Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
947
Ólafur Ólafsson landlœknir á skrifstofu sinni.
læknir sé ekki læknisfræði-
lega menntaður?
„Ég sagði áðan, að mér líst
illa á hve fagstéttir fjarlægjast
ákvörðunartoppinn meira og
meira, vegna þess aðjrá verða
fagleg áhrif minni. Ég tel að
landlæknir verði að vera
læknir, enda segir löggjafinn
að landlæknir skuli vera lækn-
ismenntaður, og það hlýtur að
vera átt við sæmilega færan
lækna, ekki bara mann sem
skreið útúr prófí í vor, eða
hefur ekki unnið með sjúk-
linga á nokkum hátt og kynnst
viðhorfum þeirra. Ég held að
Iögjafinn ætli að landlæknir
verði að vera sæmilega reynd-
ur læknir enda er það nauð-
synlegt. Það er varla við því
að búast að maður sem ef til
vill hefur eingöngu setið við
skrifborð í segjum 15 ár geti
gefið góð ráð í flóknum lækn-
isfræðilegum málum. Breyt-
ingar í læknisfræði eru mjög
örar þannig að landlæknir
verður að reyna að halda sér
eitthvað við í faginu og velja
sér góða ráðgjafa. Æðstu
embættismenn mega ekki loka
sig af og tala eingöngu við
millistjómendur, þeir verða
einnig að tala við neytend-
uma. Þá sést betur það sem af-
laga fer og hugmyndir fæðast.
Hvemig til hefur tekist hjá
mér má deila um. En ég hef til
dæmis farið á þriggja til fimm
ára fresti á mína gömlu hjarta-
deild á Karólínska sjúkrahús-
inu og aðrar deildir í Svíþjóð
og verið þar tvær til þrjár vik-
ur í senn, einnig hef ég heim-
sótt spítalana hér nokkuð jafnt
og þétt og síðast en ekki síst
farið útí hémð og leyst af, ég
held í 15 héruðum í allt.“
- Ekki er það ástæðan fyrir
fólksflóttanum af landsbyggð-
inni?
„Þegar þú segir það þá hef-
ur greinilega fækkað mjög á
Norð-Austurlandi, ég var
þrisvar í röð á Þórshöfn og
eftir að ég var á Flateyri og
Þingeyri einum þrisvar sinn-
um þá grófu þeir göng yfir til
ísafjarðar. Þetta þyrfti að
rannsaka! En að því slepptu
þá hef ég reynt að halda mér í
tengslum við það sem er að
gerast. Ég lít á embætti land-
læknis sem faglegt embætti,
það þýðir þó ekki að ég telji
mig sitja uppi með alla visk-
una, ég geri það ekki, land-
læknir gerir það aldrei, en
hann þarf að hafa það mikla
þekkingu að hann viti hvenær
á að kalla á aðstoð og ráðgjöf,
þótt ákvörðunin sé hans. Ráð-
gjafar mínir hafa verið fjöl-
margir og svarað vel kalli, oft
án greiðslu, annars væri emb-
ættið farið á hausinn.“
Réttindi sjúklinga eru
skýr
- Geta réttindi sjúklinga
rekist á réttindi lækna og ann-
arra heilbrigðisstarfsmanna?
„Þannig mál hafa komið
upp. Þau eru mjög erfið, raun-
ar erfiðustu málin sem upp