Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 65

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 965 Hæstaréttardómur í máli Árna Ingólfssonar læknis Heilbrigðisþjónusta heyrir undir samkeppnislög í lok október kvað Hæsti- réttur upp dóm í máli sem Arni Ingólfsson höfðaði gegn ríkinu vegna fram- kvæmdar reglugerðar um ferliverk sem gefin var út árið 1992. Samkvæmt þeim dómi var héraðsdómur stað- festur að öðru leyti en því að bætur sem ríkissjóði ber að greiða Arna eru lækkaðar nokkuð. Ljóst er að þessi dómur getur haft veruleg áhrif á starfsemi sjálfstætt starfandi lækna, einkum sérfræðinga, utan sjúkra- húsa. Forsaga þessa máls er sú að árið 1990 stofnaði Árni í fé- lagi við um tuttugu aðra lækna Skurðstofu Reykjavíkur hf. að Þorfinnsgötu 14 í Reykjavík. Þar var einkum lögð stund á kvensjúkdómaaðgerðir en einnig var nokkuð um lýtaað- gerðir og fleira. Þessi rekstur hófst um mitt ár 1990 en þann 9. september 1992 gaf Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið út reglugerð um ferliverk og 12. janúar kom önnur reglugerð þar sem settar eru reglur um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Fram að þessu höfðu sjúklingar Árna og félaga þurft að greiða skurðlækni 1.500 kr. og svæf- ingalækni sömu upphæð ef hans var þörf. Nýja reglugerð- in kvað hins vegar svo á að sjúklingar skyldu greiða fyrstu 1.200 krónurnar af kostnaði við aðgerð og auk þess það sem vantaði upp á 40% af um- sömdu heildarverði fyrir hana. Við þetta hækkaði verð á al- gengum aðgerðum úr 3.000 kr. í 8.000-15.000 kr. Viku eftir að síðarnefnda reglugerðin tók gildi sendi ráðuneytið bréf til sjúkrahúsa og rannsóknarstofa með leið- beiningum vegna hennar. Þar segir meðal annars: „Ef koma á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku stofnar ekki til reikningsgerðar á sjúkratrygg- ingadeild Tryggingastofnunar ríkisins þannig að hlutfalls- gjald er ekki unnt að greiða skal innheimta komugjald kr. 1500 fyrir sjúkratryggða al- mennt ...". Þetta hafði það í för með sér að sjúklingar þurftu ekki að greiða nema 1.500 kr. fyrir sams konar að- gerðir og Ámi og félagar sinntu við Þorfinnsgötuna. Með þessu segir Árni að fótunum hafi verið kippt und- an skurðstofurekstrinum. Strax á árinu 1993 dró mjög úr skurðaðgerðum og þeim var alveg hætt í lok ársins. Árni sneri sér að móttöku á stofu sem hann hafði ekki sinnt mikið áður og árið 1995 lét hann af störfum enda orð- inn 66 ára gamall. Þótti hon- um útséð um það að hann tæki aftur til við skurðlækningar sem höfðu verið hans aðal- starf allan hans læknisferil. Málþóf um samkeppnislög Upphaf þessa málareksturs er málskot Árna og fleiri lækna til Samkeppnisráðs vegna umræddra reglugerða sem þeim þóttu ekki standast samkeppnislög. Þeir fóru þess á leit við ráðið að það tæki afstöðu til þeirra í mars árið 1993. Ráðuneytið hélt því fram að heilbrigðisþjónusta félli ekki undir samkeppnis- lög og neitaði því lengi vel að veita efnislega umsögn um málið. Þeim ágreiningi var skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp þann úrskurð í nóvember 1994 að atvinnustarfsemi í heilbrigðisþjónustu félli undir gildissvið samkeppnislaga. Jafnframt var ráðuneytinu gert skylt að gefa Samkeppn- isráði umsögn um málið innan fjögurra vikna. Samt liðu rúmlega 10 mán- uðir þar til ráðuneytið gaf þá umsögn og í henni var þeirri skoðun haldið til streitu að heilbrigðisþjónusta væri und- anþegin samkeppnislögum. Það var svo ekki fyrr en í febrúar 1996 sem ráðuneytið lét Samkeppnisráði í té áður- nefndar leiðbeiningar um kostnaðarhlutdeild sjúklinga. Þær höfðu þá verið í gildi í þrjú ár án þess að ráðuneytið sæi ástæðu til þess að birta þær í Stjórnartíðindum eins og því ber að gera. Samkeppnisráð kveður upp úrskurð í málinu í mars 1996 þar sem tekið er undir með Árna og félögum í öllum meg- inatriðum. Ráðið hnykkir á því að heilbrigðisþjónusta heyri undir samkeppnislög og segir að þar sem ráðuneytið hafi ekki skotið þeim úrskurði til dómstóla innan tiltekins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.