 1992 á Vog og áfengismeðferðardeildir Landspítalans, deild 33Aog Vífilsstaði. Leitað var tvívegis aftur til sjúklinganna, 16 og 28 mánuðum eftir innlögn. Meginniðurstöðum rannsóknarinnar má skipta í þrennt. 1. Algengi annarra geðgreininga meðal vímuefnasjúklinga sem leita sér meðferðar Greiningarnar voru gerðar samkvæmt DSM- III geðgreiningarkerfinu með Diagnostic Inter- view Schedule og reyndust 77% vímuefnasjúk- linganna hafa aðra geðgreiningu jafnframt. Al- gengustu geðgreiningar voru kvíðasjúkdómar 65%, þunglyndissjúkdómar 33% og andfélags- leg persónuleikaröskun 28%. Sjúklingar háðir öðrum vímuefnum til viðbótar við áfengi höfðu til muna oftar aðrar geðgreiningar lfka. Margir sjúklinganna fengu fleiri en eina geðgreiningu til viðbótar við áfengissýki. Áfengisneysla fyr- ir innlögn var breytileg eftir því hvaða aðra geðgreiningu sjúklingarnir höfðu. Sömuleiðis voru félagslegar afleiðingar drykkju breytileg- ar eftir tegundum geðgreininga við komu. Þessar niðurstöður varðandi algengi annarra geðgreininga meðal áfengissjúkra eru í góðu samræmi við það sem aðrir hafa fundið með sambærilegum aðferðum. I ljósi þessa virðist nauðsynlegt að áfengis- meðferðardeildir geti rannsakað sjúklinga sína gaumgæfilega með tilliti til annarra geðgrein- inga og hafi aðstöðu til að bregðast við niðurstöðum slíkra geðskoðana. 2. Aðrar geðgreiningar og gangur áfengissýkinnar Þorri sjúklinga sem leitar áfengismeðferðar leitar sér ein- hvers konar eftirmeðferðar. Sjúklingar með aðrar geðgrein- ingar, og þá sérstaklega kvíðakastasjúkdóm og/eða víðáttufælni, leita sér frekar eftirmeðferðar hjá sérhæfðum aðilum meðan aðrir leita fyrst og fremst til AA. Þrátt fyrir þetta eru batahorfur kvíðakastasjúklinga með tilliti til drykkju slæmar fyrstu 16 mánuðina eftir innlögn. Þá eru sjúklingar sem eru að koma í fyrsta sinn með kvíðakastaröskun og/eða víöáttufælni í nærri sexfaldri áhættu á að leggjast inn aftur á fyrstu 28 mánuðum eftir meðferðina borið saman við aðra sem eru að koma í fyrsta sinn. Aðeins 16% sjúklinganna héldu bindindi alla 28 mánuðina sem eftirfylgnin stóð. Ef tek- ið er tillit til aldurs við sjúkdómsbyrjun tengd- ist almenn kvíðaröskun eða félagsfælni betri batahorfum. Hinar slæmu batahorfur í heild voru að hluta til staðfestar með því að félags- legar afleiðingar tengdar drykkju héldu áfram í miklum mæli og með því að ekki varð nein framför hjá hópnum í heild með tilliti til at- vinnuþátttöku. Töluvert samspil var á milli fé- lagslegra afleiðinga tengdum drykkju og ann- arra geðgreininga. Sérstaka athygli vekja tengsl félagsfælni við slagsmál, að teknu tilliti til and- félagslegrar persónuleikaröskunar, en slíku hefur ekki verið lýst áður. I ljósi þess hve horfur eru almennt slæmar er ljóst að þróa þarf öflugri meðferðarform. Rann- saka þarf hvort sérhæfð meðferð við öðrum geðgreiningum skilar betri árangri. Sérstaklega þarf að skoða hvort meðferð kvíðaröskunar og víðáttufælni drykkjusjúklinga sem eru að leita sér meðferðar í fyrsta sinn bæti horfur þeirra með tilliti til drykkju og dragi úr þörf fyrir end- urinnlögn. Einnig þarf að rannsaka hvort sér- tæk meðferð sjúklinga með félagsfælni dragi úr líkum þeirra til að lenda í slagsmálum. Loks
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.