Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Síða 17
Real Madrid komst í annað sæt- ið í spænsku deildinni með því að leggja UEFA meistarana í Sevilla 3- 2 á heimavelli í frábærum fótbolta- leik sem bauð upp á allt sem góður fótboltaleikur getur boðið. Spenna, drama og mikið af umdeildum atvik- um sem hægt er að ræða langt fram í næstu viku. Það voru gestirnir í Sevilla sem náðu forustu með marki ítalans Enzo Maresca með góðu skoti. Fa- bio Capello setti Guti inná í stað Raúl og fóru hjólin þá að snúast fyrir leik- menn Real. Hann sannaði ágæti sitt með því að leggja upp þrjú mörk á 24. mínút- um. Fyrst fyrir Ruud van Nistelrooy svo fyrir Robinho og að lokum aftur fyrir van Nistelrooy. Brasilíumaðurinn Robinho fagn- aði marki sínu með því að fara úr treyjunni og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Luis Fa- biano og Aitor Ocio leikmenn Sevilla fóru sömu leið. Javier Chevanton minnkaði svo munin undir lokin en lengra kom- ust gestirnir ekki og landaði því Real þremur mikilvægum stigum. Þeir eru nú tveimur stigum á eft- ir Barcelona í öðru sæti deildarinn- ar. Sevilla féll niður um eitt sæti í það þriðja og eru með tveggja stiga for- ustu á Valencia þegar fimm leikjum er ólókið í Spánar sparki. „Þessi úrslit gera okkur enn beitt- ari að vinna titilinn,“ sagði yfirmaður íþróttamála hjá Real Predrag Mija- tovic. „Við erum að spila góðan fót- bolta á þessu mikilvæga stigi deild- arinnar og þó það verði ekki auðvelt er ég viss um að við náum þessum tveimur stigum af Barcelona.“ Barcelona fór til Sociedad og tók þar á móti heimamönnum í Real. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Barca en kom inná eftir að Andres Iniesta meiddist og lék á miðjunni. Iniesta og kamerúninn Samuel Eto‘o skoruðu mörk Barcelona sem fagnaði 2-0 sigri. Mark Eto´o var sér- lega glæsilegt. Ronaldinho gaf þá ótrúlega sendingu á Eto´o sem hlóp af sér varnarmann og skoraði auð- velt mark. Sociedad eru nú þrem- ur stigum frá öruggu sæti í deild- inni og virðist tíminn vera að hlaupa frá þeim. Valencia heldur áfram að narta í hælana á toppliðunum en liðið lagði Deportivo La Coruna á laugardag 2-1. Fyrrum leikmaður Newcastle Hugo Viana skoraði fyrsta mark leiksins en Sebastian Taborda jafnaði fyrir heimamenn í Depor. David Silva tryggði svo Valencia sigurinn með snotru marki eftir góð- an undirbúning frá Miguel Angulo. Fallbaráttan harðnar enn Í fallbaráttunni vann Levante 2- 0 sigur á botnliði Gimnastic. Cesar Nevas kom Levante yfir á 28. mínútu og Riga Mustapha bætti öðru marki við skömmu fyrir leikhlé. Levante er nú þremur stigum frá fallsvæðinu en Gimnastic virðist dæmt til að falla. Celta frá Vigo er enn í fallsæti en liðið lagði Villareal 1-0. Jose Enrique skoraði eina mark leiksins á 68. mín- útu. Celta er með 30 stig, þremur stigum á eftir Athletico Bilbao. 10 menn frá Espanyol unnu sætan sigur á Atletico Madrid 2-1 á ólimpíuvellinum í Barcelona. Moha skoraði fyrsta markið á 10. mínutu en þeir misstu Ito af velli þegar klukku- tími var liðin. Walter Pandian skor- aði annað mark heimamann þegar stundarfjórðungur var eftir en Búlg- arinn Martin Petrov minnkaði mun- inn í uppbótartíma. Getafé heldur enn í von um að komast í Evrópukeppni en liðið lagði Real Betis þökk sé mörkum Daniel Guiza og Francisco Casquero. Real Mallorca skoraði þrjú mörk á móti Osasuna. Fernando Varela, Jon- as Gutierrez og Bosko Jankovic skor- uðu mörk heimamanna en Raul Gar- cia minnkaði muninn. Leikir Real Zaragoza - Racing Santander og Recreativo - Athletic Bilbao enduðu markalausir. DV Sport mánudagur 7. maí 2007 17 Úrslit helgarinnar spænska úrvalsdeildin Bayer Leverkusen - Bielefeld 1 - 2 Wichniarek 19 Barbarez 30 Kamper 83 Hertha Berlin - Werder Bremen 1-4 Rosenberg 19, Rosenberg 50, Diego 59, Gilberto 61 Rosenberg 82 M’gladbach - Bayern Munich 1-1 Makaay 12 Kluge 52 Frankfurt - Aachen 4-0 Huggel 3 Vasovski 30 Takahara 57 Kohler 80 Hamburg - Bochum 0-3 Gekas 60, Grote 66 Misimovic 80 Schalke - Nuremberg 1-0 Kuranyi 64 VfB Stuttgart - Mainz 2-0 Fernando Meira 26 Hilbert 65 Wolfsburg - Dortmund 0-2 0-1, Smolarek 13 0-2 Valdez 90 staðan Lið L U J T M S Schalke 32 20 5 7 51:29 65 Stuttgart 32 19 7 6 56:34 64 W.Bremen 32 19 6 7 73:38 63 Bayern M. 32 16 6 10 47:38 54 Nurnberg 32 10 15 7 40:30 45 Leverk. 