Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 78

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 78
976 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 þær upplýsingar sem eru hon- um einhvers virði, ef fulltrúi hans á sæti í aðgangsnefnd- inni. Um þær fullyrðingar að fylgst verði betur með allri vísindavinnu en nú er gert, þegar gagnagrunnurinn sé koininn í örugga höfn, er mál- uin enn hallað. Vissulega hef- ur umræðan um gagnagrunn- inn vakið umræðu um stöðu læknisfræðilegrar vísinda- vinnu hér á landi og er það vel. Sú umræða hefði átt að leiða til gerðar rammalöggjaf- ar um slíka vinnu, en ekki laga sem gefa erlendu fyrirtæki einkaleyfi til að nýta allar ís- lenskar heilsufarsupplýsingar. Ef ég skil málið rétt verða dreifðir gagnagrunnar, tengdir einstökum verkefnun, áfram við líði. Munu lögin um mið- læga grunninn ná yfir þá og hvar koma nefndafulltrúar Is- lenskrar erfðagreiningar að þeirra málum? Svo eru það öll efin. Hvað ef frumvarpið verður sam- þykkt, án þess að tekið sé tillit til allra efanna í grein Högna? Hvað ef Alþingi segir að við höfum ekki efni á að efla Tölvunefnd? Er Högni þá til- búinn til að mæla með því að frumvarpinu verði frestað þar til Tölvunefnd er í stakk búin til að takast á við öll efin? Það að tilkoma miðlægs gagna- grunns muni leiða til stórauk- inna tækifæra til vísindastarf- semi, á fljótvirkari og örugg- ari hátt en mögulegt er með öðrum tillögum, sem fram hafi komið um þetta efni. Hvaða tillögum? Ég læt þetta nægja að sinni, þó af nógu sé að taka. Óneitanlega hlýtur það að vekja spurningar, hvað það er sem fær vel virtan og vinsæl- an lækni til að skrifa grein sem þessa. Sé hún ætluð al- menningi, sem ekki veit betur, er hún skrifuð í blekkingar- skyni. Sé hún ætluð til að sannfæra þá sem vita betur, veit Högni að hún nær ekki tilgangi sínum. En til þess að forðast fordæmi Gunnars heit- ins Lambasonar, ætla ég að láta hann njóta efans og láta allar bollaleggingar um tilefni og tilgang bíða, þar til og ef hið sanna kemur í ljós. Töflur, C 09 C A Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur Candesartanum INN, cilexetil 4 mg, 8 mg eða 16 mg. Ábendingar: Hár blóðþrýstingur. Skammtar og lyfjagjöf: Skömmtun: Venjulegur viðhaldsskammtur Atacand® er 8 mg eða 16 mg einu sinni á dag. Hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun næst innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Lyfið má taka með eða án matar og án tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e. kreatínín klerans <30 ml/mín. skal hefja meðferð með 4 mg. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur. Skyld lyf geta aukið þvagefni í blóði og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvíhliða nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu nýra ef aðeins eitt nýra er til staðar. Þetta getur einnig átt við um angíótensín II viðtaka antagónista. Hjá sjúklingum með alvarlega skert blóðrúmmál geta einkenni lágþrýstings komið fram. Samhliða gjöf á Atacand® og kalíumsparandi þvagræsilyfi getur valdið hækkun á kalíumþéttni í sermi. Milliverkanir: Engar þekktar. Aukaverkanir: Lágþrýstngur vegna áhrifa lyfsins. Lyfhrif: Eiginleikar: Atacand® er forlyf ætlað til inntöku. Það umbreytist hratt í virkt efni, candesartan, vegna esterhýdrólýsu við frásog úr meltingarvegi. Candesartan er angíótensín II viðtaka blokki, sérhæfður fyrir AT-1 viðtaka, með sterka bindingu við og hæga losun frá viðtakanum. Það hefur enga eigin virkni. Blóðþrýstingslækkandi verkun er vegna lækkunar á útlægu æðaviðnámi, en hjartsláttartíðni, slagrúmmál og hjartaútfall breytist hins vegar ekki. Það er ekkert sem bendir til alvarlegs eða óeðlilega mikils lágþrýstings eftir fyrsta skammt eða versnunar þegar meðferð er hætt. Blóðþrýstingslækkandi verkun hefst innan 2 klst og næst hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun, innan fjögurra vikna og helst við langtima meðferð. Blóðþrýstingslækkun af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess vegna er nægjanlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Lyfið hefur svipaða virkni, óháð aldri og kyni sjúklingsins. Candesartan eykur blóðflæði um nýru og viðheldur eða eykur gaukulsíunarhraða á meðan viðnám nýrnaæða og síunarhlutfall minnkar. Atacand® hefur engar óæskilegar verkanir á blóðsykur eða blóðfitu. Lyfjahvörf: Frásog og dreifing: Eftir inntöku umbreytist candesartan cílexetíl í virka efnið candesartan. Meðal aðgengi (nýting) candesartans er u.