Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 56
956
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
einkarekstri og hefur það að
markmiði að gera rekstur skil-
virkari og hagkvæmari en
hugsunarháttinn má vel laga að
heilbrigðisþjónustunni. Það
þarf að leggja áherslu á aðra
hluti en einkafyrirtæki gera
við sína framleiðslu. Varan
sem við framleiðum, ef svo
má að orði komast, eru heil-
brigðir einstaklingar og það
verðum við að hafa hugfast.
Að öðrum kosti er hættan sú
að fólki finnist gæðastarfið
vera eitthvað sem komi því
ekki við heldur sé það einka-
mál skrifstofu spítalans.
Hér hefur verið farin sú leið
að skipa á hverri deild svo-
nefnda gæðaverði sem hafa
eftirlit og umsjón með því
sem er að gerast á þeirra deild,
hvaða gæðaverkefni séu í
gangi. Gæðastarfið byrjar
gjarnan á því að menn ákveða
að taka á einhverjum vanda
sem fer í taugarnar á öllum.
Við getum tekið sem dæmi
illa skipulagðan stofugang þar
sem fólki finnst það eyða öll-
um tímanum í að bíða. Þá setj-
ast menn niður og skipa um-
bótahóp sem skilar af sér nið-
urstöðu eða tillögu að kerfi
þannig að stofugangurinn sé
markvissari og starfsfólkið
ánægðara. Um leið og verk-
efnið er unnið býr hópurinn til
spurningalista sem síðan er
hægt að nota til að gera árang-
ursmælingar. Þannig er hægt
að kanna á skipulegan hátt
hvort verkefnið hafi skilað til-
ætluðum árangri eða hvort
enn þurfi að betrumbæta það.
Þannig hefur þetta verið á
mörgum sviðum en vissulega
eru deildirnar misvel undir
það búnar að takast á við
gæðastarfið. Sumar deildir eru
komnar mjög langt og þess
eru dæmi að búið sé að setja
saman handbækur þar sem allt
ferlið í samskiptum sjúklings
við deildina er skráð niður.
Nýr starfsmaður getur því ein-
faldlega flett upp í bókinni og
séð hvað hann á að gera
hverju sinni."1
Stefnan þarf að vera
skýr
„En það sem kannski hefur
vantað hér á spítalanum er að
það komi skýr stefna ofan frá,
að stjórn spítalans segi til
hvernig hún vilji haga þessu
starfi. Ég er nýkominn af ráð-
stefnu um gæðamál í Noregi
og þar voru allir sammála um
að þetta væri lykilatriði í
gæðaþróun. Svona starf getur
ekki gengið til lengdar á eld-
móði fárra manna sem sinna
því til hliðar við sín eiginlegu
störf. Ég er nýr í þessu starfi
og sé það sem næsta verkefni
spítalans að koma heildar-
skipulagi á gæðamálin þannig
að við getum sagt að svona
viljum við hafa þau. En til
þess að svo geti orðið þarf
spítalinn að fá skýra stefnu í
gæðamálum frá heilbrigðis-
yfirvöldum, en mér vitanlega
er enn sem komið er ekki til
nein slík heildarstefna.
Stóri munurinn á ástandinu
hér og í nágrannalöndum okk-
ar eins og Bretlandi, Hollandi
og fleiri löndum er sá að þar
er gæðastarf lögbundinn hluti
af starfsemi sjúkrahúsa. Það
er ekki lengur spurning um
hvort rnenn vilji eða telji
heppilegt að sinna gæðamál-
um, það er einfaldlega lög-
boðin skylda. Arið 2000 eiga
allar heilbrigðisstofnanir í
Noregi samkvæmt lögum að
vera komnar með gæðastjórn-
unarkerfi fyrir rekstur allra
deilda þannig að þær geti á
hverjum tíma sýnt hver skil-
virknin er, hversu góður ár-
angurinn af starfi þeirra er og
svo framvegis og fjárfram-
lögin til þeirra miðast við það
sem þær hafa verið að gera.
Við erum töluvert aftarlega
á merinni hvað þetta snertir.
Ég veit hins vegar að svona
kerfi hér myndi auðvelda starf-
semi spítalans verulega því í
raun er þess sama krafist af
okkur þótt lögin um það séu
ekki til.“
Tregðulögmálin eru
mörg
- Hvernig hefur starfsfólkið
tekið gæðastarfinu?
„Það er upp og ofan. Það
skal alveg viðurkennt að lækn-
ar hafa ekki sinnt þessum þætti
starfseminnar sem skyldi.
Ósjaldan heyrir maður talað
um gæðakjaftæði þegar gæða-
starf ber á góma. En þegar far-
ið er að vinna gæðastarfið
kemur í ljós að það er í raun
það sama og við erum alltaf
að gera. Ég hef stundum sagt
að út um allan spítala séu ótal
gæðaverkefni í gangi, þau
heiti bara eitthvað annað, regl-
ur skurðdeildar eða eitthvað
þess háttar. Gæðastarf er að
temja sér öguð vinnubrögð eft-
ir ákveðnum reglum. Þannig
má samræma hinar ýmsu leið-
beiningar og fyrirmæli spítal-
ans þannig að þau verði að-
gengileg og nýtist öllu starfs-
fólki.
Þar sem ég þekki til, á
barnadeildinni, hefur gengið
ágætlega að fá fólk til að
vinna saman að gæðaverkefn-
um. A barnaskurðdeildinni
tókum við saman alla helstu
sjúkdóma sem eru ástæða fyr-
ir innlögn barna, fórum yfir þá
og allar starfsstéttir komu með
sín sjónarmið. Þessu verkefni
er ekki lokið en þarna er verið
að vinna að einskonar flæði-