Læknablaðið - 15.12.1998, Page 108
1004
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
IX. ráðstefna um
rannsóknir í læknadeild
haldin í Odda 4. og 5. janúar 1999
Ágrip erinda og veggspjalda veröa birt í Fylgiriti Læknablaösins sem út kemur upp úr 20.
desember. í Fylgiritinu birtist ennfremur endanleg dagskrá ráðstefnunnar meö tímasetningu
allra erinda. Flytjendur fá send bréf meö tímasetningu. Formleg kynning á veggspjöldum fer
fram á þriðjudeginum frá kl. 10.40 til 12.30.
Ftáðstefnusalir: Ráðstefnan fer fram í stofum 101,201 og 202 í Odda.
Skráning: Nauðsynlegt er aö skrá þátttöku fyrirfram. Birna Þórðardóttir Læknablaöinu
annast skráningu: s. 564 4104, bréfsími 564 4106; netfang: birna@icemed.is og er hún
jafnframt starfsmaöur ráöstefnunnar.
Þátttökugjald: Almennt gjald er kr. 2000, fyrir stúdenta kr. 500, innifalið er kaffi meðan á
ráöstefnu stendur. Þátttökugjald greiöist á ráöstefnustaö. Ekki verður unnt aö taka viö
geiðslu meö kortum en í Odda er staðsettur hraöbanki.
Veggspjöld: Þátttakendur sem kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum geta hengt þau upp
miðvikudaginn 30. desember frá kl. 13.00-15.00 og eru þeir hvattir til aö nýta sér þann
möguleika.
Rafræn kynning: Þau sem óska eftir aö kynna erindi sín meö aöstoö tölvu hafi samband
viö starfsmann, Birnu Þórðardóttur.
Verðlaun: Björn Bjarnason menntamálaráöherra mun slíta ráöstefnunni og afhenda verö-
laun vísindanefndar.
Vísindanefnd læknadeildar skipa
Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöö HÍ, Keldum, s. 567 4700
Elías Ólafsson taugalækningadeild Landspítalans, s. 560 1660
Hrafn Tulinius Krabbameinsfélagi íslands, s. 562 1414
Jens Guðmundsson kvennadeild Landspítalans, s. 560 1000
Reynir Arngrímsson læknadeild HÍ, s. 587 6216
Læknar!
Sendið blaðinu upplýsingar um ráðstefnur og fundi
sem til stendur að halda og þið viljið vekja athygli
kolleganna á.