Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 107

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 107
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 1003 Fréttabréf frá Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Islands Vetrarstarf er nú hafið og fyrsti fræðslufundur að baki. Þegar liggja fyrir áætlanir um framhald fræðslustarfsins. í tengslum við fræðsluviku Læknafélagsins í janúar 1999 verður væntanlega fjallað um fyrstu meðferð höfuðáverka. Síðan verður fundur á veg- um staðlanefndar og verða teknar fyrir erfiðar intúba- sjónir og fasta fyrir aðgerðir. Fundarstaður og -tími verður í húsi Læknafélagsins í Kópa- vogi, fimmtudaginn 29. janú- ar klukkan 17-19. I athugun er að halda næsta vor fræðsluþing um deyfingar og ef til vill verkjameðferð. Samskonar tveggja daga þing eru haldin erlendis og verður reynt að hafa þetta þing með svipuðu sniði. Þetta þing yrði einnig opið öðrum læknum. Enn er ekki ákveðið neitt í sambandi við aðalfundinn en fram hefur komið hugmynd um að fá innlenda og erlenda fyrirlesara til að fjalla um blóðspamað við aðgerðir. Stjórnarfundur var haldinn nýlega og bættust þá tveir nýir læknar í hópinn, Sigurbergur Kárason sérfræðingur sem starfar í Gautaborg og ívar Gunnarsson sem er í fram- haldsnámi í Bandaríkjunum. I mars á næsta ári byrjar nýr hópur norrænna svæfinga- lækna tveggja ára gjörgæslu- læknanám á vegum Norræna svæfingalæknafélagsins og var það auglýst í síðasta blaði. Fyrsti hópur gjörgæslu- lækna hefur þegar komið tvisvar saman og er almenn ánægja með tilhögun námsins. Næsta sumar 18.-21. ágúst verður námskeið tengt þessu námi haldið hér á landi. Reynt verður að gefa meðlim- um Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélags Islands tækifæri til að fylgjast með þessum fyrirlestrum eftir því sem hægt verður. Vefsíða Læknafélags ís- lands (http://www.icemed.is/) er komin í gang og hefur félag okkar þegar byrjað að nýta sér þá aðstöðu sem þar býðst. Þar er nú að finna upplýsingar um stjórn og nefndir á vegum fé- lagsins. Einnig er þar að finna lög og gæðastaðla félagsins. Meðlimaskrá mun væntanlega einnig verða aðgengileg þar. Fyrir erlenda meðlimi og aðra íslenska lækna sem eru í fram- haldsnámi erlendis munu einnig fréttabréf frá stjórninni verða aðgengileg þar. Rannsóknarstyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans: 1. Að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknartækjum til sjúkrastofnana. 2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísinda- iðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum ásamt ítarlegum greinargerðum skal skila til landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík fyrir 1. mars næstkomandi. Sjóðstjórn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.