Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 96

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 96
994 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 telja, að unnt sé að ljúka því stórverki á einu til tveimur árum. Aðrir eru varkárari og nefna 5-10 ár. Á nýafstöðnu alþjóðlegu þingi um erfðarannsóknir í geðsjúkdómum í Bonn í Þýskalandi, sem haldið var 7.-10. október síðastliðinn og höfundur sat ásamt fleiri Is- lendingum, kom í ljós að mest rannsökuðu sjúkdómarnir, geðklofi og geðhvörf, eru sömu ráðgátur og þeir hafa löngum verið, en hringurinn um hugsanlegar staðsetningar meingena þrengist æ meira. Margt er orðið skýrara en fyrir einu ári á samskonar þingi í Nýju Mexíkó og væntanlega verða komin enn gagnlegri svör að ári á næsta þingi, sem er fyrirhugað að halda í Kali- forníu. Áhugasömustu vís- indamennirnir eru jafnbjart- sýnir og fyrr, en úrtölumenn láta jafnframt í sér heyra og telja miklar fjárhæðir fara í súginn fyrir lítinn árangur. Fjárfestingariðnaðurinn og lyfjarisarnir bíða spenntir, og einkaleyfisspekúlantar gera sér vonir um stóru lottóvinn- ingana eins og áður. Spor sem hræða Vondu fréttirnar eru þær, að á bak við fágaða vísindalega framhlið geta stundum leynst aðrar óhuggulegri og umræð- an um betri og markvissari lækningu sjúkdóma í framtíð- inni með aukinni þekkingu á erfðafræðiþáttum minnir á skelfilega glæpi gegn mann- kyninu, sem áttu sér stað fyrr á öldinni. Hugmyndir um heilbrigðara mannkyn og kyn- bótastefnu risu í hæstu hæðir undir forystu vísindamanna, ekki síst úr læknastétt, og leiddu til ófrjósemisaðgerða með og án samþykkis fórnar- lamba um alla Vestur-Evrópu og náðu hámarki milli 1930 og 1940. Eftir að Þjóðverjar voru komnir í stríð 1939 fóru stórglæpir að tíðkast á þeim bæ í skjóli herlaga. Hitler gaf óformlega fyrirskipun um breytt hlutverk sex nafn- greindra geðsjúkrahúsa í land- inu og er eitt þeirra Hadamar, sem þingfulltrúar í Bonn fengu að heimsækja. Þar gaf að líta útbúnað til kerfisbund- innar útrýmingar „óverðugra lífa“ með gasklefa og lík- brennsluofni, sem urðu fyrir- myndir að miklu stórtækari útrýmingarbúðum síðar í stríðinu, eins og kunnugt er. Þessi starfsemi Hadamars stóð yfir frá janúar 1941 til ágúst 1941 undir stjórn sér- stakrar deildar í innanríkis- ráðuneytinu í Berlín, sem hafði aðsetur í Tiergarten- strasse 4 og var kölluð T4. Aðstandendur þessara óláns- sömu sjúklinga fengu undir- skrifað hughreystingarbréf með upploginni sjúkrasögu og fölsuðu dánarvottorði. Að öðru leyti var skrásetningin óaðfinnanleg og nákvæm, eins og Þjóðverja var von og vísa. Fjöldi þessara „líknarmorða“ (Gnadentod) varð ótrúlegur. Þegar upp var staðið, lágu 70.273 manns í valnum á innan við einu ári. Lætur nærri, að „fækkað“ hafi verið um 200 manns á dag að jafnaði. Það munaði um minna, jafnvel í sláturtíð. Eitt af því, sem vakti at- hygli gestanna var nákvæmni Þjóðverja við að reikna út peningasparnaðinn við þessa lækkun á matarkostnaði um leið og fækkaði á fóðrum. Þó að matur væri af mjög skorn- um skammti, var samt hægt að mæla magnið af flestum mat- artegundum, sem fóru ofan í sjúklingana, og út frá því var reiknaður heildarkostnaður yfir árið, sem sparaðist við svo og svo margar aftökur. Á einu yfirlitinu sást meðalverð á marmelaði eitt árið marg- faldað með neyslumagni á mann margfaldað með fjölda látinna til að sýna heildar- sparnað vegna samdráttar í marmelaðineyslu á ákveðnu tímabili. Skýrsluhöfundur virtist augljóslega stoltur af árangrinum. Af einhverjum ástæðum hætti Hitler þessari fækkunar- starfsemi, en þá hófst önnur ennþá skuggalegri með því að yfirlæknar og yfirhjúkrunar- konur margra geðsjúkrahúsa tóku upp nýtt heimasmíðað fækkunarkerfi, sem byggðist á miskunnarlausum morðum á varnarlausustu sjúklingunum, sem yfirleitt voru framin með sprautugjöfum um nætur. Margir starfsmenn úr þessari „hreinsunardeild“ voru sjálfir líflátnir eftir réttarhöldin að stríði loknu. Núlifandi Þjóð- verjar eiga hins vegar mikið hrós skilið fyrir að segja sög- una eins og hún gerðist og fletta ofan af óhæfuverkum forfeðra sinna. Boðskapurinn er sáraeinfaldur og auðskil- inn: Dæmið ekki, en í öllum hamingju bænum lærið af reynslunni. En á þetta erindi við okkur íslendinga í dag? Kemur þetta gagnagrunnsfrumvarpinu við? Er ekki gjörsamlega út í hött, að eyða fundartímanum í eld- gamla hryllingssögu frá öðru landi? Getur þetta kennt okkur eitthvað? Svarið við síðustu spurn- ingunni er já. Miðstýrður gagnabanki með einkaað- gangi sérleyfishafa í 12 ár getur verið þjóðþrifafyrirtæki,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.