Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 99

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 99
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 997 í kjölfar kaups og sölu rekstrarfyrirkomulagsins á heilbrigðisstofnunum í Bret- landi er háður harður slagur um persónuleynd sjúklinga. Breska heilbrigðismálaráðu- neytið vinnur nú að gerð mið- lægrar skrár yfir svokallaða dýra sjúkdóma, svo sem al- næmi, sykursýki og fleiri. Sem dæmi má nefna að breska heilbrigðisráðuneytið taldi að skráður fjöldi HIV sjúklinga væri 12.000 enekki 18.000 og því mætti draga úr kostnaði. Oskað var eftir að fá í hendur upplýsingar um fæðingar- númer og póstnúmer HIV sjúklinga frá læknum. Tekið var fram að ákjósanlegt væri að fá einnig upphafsstafi í nöfnum sjúklinga (4)!! Breska læknafélagið berst harðri baráttu gegn þessari skrá. Nú eru það því efna- hagsstjórnendur sem sækja mest í að rjúfa persónuleynd sjúklinga til þess að fylgjast með kostnaði og það er ekki til þess að gæta hagsmuna sjúklinga. Ekkert vestrænt ríki hefur veitt leyfi fyrir samtengingu þeirra upplýsinga er greinir frá í lið 1 í grein 2 í frum- varpinu. Vissulega eru til gagnagrunnar, ti 1 dæmis um skilgreindar heilsufarsupplýs- ingar, í ýmsum löndum og eru þá í vörslu heilbrigðisyfir- valda, meðal annars í Finn- landi, Svíþjóð og Danmörku, enda vísir að slíkum gagna- grunni á sjúkrahúsum á Is- landi. Slíkur gagnagrunnur nær yfir kennitölumerktar sjúkdómsgreiningar sjúklinga er legið hafa á sjúkrahúsum, legutíma og meðferð. Engin samkeyrsla er leyfð, til dæmis við ættarupplýsingar eða erfðafræðilegar. Eini aðilinn sem getur leit- að eftir persónugreindum upplýsingum í þessa gagna- grunna er landlæknisembættið sökum lögmæts eftirlits emb- ættisins með störfum heil- brigðisstarfsmanna (lög um heilbrigðisþjónustu nr. 90/1997). Staða gagnagrunns- frumvarpsins 1. Heilbrigðisyfirvöld hafa óhindraðan fullan aðgang að gagnagrunni. 2. Tölvunefnd hefur óskor- að vald til þess að setja þær aðgangshindranir til persónu- verndar er nefndin telur við hæfi og eru í samræmi við gildandi lög. Fyrirtækið verð- ur að uppfylla skilyrði Tölvu- nefndar. 3. Landlæknisembættið hefur faglegt eftirlit með heil- brigðisstarfsmönnum sem vinna við gagnagrunninn og Islenskri erfðagreiningu. 4. Fólk hefur rétt til þess að hafna þátttöku í gagnagrunni. Frekari vinnu þarf til þess að: a. Skilgreina hvaða upplýs- ingar fara í gagnagrunninn. b. Skilgreina hvernig farið verður með þær upplýsing- ar, þannig er auðveldara að gefa upplýst samþykki. c. I aðgangsnefnd er fjallar um beiðnir vísindamanna um aðgang að gagnagrunni má fulltrúi íslenskrar erfða- greiningar ekki eiga sæti. d. Hætta er á að erfitt reynist að fá niðurstöður birtar í viðurkenndum tímaritum ef Vísindasiðanefnd hefur ekki óskorað vald til þess að yfirfara umsóknir og hafna þeim. e. Fulltrúi landlæknis skal sitja í nefnd, sbr. 6. gr. frum- varpsins, er sér um rekstur gagnagrunnsins. f. Kveða þarf skýrar á um eftir- litshlutverk landlæknis með upplýsingakerfum rekstrar- aðila. Nauðsynlegt er að setja í gang vinnu, sérstaklega er varðar gr. 1 og 2 í frumvarp- inu. Liggja verður fyrir með ná- kvæmum hætti hvernig fyrir- spurn verður háttað og um hvað verður hægt að spyrja. Einnig þarf að hafa eftirlit með þeim hugbúnaði sem fyrirspyrjandi hefur afnot af, óskilgreinda fyrirspurn á ekki að leyfa. Einkaleyfi Islenskrar erfða- greiningar, sem að mestu leyti er í eigu erlends fyrirtækis, mun ráða um framhaldsrekst- ur gagnagrunnsins. Land- læknir er ekki sammála þeirri skipan mála. Alþingi mun taka afstöðu í þessu máli. Ólafur Ólafsson landlæknir TILVÍSANIR 1. Woodword B. The computer based patient record and confidentiality. N EnglJMed 1995-333; 1419-22. 2. WHO is reading your medical re- cord? Consumers report 1994; 618- 32. 3. Gostin LO, Tureh-Brezina J, Powers M. Privacy and security of personal information in New Health Care System. JAMA 1993; 2487-93. 4. Smith MF, Dowd C, Andersson RJ. Confidentiality, privacy and security of Health Care System. Health In- forma J. I prentun 1998. 5. Online medical records raise privacy fears. USAToday 1995; 22/3.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.