32 13 6 13 49:46 45 Hannover 32 12 8 12 40:44 44 Bochum 32 12 6 14 45:47 42 Dortm. 32 11 8 13 38:41 41 Hertha 32 11 8 13 46:51 41 Cottbus 32 11 8 13 37:44 41 Hamb. 32 8 15 9 37:37 39 Bielef. 32 10 9 13 43:46 39 Frankf. 32 8 13 11 43:55 37 Wolfsb. 32 8 12 12 35:41 36 Aachen 32 9 6 17 44:64 33 Mainz 32 7 10 15 29:52 31 Gladba. 32 6 8 18 23:39 26 Monaco - Olympique Marseille 1-2 Jeremy Menez (12) Franck Ribery (45), Mamadou Niang (84pen) St Etienne - Lille 2-1 Matt Moussilou (30,61) Kevin Mirallas (59) Auxerre - Troyes 1-0 Ireneusz Jelen (82) Nancy - Nice 3-0 Marc-Antoine Fortune (29), Benjamin Gavanon (31pen), Kim (39) Sedan - Lorient 3-1 Nicolas Marin (45+1), Stephane Noro (75),Gregory Pujol (88) Nabil Taider (41) Sochaux - Valenciennes 1-0 Anthony Le Tallec (88) Le Mans -Nantes 1-1 Daisuke Matsui (27) Claudiu Keserue (90+3) Lens - Toulouse 2-0 Seydou Keita (84), Daniel Cousin (89pen) Rennes - Bordeaux 0-0 Paris St Germain - Lyon 1-1 Edouard Cisse (47)Juninho Pernambu- cano (90+4) staða efstu liða Lið L U J T M S Lyon 35 22 9 4 58:25 75 Lens 35 15 11 9 47:35 56 Bordeaux 35 16 8 11 37:30 56 Marseille 35 16 7 12 48:36 55 Toulouse 36 15 8 13 41:41 53 Rennes 35 13 13 9 31:26 52 Sochaux 35 13 12 10 41:42 51 St.Etienne 35 14 7 14 51:46 49 Auxerre 35 11 15 9 35:37 48 Lille 35 12 10 13 41:39 46 Lorient 35 11 13 11 30:34 46 Nancy 35 12 10 13 31:38 46 Monaco 35 11 12 12 41:36 45 Le Mans 35 10 14 11 40:42 44 París SG 36 10 13 13 39:40 43 Valenci 35 10 9 16 33:44 39 Nice 35 8 14 13 30:37 38 Troyes 35 8 11 16 33:50 35 Sedan 35 7 13 15 44:54 34 Nantes 35 6 13 16 27:46 31 *Þrjár umferðir eru eftir og verður Nantes að vinna alla leikina til að bjarga sér frá falli. Rangers komst í Meistaradeildina Kris Boyd skoraði fyrsta mark leiksins, sitt hundraðasta mark í skosku deildinni, með góðu skoti sem Artur Boruc réði ekki við. Charl- ie Adam bætti öðru marki við þegar hann þrumaði boltanum undir varn- arvegg Celtic-manna úr aukaspyrnu. Walter Smith tók við starfi sem stjóri Rangers eftir að Paul Le Guen sagði af sér og hefur Rangers ekki tapað undir stjórn Smiths. Liðið hefur hlot- ið 72 stig, en grannar þess og erkió- vinir í Celtic eru fyrir löngu orðnir meistarar. Aberdeen er í þriðja sæti með 61 stig og mætir Hearts sem er í fjórða sæti um UEFA-sæti. „Ég hef fengið frábær viðbrögð frá leikmönnum, starfsfólki og stjórn- inni frá því að ég tók við,“ sagði Walt- er Smith glaðbeittur eftir leikinn. „Við höfum ekki tapað leik eftir að ég kom inn, þannig að ef það hefði verið sag- an allt tímabilið værum við kannski ekki í öðru sæti. Markmið okkar er að láta Celtic fá meiri keppni á næsta ári. Okkar markmið sem við höfum haft frá því að ég tók við var að ná þessu öðru sæti sem gæfi rétt til að spila í Meistaradeildinni,“ sagði hinn geðþekki Smith í leikslok. Kollegi hans hjá Celtic, Gordon Strachan, sagði að Rangers hefði átt sigurinn skilið. „Mér fannst Rang- ers vera sterkari aðilinn allan leik- inn. Það spilaði vel en við aftur á móti hræðilega. Það eru leikmenn sem ákveða hvernig þeir vilja senda boltann og fara í tæklingar. Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, við erum vissulega meistarar en við vorum ekki að spila eins og meisturum sæmir í þessum leik.“ Sáttir með stuðninginn Leikmenn glasgow rangers þökkuðu að sjálfsögðu fyrir sig enda hávaðinn á Ibrox með ólíkindum. Glasgow-risarnir, Rangers og Celtic, mættust á laugardag: eVertOn Í eVrÓPU- KePPni franska úrvalsdeildin Real Madrid vann Sevilla með þremur mörkum gegn einu í toppslag Spánarsparks í gær. Barcelona vann einnig sinn leik og því eru þessir fornu fjendur enn á ný að berjast hat- ramri baráttu um spænska meistaratitilinn. Annað markið Samuel Eto´o er hér við það að skora síðara mark Barcelona gegn real Sociedad KlassÍsK barátta real Og barca

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.