þ.b. 40% eftir inntöku á candesartan cílexetíli í lausn. Meðalhámarksþéttni í sermi (Cmax)) næst eftir 3-4 klst. eftir inntöku töflu. Þéttni candesartans eykst línulega með auknum skammti á lækningalegu skammtabili. Ekki hefur greinst neinn munur á lyfjahvörfum candesartan eftir kyni. Flatarmálið undir sermiþéttni-á móti-tíma-kúrfu (AUC) fyrir candesartan breytist ekki vegna fæðu. Candesartan er í miklum mæli bundið plasma- próteinum (>99%). Dreifingar-rúmmál candesartans er 0,1 l/kg. Umbrot og útskilnaður: Candesartan skilst aðallega út í óbreyttu formi í þvagi og galli og einungis að litlum hluta vegna umbrota í lifur. Lokahelmingunartími candesartans er u.þ.b. 9 klst. Engin uppsöfnun á sér stað við endurtekna skammta. Heildar plasmaklerans candesartans er u.þ.b. 0,37 ml/mín./kg, með nýrnaklerans u.þ.b. 0,19 ml/mín./kg. Eftir inntöku á 14c-merktu candesartan cílexetíli safnast um 30% af heildargeislavirkni fyrir í þvagi og um 70% í saur. Lyfjahvörf hjá ákveðnum sjúklingahópum: Hjá öldruðum (eldri en 65 ára) aukast bæði Cmax og AUC fyrir candesartan miðað við unga einstaklinga. Engu að síður er blóðþrýstingssvörun og tíðni aukaverkana svipuð eftir gefinn skammt af Atacand® hjá ungum og öldruðum, svo ekki er nauðsynlegt að leiðrétta skammta hjá öldruðum. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi í samanburði við þá sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi, sést hækkun á Cmax, AUC og útskilnaðarhelmingunar-tíma candesartans. Þrátt fyrir það er ekki nauðsynlegt að leiðrétta skammta hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta nýrna-starfsemi. Hjá sjúklingum meö alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e. kreatínín klerans <30 ml/min71,73 m? BSA) er klínísk reynsla takmörkuð og íhuga skal hvort gefa skuli lægri upphafsskammt 4 mg. Hjá sjúklingum með væga eða miðlungs skerta lifrarstarfsemi hafa engar breytingar á lyfjahvörfum sést. Pakkningar og verð: mars 1998. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: R, B. Pakkningar: Töflur 4 mg: 28 stk. (þp.) -2.853 kr.; 98 stk. (þp.) -7.966 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -7.966 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. (þp.) -3.172 kr.; 98 stk. (þp.) - 8.987 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -8.987 kr. Töflur 16 mg: 28 stk. (þp.) - 3.810 kr.; 98 stk. (þp.) -10.980 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -10.980 kr. Markaðsleyfishafí: Hássle Lákemedel, Svíþjóð. Umboð á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2. Garðabæ. Heimildir 1: Nishikawa K et al. Candesartan cilexetil: a review of its predinical pharmacology. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S9-S17. 2: Sever P. Candesartan cilexetil: a new, long-acting, effective angiotensin II type 1 receptor blocker. 3: Húbner R et al. Pharmacokmetics of candesartan after single and repeated doses of candesartan cilexetil in young and elderly healthy volunteers. Journal of Human Hyperlension 1997; 11 Suppl 2: S19-S2S. 4: Elmfeldt D et al Candesartan cilexetil. a new generation angiotensm II antagonist provides dose depentent antihypertensive effect. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2. S49-SS3. S: Andersson OK and Neldam S. A comparison of the antihypertensive effects of candesartan cilexetil and losartan in patients with mild to moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S63-S64. 6: Sever P and Holugreve. long-term efficacy and tolerability of candesartan cilexetil m patients with mild to moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S69-S73. 7: Belcher G et al Candesartan cilexetil: safety and tolerability in healthy volunteers and patients with hypenension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl: S85-S89. 8: Heuer HJ et al. Twenty-four hour blood pressure profile of different doses of candesartan cilexetil in patients with mild to moderate hypertension. Journal of human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S55-S56. Atacandjm candesarian cilexetil/
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.