Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 63

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 963 ingar um meðferð. Hollenskir læknar hafa til dæmis gefið út marga tugi slíkra leiðbeininga og njóta við það stuðnings yfirvalda. Þar hefur verið rætt um að birta þessa staðla í neytendablaði en menn óttast að ef til kvartana eða jafnvel lögsókna kemur geti það leitt til þess að læknar bindi sig um of við leiðbeiningarnar. Ég held að það sé vafasamt að setja heilbrigðisþjónustu und- ir stíft eftirlit og staðla, til þess er breytileikinn of mikill og frávikin of mörg. En lækn- ar verða að sjálfsögðu að geta rökstutt það faglega af hverju þeir kjósa að víkja frá leið- beiningum. Varðandi eftirlitið þá er ekki hægt að leggja það á heil- brigðisstéttir að þær fylgist með sjálfum sér. Landlæknir hefur þessa eftirlitsskyldu hér á landi og þannig er rétt að hafa það áfram, auk þess sem yfirmenn á stofnununum sinni sínu hlutverki. En ég held að mikilvægast sé að innan stofn- ana fari fram þverfaglegt starf og að þar sé haldið uppi góðu innra eftirliti sem allir starfs- menn bera sameiginlega ábyrgð á. Ytra eftirlit getur orðið mjög dýrt eins og dæm- ið frá Bandaríkjunum sýnir okkur og ég held að ekki sé rétt að vera með viðamikið ytra eftirlitskerfi. Það er fyrst og fremst vegna kostnaðarins og eins að það hefur ekki skilað nægilega miklum ár- angri,“ sagði Gunnar Helgi Guðmundsson. -ÞH Gæðaþróun er grasrótarstarf en félög lækna hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna - segir Högni Óskarsson, fulltrúi LÍ í samstarfsráði um gæðamál Högni Óskarsson á sæti í samstarfsráði um gæðamál fyrir hönd Læknafélags ís- lands. Hann hefur skrifað greinar um gæðastarf í Læknablaðið svo það lá beint við að spyrja hann hvaða hlutverki læknar og samtök þeirra gætu gegnt í gæðamálum innan heil- brigðisþjónustunnar. „Gæðaþróun er orðið nokk- uð gamalt hugtak því það var fundið upp eftir stríð þegar Bandaríkjamaður kenndi Jap- önum það og svo tóku Banda- ríkjamenn það upp eftir Jap- önum. Fyrst var því einkum beitt í iðnaði en með tímanum fluttist það yfir í þjónustu- greinar og þar á meðal heil- brigðisþjónustu. Því er beitt til þess að tryggja að þjónusta sé í það minnsta af lágmarks- gæðum, að kostnaður sé í samræmi við afköst og árang- ur og til þess að tryggja það að stöðug þróun á gæðum þjón- ustunnar eigi sér stað. Það er einkum þetta síðastnefnda sem við höfum lagt áherslu á. Högiti Óskarsson. Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafa fjallað um gæðamálin frá ýmsum hliðum í allmörg ár og á 75 ára afmæli LÍ árið 1993 gaf LR félaginu afmælisgjöf sem var ráðstefna um gæða- stjórnunarmál. Við fluttum inn nokkra erlenda fyrirlesara og ráðstefnan tókst mjög vel. Læknafélögin voru þó byrjuð áður að skipta sér af gæðamál- um og má sérstaklega minna á brautryðjendastarf FÍH í þeim efnum. Það hafa verið sam- þykktar ályktanir um málið á aðalfundum og árið 1995 var því beint til Heilbrigðisráðu- neytisins að farið yrði að vinna að stefnu í gæðamálum heilbrigðiskerfisins. Þetta var gert og stofnuð tvö ráð, gæðaráð og fagráð, sem skiluðu drögum að stefnu- mótun eftir níu mánuði. Ráðu- neytið tók málið upp og stofn- aði samstarfsráð um gæðamál sem vinnur nú að útfærslu á tillögunum. í þessum fyrstu ráðum störfuðu mestmegnis læknar sem vakti nokkra óánægju annarra heilbrigðis- stétta. Við sögðum sem svo að við værum fyrst og fremst að huga að læknisfræðilega þætt- inum í heilbrigðiskerfinu og hlutverki lækna en hefðum það í huga að svona vinna er þverfagleg og nauðsynlegt að allir faghópar taki þátt í henni. í samstarfsráðið voru svo skip- aðir fulltrúar lækna, hjúkrun- arfræðinga, stjórnenda og annarra faghópa svo þeirri gagnrýni hefur verið svarað."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.