Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 118

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 118
1014 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 * Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Islands að gefnu tilefni „Gagnagrunnsmálið stefnir í höfn“ er yfir- skrift greinar, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. nóvembersl. Höfundur grein- arinnar er Högni Óskarsson læknir, ráðgjafi Is- lenskrar erfðagreiningar. Greinarhöfundur seg- ir að umræðan um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hafi farið hjaðnandi eftir að framhaldsaðalfundur Læknafélags íslands ályktaði um málið 2. þessa mánaðar. Nokkru síðar í greininni segir: „Læknafélag breytir um stefnu. I ályktun L.í. er sett fram sú skoðun að frekari umfjöll- unar sé þörf um persónuvernd, samþykki sjúk- linga, eftirlit með nýtingu gagnagrunnsins og aðgengi annarra vísindamanna. Vill félagið fresta afgreiðslu þar til þessum atriðum hafa verið gerð skil. í þessu felst breyting á fyrri stefnu þar sem L.I. lagðist gegn hugmyndinni um miðlægan gagnagrunn“. Hér fer greinarhöfundur með rangt mál og túlkar stefnu Læknafélags íslands í þessu mik- ilvæga máli með þeim hætti að stjórn félagsins telur nauðsynlegt að gera formlegar athuga- semdir. 1. Það er rangt að Læknafélag íslands hafi áður lagst gegn hugmyndinni um miðlægan gagnagrunn. I umsögn um júlíútgáfu frum- varpsins, sem samþykkt var á stjórnarfundi þann 9. september 1998 segir: „Samhljóða niðurstaða nefndarinnar og stjórnar L.I. er sú að hafna frumvarpsdrögunum eins og þau eru í dag þar eð hvergi nærri hefur f þeim eða greinargerð fylgt með nægilega vönduð umfjöllun um mikilvæg atriði“. 2. Stjórn L.I. samþykkti á fundi sínum 27. október 1998 ályktun þar sem segir meðal annars: „I frumvarpi Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins til laga um gagna- grunn á heilbrigðissviði er mörkuð sú stefna að heimila gerð miðlægs gagnagrunns. Aður en Alþingi tekur svo afdrifaríka ákvörðun telur stjóm L.í. nauðsynlegt að fram fari ítarleg úttekt á notagildi og öryggi þeirra dreifðu gagnagrunna, sem hafa verið byggð- ir upp og sem ráðuneytið taldi fyrir einu ári að ætti að efla. Ennfremur verður að liggja fyrir að hvaða leyti miðlægur gagnagrunnur nýtist betur við úrvinnslu gagna og hversu mikið öryggisáhætta eykst með uppsetningu hans en sú áhætta kemur til viðbótar áhættu við starfrækslu dreifðra gagnagrunna. Stjórn L.í. telur að þá aðeins komi til greina að heimila starfrækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði að ineð grunninum opnist nýjar og mikilvægar leiðir til nýtingar heil- brigðisupplýsinga, sem ekki eru mögulegar með notkun dreifðra gagnagrunna án þess að öryggissjónarmiðum sé varpað fyrir róða". 3. Ályktun aðalfundar Læknafélags íslands: „Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í Kópavogi 2. nóvember 1998 telur fyrirliggj- andi frumvarp um gagnagrunna á heilbrigð- issviði óásættanlegt. Grundvallaratriðum um persónuvernd, samþykki sjúklinga, eftirlit með nýtingu gagnagrunnsins og takmarkað aðgengi annárra vísindamanna er ábótavant og þurfa frekari umfjöllun. Ekki hefur verið skoðað hvort frekari þróun og uppbygging á dreifðum gagnagrunnum geti uppfyllt vís- indaleg markmið miðlægs grunns. Aðalfund- urinn telur því að fresta beri afgreiðslu frum- varpsins þar til þessum atriðum hafa verið gerð fullnægjandi skil. Aðalfundurinn fellst á álit stjórnar Læknafé- lags íslands um frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði, dagsett 27. október 1998“. Af framansögðu má vera ljóst að Læknafé- lag íslands hefur ekki breytt um stefnu varð- andi afstöðu til gagnagrunnsfrumvarpsins eins og ráðgjafi íslenskrar erfðagreiningar heldur fram í grein sinni, enda hafa ekki enn verið gerðar á því þær breytingar að þær réttlæti breytta stefnu af hálfu Læknafélagsins. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu meðal lækna, líkt og annarra landsmanna, á umræddu frumvarpi. Læknum er málið sérstaklega skylt, þar sem gögn þau sem ráðgert er að safna í miðlægan gagnagrunn eru að langmestu leyti til orðin í starfi lækna og þeir eru bundnir eið- staf um þagmælsku og trúnað við sjúklinga sína. Stjórn Læknafélags Islands telur nauðsyn- legt að árétta afstöðu félagsins í þessu mikil- væga máli svo að allir landsmenn viti að sú af- staða er skýr. Stjórn Læknafélags Islands 27. nóvember 1998 Guðmundur Bjömsson, Jón Snædal, Amór Víkingsson, Sigurbjörn Sveinsson, Birgir Jóhannsson, Eyþór Björgvinsson, Katrín Fjeldsted, Sigurður Bjömsson, Sigurður K. Pétursson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.