Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 77

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 975 „Ok um allar sagnir hallaði hann mjög til ok ló víða frá“ Ekki hef ég á því sálfræði- legar skýringar hverju það sætti, að þessi setning úr Njálu kom fyrst í huga minn, er ég hafði lesið grein kollega Högna Oskarssonar í Morgun- blaðinu hinn 14. þessa mánað- ar. Högni er ekki einn um það, að bregða sér í líki Gunnars Lambasonar í máli því sem hann flytur svo ákaft um þess- ar mundir. Hefur sá málflutn- ingur, sérlega uppá síðkastið, þó einkennst af aðferðafræði annarrar persónu úr Njálu en þeirrar er varð höfuðbani Gunnars, en sá hét Mörður Valgarðsson. En við íslend- ingar erum nú á tímum „vel upplýst menningarþjóð“, sem erum löngu hættir að „höggva mann ok annan“ og því er ólíklegt að höfuð muni fljúga um veisluborð, enda væru mörg flogin, ef viðbrögð Kára heitins Sölmundarsonar við óvönduðum málflutningi væru algeng. En snúum okkur að grein- inni sem varð tilefni þessara hugrenningatengsla. Strax í fyrirsögninni er máli hallað, „Gagnagrunnsmálið stefnir í höfn“; í hvaða höfn? Öruggt má telja að í heimahöfn ís- lenska vísindasamfélagsins, Háskóla Islands, verður því ekki tekið, nema með fyrir- vörum sem í raun gera tilgang þess tilgangslausan. Þessu til stuðnings vil ég benda á álit læknadeildar, álit raunvís- indadeildar og álit Lagastofn- unar, þó pantað væri, en um ýmsa þætti í því áliti hafa Tæpitungu- laust * Ami Bjömsson skrifar bæði innlendir og erlendir að- ilar samt látið í ljós efasemdir. A það á líka eftir að reyna fyrir dómstólum hvort frum- varpið stenst alþjóðalög. Þau ummæli virtra erlendra vísinda- manna, að samþykkt gagna- grunnsfrumvarpsins geti leitt til aðgangshindrana fyrir ís- lenska vísinda- og námsmenn við erlenda háskóla, afgreiðir Högni sem fasistískar hótanir sem óþarfi sé að taka mark á. Þarmeð er hann að gefa í skyn, og hefur tileinkað sér það við- horf margra íslenskra stjórn- málamanna, að við íslending- ar séum svo merkilegir eða ómerkilegir að við þurfum ekki að fara eftir alþjóðlegum reglum, hvort sem um er að ræða spillingu andrúmslofts- ins eða vísindasiðferðisins. „Læknafélagið breytir um stefnu“. Þar ló Högni frá. Þeir sem sátu aukaaðalfund Læknafélags Islands vita, að félagið hefur ekki breytt um stefnu. Það hefur aldrei sam- þykkt miðlægan gagnagrunn, aðeins tillögu um að fresta málinu og skoða það betur. Það kemur hvergi fram í þeirri tillögu, að LI ljái máls á því að standa, í einu eða neinu, að miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Svo er þetta með persónu- verndina. Hvað sem líður málaflækjum um að persónu- vernd verði tryggð og að upp- lýsingar í gagnagrunninum verði ópersónugreinanlegar, er ljóst að slíkar flækjur eru ómerkar, meðan ekki er vitað hvaða upplýsingar eiga að fara í grunninn. Þannig verða erfðafræðiupplýsingar alltaf persónugreinanlegar og útfrá þeim má síðan rekja aðrar upplýsingar, ef vilji er til. „Ætlað samþykki nægir“. Mundi það jafngilda ætluðu samþykki, ef ég færi í banka með víxil samþykktan með fölsuðu nafni látins ættingja? Mundi nokkur bankastjóri láta fé af hendi útá slíkt plagg, ef ég fullyrti að hinn látni hefði áreiðanlega skrifað uppá víx- ilinn, hefði hann verið á lífi? Eða er hugsanlegt að lána- stofnanir verði skyldaðar til að setja á stofn nefndir, sem afgreiði þesskonar víxla, eins og gert er ráð fyrir í gagna- grunnsfrumvarpinu? Hvað eftirlit og aðgengi að gagnagrunninum varðar, þá veit Högni að það verður háð geðþótta einkaleyfishafa um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.