Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 74

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 74
972 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 inni af lækninum sem einstak- lingi. Þjóðfélagið í heild verð- ur að axla þá ábyrgð á grund- velli stefnumótunar lækna.“ Stefnumótun í heilbrigðismálum - Hvernig var þessum mál- flutningi þinum tekið? „Mjög vel. Alþjóðafélag lækna var stofnað eftir síðari heimsstyrjöld í skugga allra þeirra grimmdarverka sem þá voru unnin. Tilgangurinn með stofnun þeirra var einmitt sá að koma á fót einhverri stofn- un sem gæti mótað alþjóð- legar siðareglur sem læknar færu eftir í störfum sínum. Samtökin njóta mikillar virð- ingar og það er tekið fullt mark á samþykktum þeirra enda eru öll mál rædd þar eftir flóknu kerfi sem á að tryggja vandaða umfjöllun. Aftur á móti hafa samtökin ekki beitt sér neitt sem heitið getur á öðrum sviðum. Þau láta einstökum fagfélögum eftir að fjalla um þróun vís- indanna og menntunarmál lækna heyra undir önnur sam- tök. En á þessu er þó að verða breyting. Stefnuræða nýkjör- ins forseta var einmitt hvatn- ing til þess að samtökin beittu sér meira í stefnumótun í heil- brigðismálum og gæfu tóninn í þróun heilbrigðiskerfisins. Og þar er stjórnun lykilatriði. Enda eru menn alls staðar að glíma við sama vandann: pen- ingarnir nægja ekki fyrir því sem menn vilja gera og gætu gert.“ Gagnagrunnsmálið til umræðu - Norræna deildin tók upp gagnagrunnsmálið á þessum fundi. Hvernig var því tekið? „Já, eins og sagt var frá í síðasta læknablaði,var flutt áskorun til aðalritara WMA að taka málið til athugunar og umfjöllunar. Norrænu félögin voru raunar búin að álykta um málið og vildu taka það upp en náðu því ekki fram þar sem miðstjórnin hafði ekki haft tíma til að fjalla um málið. Reyndar hefur Alþjóðafélag lækna áður ályktað í þá veru að það sé gott að búa til gagnagrunna til vísindarann- sókna, að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að rétt sé staðið að persónuverndinni. Norræna deildin lagði áherslu á það í málflutningi sínum að þama væri verið að taka heilsufarsupplýsingar um heila þjóð inn í gagnagrunn sem er óvíst hvernig verður beitt og að það gæti haft í för með sér ýmsar ófyrirséðar sið- fræðilegar spurningar. Menn töldu einnig að það gæti gefið slæmt fordæmi. Þótt við Is- lendingar séum rík þjóð sem ætlar að hagnast á gagna- grunninum og þykjumst geta tryggt rétt okkar og öryggi, þá er verið að biðla til margra fátækari smáþjóða um alls kyns erfðaupplýsingar og líf- sýni og slíkar tilraunir gætu fengið byr undir báða vængi ef við sköpum fordæmið. Þessi sjónarmið hlutu hljómgrunn en hitt áherslu- atriði Skandínavanna um að þarna væri verið að gera heilsufarsupplýsingar að verslunarvöru naut ekki mik- ils skilnings í röðum banda- rísku læknanna sem eru mjög áhrifamiklir í samtökunum. Einn þeirra brást hart við og spurði strax: Er eitthvað verra að svona gagnagrunnur sé í höndum einkafyrirtækis en hins opinbera? Það eru allir sammála um að svona gagnagrunnur geti opnað nýja og spennandi möguleika í rannsóknum og menn eru ófúsir að leggja stein í götu vísindanna. Menn voru á því að full þörf væri á að fylgjast grannt með fram- vindu mála á íslandi í því skyni að tryggja að öryggi ís- lensku þjóðarinnar væri ekki stefnt í voða, hvorki þjóðinni í heild né einstaklingum innan hennar.“ Náðum takmarki okkar - Hvernig fannst þér að koma á þennan fund? „Mér fannst mjög lærdóms- ríkt að kynnast þeim vinnuað- ferðum sem þarna er beitt. Allt rann í gegn eins og smurt og greinilegt að vinnubrögðin voru mjög vönduð. Einnig vakti það athygli mína hvað þetta eru „gömul“ samtök, ætli meðalaldur fundarmanna hafi ekki verið um 60 ár og nánast allt karlar. Það mætti blása meira lífi í samtökin og þeir vita af því enda vænta þeir mikils af samstarfi við okkur læknanema. Okkar sam- tök eru líka að mörgu leyti öfl- ugri en Alþjóðafélag lækna, við erum með verkefni í gangi um allan heim og fullt af hug- myndum. Tillaga okkar um að samtökin flytji saman og að Alþjóðafélagið styrki IFMSA með því að veita þeim tiltekna þjónustu var líka samþykkt. Okkar markmiði var því náð. Svo fannst mér auðvitað gaman að vera þarna. Eg stakk óneitanlega í stúf við aðra fundarmenn og fékk heilmikla athygli út á það. Einnig fékk ég mikil og góð viðbrögð við ræðunni og það var að sjálf- sögðu ánægjulegt," sagði Björg Þorsteinsdóttir læknanemi. -ÞH
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.