Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 86

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 86
984 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 rekstrarleyfishafi greiðir ein- ungis útlagðan kostnað við gerð grunnsins. Eins og fram kemur í kostn- aðarmati Stefáns Ingólfssonar verkfræðings er kostnaður við gerð grunnsins mjög óljós. Sagt er, að kostnaðurinn geti orðið a.m.k. 10-20 milljarðar króna. Mikill mannafli og húsnæði verður bundinn við gerð grunnsins. Er með ólik- indum, að fjárfestar fáist að svo óljósri og ómótaðri hug- mynd. Áður hefur verið gerð at- hugasemd við aðgangsnefnd- ina og fulltrúa hennar. I þessum greinum er fjallað um rekstrarleyfi til eins aðila í allt að 12 ár í senn. Hér er í raun fjallað um einkaleyfi með gífurlegu valdi sem auð- veldlega getur gert öðrum erf- itt fyrir er hyggjast starfa á þessum vettvangi. Ráðherra- skipuð eftirlitsnefnd, skipuð án tilnefninga, getur aldrei verið óháður eftirlitsaðili. Með þessum ákvæðum er hætta á mikilli mismunun, jafnvel misnotkun. Hér er þörf á vandaðri, óvilhallri úttekt lögfræðinga. 7. gr. Óljóst er hvert forræði lækna er yfir heilsufarsupp- lýsingum um sjúklinga, eink- um á heilbrigðisstofnunum. Læknar hafa forgöngu um að safna slíkum upplýsingum og eru ábyrgir fyrir vörslu þeirra. Ráðstöfun þessara gagna í blóra við vilja lækna er alvar- leg íhlutun í störf og sjálf- stæði þeirra. 8. gr. Ákvæði í þessari grein eru alls ekki fullnægjandi. Upp- lýst samþykki verður að koma til. 9. gr. Óheftur aðgangur heil- brigðisyfirvalda og land- læknis að gagnagrunni með öllum heilsufarsupplýsingum þjóðarinnar getur verið var- hugaverður. Öðru máli gegnir um núverandi aðgang þessara aðila að tölfræðilegri úr- vinnslu einstakra þátta varð- andi heilsufar þjóðarinnar. Tölvunefnd og Vísindasiða- nefnd hljóta að verða hér beinir eftirlitsaðilar. Stjórn Siðfræðiráðs þykja fyrirhug- aðar reglur um aðgengi vís- indamanna, sem starfa hjá stofnunum sem ekki veita upplýsingar í grunninn, óeðlilegar. 10. og 11. gr. Ekki þykir ljóst hvert vís- indalegt gagn verður af úr- vinnslu upplýsinga úr gagna- grunninum, m.a. vegna þess, að ekki er ætluð eðlileg um- fjöllun Vísindasiðanefndar og því ekki ljóst hvort virt vís- indatímarit muni birta niður- stöðurnar. Áður er talað um að unnt sé að persónugreina einstaklinga í grunninum. 12. gr. Hér er m.a. fjallað um verndun gagna. I því sam- bandi þykir stjóm Siðfræði- ráðs rétt að benda á að óeðli- legt er að einn þeirra aðila, sem semur frumvarpið, skuli einnig gera öryggisúttekt á gagnagrunninum (sbr. fylgi- skjal VI sem fylgir frumvarp- inu). Nauðsynlegt er að fá óháðan aðila til slíks verks. 13.-16. gr. Engar athugasemdir. Niðurstaða Stjórn Siðfræðiráðs LÍ telur, að frumvarpið stríði gegn 10. grein laga um rétt- indi sjúklinga frá 1997 og 4. málsgrein 2. greinar sömu laga um samþykki fyrir vís- indarannsóknum. Einnig telur stjórn Siðfræðiráðs að frumvarpið stríði gegn regl- um Evrópuráðsins um líf- siðfræði. Stjórn Siðfræðiráðs telur að umræða um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði sé skammt á veg komin og fjölmörgum spurningum ósvarað varðandi öryggi persónuupplýsinga. Stjórn- in leggst því eindregið gegn frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar, og mun beina því til íslenskra lækna að þeir taki ekki þátt í gerð slíks grunns. Stjórn Siðfræðiráðs Lækna- félags íslands Tómas Zoéga formaður Einar Oddsson Guðmundur Viggósson Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Örn Bjarnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.