Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 100

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 100
998 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 7/1998 Hverjir hafa heimild til þess að miðla heilsufarsupplýsingum? í frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði sem lagt varfyrirAlþingi á 123 löggjafarþingi 1998-1999 seg- ir í fyrstu mgr. 7.gr.: „Að fengnu sainþykki heilbrigðisstofnana eða sjálf- stætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna er rekstrarleyf- ishafa heimilt að fá upplýs- ingar, sem unnar eru úr sjúkraskrám, til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Heilbrigðisstofnanir skulu hafa samráð við lækna- ráð og faglega stjórnendur viðkoinandi stofnunar áður en gengið er til samninga við rekstrarleyfishafa.“ Mikilvægt er að skýrt sé hverjir það eru sem veitt geta slíkt samþykki. Lögin um rétt- indi sjúklinga nr. 74/1997 fjalla um meðferð heilsufars- upplýsinga og kveða á um að heilbrigðisstofnanir eða læknir eða annar heilbrigðisstarfsmað- ur á eigin stofu varðveiti sjúkra- skrár (14. gr.). I þeim lögum er einnig fjallað sérstaklega um réttindi sjúklinga í tengslum við aðgang að sjúkraskrám (15. gr.) og formlegt og upplýst samþykki þeirra fyrir þátttöku í vísindarannsókn, í hverju hún er fólgin ásamt rétti til að hafna þátttöku eða að hætta þátttöku í slíkri rannsókn (10. gr.). Orðið starfsmaður er ekki skýrt í lögunum um réttindi sjúklinga en önnur gildandi lagaákvæði varpa þó ljósi á hugtakið. Einnig er nauðsyn- legt að skýra nánar hvað átt er við með faglegum stjórnend- um. Þar sem tjallað er um heilsufarsgögn eru læknar eina starfsstéttin sem hefur óheftan aðgang að sjúkraskrám sjúk- lings sem þeir hafa til með- ferðar. Til mótvægis við rúma aðgangsheimild hefur ströng þagnarskylda verið lögð á lækna um þau málefni sem þeir kunna að fá vitneskju um í starfi sínu sbr. 15. gr. laga nr. 53/1988. Þagnarskyldan fellur ekki niður við lát sjúklings. Þá er að finna í tölvulögunum, 7. gr. laga nr. 121/1989, almenna heimild fyrir lækna og tann- lækna til að fá upplýsingar úr sjúkraskrá sjúklings og jafnvel vandamanna hans séu slíkar upplýsingar nauðsynlegar vegna sjúklings sem þeir hafa til meðferðar. Sambærileg að- gangsheimild er ekki til staðar fyrir aðra heilbrigðisstarfs- menn í gildandi lögum. I 7. gr. læknalaganna nr. 53/1988 segir að „Læknir get- ur við störf sín notið aðstoðar annars heilbrigðisstarfsfólks að svo miklu leyti sem slíkt er nauðsynlegt og forsvaranlegt vegna hæfni þess og sérkunn- áttu. Starfar það þá á ábyrgð læknis nema að önnur lög bjóði annað“. Læknir getur þannig miðlað nauðsynlegum upplýsingum til annarra heil- brigðisstarfsmanna um sjúk- ling sem sem hann hefur til meðferðar sé það brýnt vegna meðferðar sjúklingsins og eðlilegur þáttur í meðferð heil- brigðisstofnana. Rétt er að vara við rýmkum heimilda til miðlunar upplýs- inga með því að veita stórum hópi ótilgreindra heilbrigðis- starfsmanna heimild til slfks. Frá persónuverndarsjónarmiði er heppilegast að takmarka slíkar heimildir eins og kostur er og þá við lækna þar sem þeir eru ábyrgðamenn greiningar og meðferðar, sbr. 7. gr. laga nr. 53/1988. I reglugerð um sjúkraskrár nr. 226/1991 kernur fram að það er læknir sem halda skal sjúkraskrá og á sjúkrastofnun- um er það yfirlæknir sem ber ábyrgð á að svo sé gert. Lækn- ir skal varðveita sjúkraskrá á tryggum stað og þess sé gætt að einungis þeir starfsmenn sem nauðsynlega þurfi eigi að- gang að sjúkraskránni. Yfir- læknir á deild eða ódeildar- skiptri stofnun ber ábyrgð á vörslu og meðferð sjúkraskráa á meðan hann dvelur þar. For- stöðumenn bera ábyrgð á skjalavörslu sjúkraskráa. Hverjir eru það þá sem veita öðrum en viðkomandi sjúk- lingi aðgang að sjúkraskrá á stofnunum? Þetta atriði er nán- ar skýrt í 15. gr. reglugerðar nr. 226/1991, þarsegir: „Nú hefur yfirlæknir og/ eða læknaráð viðkomandi heilbrigðisstofnunar sam- þykkt rannsókn sem krefst aðgangs að sjúkraskrám og er þá þeim sem að rannsókn standa heimill aðgangur að skrám". Lög um réttindi sjúklinga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.