Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 97
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
995
en gæti einnig verið byrjun á
ógæfubraut sem enginn sér
fyrir. Það kemur illa heim og
saman við samkeppnishug-
myndir á jafnréttisgrundvelli
að setja lög um söfnun heilsu-
farsupplýsinga og byggja þau
nánast eingöngu á viðskipta-
sjónarmiðum með hagsmuni
frumhugmyndasmiðs að leið-
arljósi. Akvæðið um ætlað
samþykki þátttakenda er
hættulegur bamaskapur. Ef
þetta verður að lögum, getum
við Islendingar átt eftir að
naga okkur í handarbökin eftir
nokkur ár. En þá verður ekki
aftur snúið nema með ærnum
tilkostnaði og stórátökum.
Það er orðin bjargföst sann-
færing mín, að núgildandi lög
um heilbrigðisþjónustu á ís-
landi séu betri en fyrirhugaðar
lagabreytingar.
Starfsbróðurlegar
kveðjur til nýskipaðs
landlæknis
Svo get ég ekki stillt mig
um að senda nýskipuðum
landlækni starfsbróðurlega
vinsemdarkveðju og árnaðar-
óskir með örfáum athuga-
semdum:
Heilbrigðisþjónustan á ís-
landi er hágæðaþjónusta og
kostar mikið fé. Hún er samt
tiltölulega ódýrari en annars
staðar í þeim löndum, sem við
berum okkur saman við. Sjúk-
lingar þekkja kerfið eins og
það er, en það vefst illilega
fyrir mörgum að skilja til
fulls, hvemig læknar sjá fyrir
sér framtíðarskipulagið undir
nýrri löggjöf, ef af verður. Er
hugsanlegt að frumvarp ríkis-
stjórnarinnar sé fyrst og
fremst byggt á hugmyndum,
sem lúta að því að koma upp
öflugra stjórntæki en ekki vís-
indatæki og hafi það að meg-
inmarkmiði að styrkja valda-
stöðu þeirra í heilbrigðiskerf-
inu, sem nú þegar fara með
langmestu völdin? Samkvæmt
útreikningum í skýrslu Stef-
áns Ingólfssonar verkfræðings
(Mat á stofnkostnaði. Septem-
ber 1998) kostar það andvirði
nokkurra loðnuvertíða og
2.100-3.600 mannár að full-
vinna miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði.
Eg óttast, að vísindasjónar-
miðin hafi orðið útundan og
að grunnhugsunin á bak við
þetta tröllaukna safn heilsu-
farsupplýsinga sé röng, ef
ekki er skilgreint nákvæm-
lega, hverju verður safnað.
Allt frá því að ég sá fyrstu
drög að frumvarpi um mið-
lægan gagnagrunn og enn í
dag hef ég vondan grun um að
þeir, sem ferðinni stjórna, hafi
misst af kennileitum, villst af
vegi og séu á rangri leið frá
vísinda- og rannsóknarsjónar-
miði. Stjórnmálamenn okkar
gætu með þessu verið að gera
þjóðinni meiri óleik en nokk-
urn órar fyrir, það er að vísu
ósannað mál, „en grunur er
alltaf grunur" (Sigurður Guð-
mundsson, skólameistari á
Akureyri 1878-1949).
[Millifyrirsagnir eru blaðsins.]
Náum sátt um gagnagrunnsfrumvarpið
Afgreiðsla aðalfundar LÍ á
ályktun um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar til laga um mið-
lægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði gekk ekki þrauta-
laust fyrir sig. Fyrir fundinum
lágu tvær tillögur, önnur frá
stjórn sem lagðist gegn frum-
varpinu og hin frá höfundum
þessarar greinar, sem töldu að
styðja mætti frumvarpið að
uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. Ekki náðist málamiðl-
un og þar sem óljóst var hver
meirihluti væri var aðalfund-
arstörfum frestað.
Það var þá skilningur
manna að stjórn LI hefði sam-
ráð við flutningsmenn gagn-
tillögunnar áður en til fram-
haldsaðalfundar kæmi. For-
maður LI gekk í málið og var
fundur ákveðinn tæpri viku
fyrir framhaldsaðalfund. For-
maður afboðaði fundinn án
skýringa daginn sem hann átti
að fara fram. Gaf hann síðar
þá skýringu að of mikið hefði
borið á milli til þess að það
tæki því að láta reyna á sam-
ráð. Hafði þó lítið sem ekkert
verið fjallað efnislega um það
sem bar á milli. Þó viður-
kenndi formaður á framhalds-
fundinum að margt horfði til
betri vegar í tillögu okkar.
Því lágu enn fyrir tvær til-
lögur. Önnur borin fram af
stjórn, og var hún öllu mildari
í garð frumvarpsins en fyrri
tillaga. Hin var tillaga okkar,
sem einnig teygðist í átt til
sátta. Umræður á framhalds-
aðalfundi voru óvenjulegar
fyrir þær sakir, að mestallur
fundartími fór í flutning mjög
langra fyrirlestra (með glær-
um) andstæðinga frumvarps-
ins og gafst því lítill tími til að
ræða tillögumar sjálfar efnis-
lega. Stóð því fundurinn
frammi fyrir því að kjósa á
milli tillögu stjórnar og okkar.
Af mjög svo eðlilegum ástæð-
um treysti fundurinn sér ekki
til að fella tillögu okkar þar
sem hún var að mörgu leyti