Læknablaðið - 15.12.1998, Page 66
966
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
tíma sé það bundið af honum.
Ráðið segir að reglugerð um
ferliverk feli ekki í sér mis-
munun í samkeppni en öðru
máli gegni um leiðbeiningar
ráðuneytisins og starfsemi
sjúkrastofnana á grundvelli
þeirra. Þar sé sjálfstætt starf-
andi sérfræðingum gert að
innheimta mun hærra gjald
fyrir aðgerðir sínar en sjúkra-
húsum og auk þess séu ekki
færð nein rök fyrir því að rétt
kostnaðarskipting milli sér-
fræðings og sjúkrahúss sé
40%/60%. Slíka skiptingu
þurfi að reikna út fyrir hverja
aðgerð.
Samkeppnisráð sér líka
ástæðu til þess að gera athuga-
semdir við málsmeðferð ráðu-
neytisins. I úrskurðinum segir
um það:
„I öllum bréfaskrifum Sam-
keppnisstofnunar og ráðu-
neytisins og á fundum sömu
aðila þau þrjú ár sem erindið
hefur verið til afgreiðslu hjá
stofnuninni hefur ráðuneytið
hvorki lagt fram „Leiðbein-
ingar vegna reglugerðar nr.
14/1993 ..." ... né bréf þess,
dags. 13. október 1992, um
ferliverk, sem einnig var gefið
út af ráðuneytinu. Ráðuneytið
minntist heldur ekki á að það
hefði gefið slíkt út fyrr en á
fundi þeim sem haldinn var
26. febrúar sl. Þessi málsmeð-
ferð ráðuneytisins er ámælis-
verð að mati Samkeppnisráðs
og ber keim af því að vilji
ráðuneytisins hafi staðið til
þess að halda gögnum frá
samkeppnisyfirvöldum. Ljósl
má vera að vinnubrögð ráðu-
neytisins hafa torveldað rann-
sókn samkeppnisyfirvalda,
auk þess sem dráttur og tregða
ráðuneytisins til upplýsinga-
gjafar fer þvert gegn 39. gr.
samkeppnislaga og er ekki í
samræmi við góða stjórn-
sýsluhætti."
Málarekstur Árna
Eftir að þessi úrskurður lá
fyrir og Ijóst var að ráðuneytið
hyggðist ekki skjóta honum til
dómstóla ákvað Árni að höfða
skaðabótamál á hendur ríkis-
sjóði vegna brota á samkeppn-
islögum. Krafa hans hljóðaði
upp á rúmlega 16,7 milljónir
og lá til grundvallar henni út-
reikningur endurskoðanda á
áætluðu tekjutapi, söluvirði
tækja og viðskiptavildar sem
Árni gat ekki nýtt sér þegar
hann hætti stofurekstrinum.
Héraðsdómur féllst á flest
rök Árna og dæmdi honunt
8,5 milljónir í bætur ásamt
vöxtum og að auki var ríkis-
sjóði gert að greiða honum
550.000 kr. í málskostnað.
Ríkið áfrýjaði þessum dómi til
Hæstaréttar sent staðfesti dóm
héraðsdóms en lækkaði bæt-
urnar sem Árni fær í 5,5 millj-
ónir auk málskostnaðar sem
nú er kominn í 750.000 kr.
Afellisdómur um stjórnsýslu
Heilbrigðisráðuneytisins
- segir Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður um dóm
Hæstaréttar
Lögmaður Árna í þessum
málarekstri var Sigurbjörn
Magnússon og Læknablaðið
spurði hann álits á niður-
stöðu Hæstaréttar.
„Það sem er athyglisverðast
við þennan dóm er að Hæsti-
réttur tekur mjög afdráttar-
lausa og efnislega afstöðu til
þess að atvinnustarfsemi í
heilbrigðisþjónustu heyri
undir samkeppnislög. Þó svo
að orðalag í greinargerð með
frumvarpinu hafi mátt skilja á
annan veg er sjálfur lagatext-
inn ótvíræður og Hæstiréttur
hefur nú staðfest það. Raunar
hafði áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála komist að þessari
niðurstöðu árið 1994 en Heil-
brigðisráðuneytið hafði ekki
áhuga á að láta reyna á það
fyrir dómi. Ráðuneytið hélt
því fram í þessum málarekstri
að heilbrigðisþjónusta væri
undanþegin samkeppnislög-
um en skilaði samt efnislegum
athugasemdum sem Sam-
keppnisstofnun bað um. En nú
er Hæstiréttur búinn að eyða
allri réttaróvissu hvað þetta
varðar.
I annan stað er dómur
Hæstaréttar áfellisdómur yfir