Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2007, Blaðsíða 23
Menning Föst í vef köngulóar- innar Arakne Nú stendur yfir sýning Guðrúnar Öyahals í Hliðarsal Gallerís Foldar við Rauðarár- stíg. Listamaðurinn nefnir sýn- inguna Arakne, sem er vísun í gríska goðafræði, en þar segir frá ungri konu með þessu nafni sem þótti afar hæfileikaríkur vefari. Hin herskáa gyðja Aþ- ena breytti henni í könguló og dæmdi hana og alla hennar af- komendur til að hanga í þráðum og vefa fullkominn vef um alla eilífð.Þetta er níunda einkasýn- ing Guðrúnar og að þessu sinni sýnir hún teikningar unnar með lími og blýi auk smáskúlptúra úr postulíni og tvinna og bera verk- in þess merki að listamaðurinn hafi verið fangaður í vef köngu- lóarinnar Arakne. Myndlist fyrir fólk á ferð Um helgina hófst einkasýning Þorvaldar Þorsteinssonar í Jónas Viðar Gallery í Listagili Akureyrar. Á sýningunni eru stór prentverk sérstak- lega unnin fyrir vegfarendur á hraðferð upp eða niður Gilið án þess að þeir eigi á hættu að verða fyrir töfum á ferðum sínum. tónlist tónlist DV Menning mánudagur 7. maí 2007 23 Sjötta hljóðversskífa Bjarkar Guðmundsdóttur kemur út í dag: Volta er komin Nýjasta afurð Bjarkar Guðmunds- dóttur, Volta, kemur út í dag – en hún er sjötta hljóðversskífa hennar og sú fyrsta í þrjú ár. Björk stýrði sjálf upptökum á hljómplötunni en fékk til liðs við sig fjölmarga tón- listarmenn, eins og Antony Hegarty í Antony and the Johnsons sem syngur með henni í tveimur lögum, Timbaland sem vann í töktum sem Björk samdi, Mark Bell oftast kenndan við LFO og trommuleikarana Chris Cors- ano og Brian Chippendale. Chris er tilraunakenndur spunatrommari sem hefur meðal annars unnið með Sonic Youth og Brian er meðlim- ur rokksveitarinnar Lightning Bolt. Björk fékk einnig til liðs við sig afr- ísku tónlistarmennina Toumani Di- abate frá Malí og Konono No. 1, sem heldur tónleika á Listahátíð seinna í þessum mánuði. Tíu kvenna íslensk brasssveit spilar á plötunni sem og hin kínverska Min Xiao-Fen. Björk er nú á viðamiklu tónleikaferðalagi um heiminn sem hófst með tónleikum í Laugardalshöll í síðasta mánuði og hefur til dæmis staðfest komu sína á margar tónlistarhátíðir í sumar, eins og Glastonbury, Werchter og Hró- arskeldu. Volta hefur fengið frábæra einkunn í erlendum tónlistartíma- ritum. Fjóra af fimm mögulegum í breska dagblaðinu The Guardi- an sem og í tímaritunum Uncut og Mojo. Platan fékk svo fullt hús, fimm af fimm, í tímaritinu Attitude. Skoska salsasveitin Salsa Celtica hefur vakið athygli fyrir skemmti- lega samsetta blöndu af ekta salsa, skoskum hálandastefjum og kelt- neskri þjóðlagahefð. Sveitin var stofnuð árið 1995 og lék við mikl- ar vinsældir á börum og klúbbum í Edinborg og Glasgow fyrst um sinn. Sveitin sendi frá sér plötuna Monstruos y Demonios 1997 og hélt í vel heppnaða tónleikaferð um Skotland í kjölfarið. Salsa Celt- ica fór að svo búnu til Kúbu þar sem meðlimirnir drukku í sig salsaáhrif- in í sjálfri vöggu salsatónlistarinn- ar, Havana. Þegar heim var komið gerði sveitin samning við skoska útgáfufyrirtækið Greentrax og gaf út tvær plötur í kjölfarið: The Great Scottish Latin Adventure (2000) og El Agua De La Vida (2003). Vin- sældir hljómsveitarinnar jukust til muna og El Agua De La Vida náði fimmta sæti á evrópska vinsældar- listanum yfir heimstónlist. Um það leyti var platan gefin út í Bandaríkj- unum og við tóku mikil tónleika- ferðalög, sem raunar standa enn því sveitin ferðast nú um allan heim og er meðal annars bókuð í allt sumar á hátíðir í Bretlandi, Þýska- landi og Mexíkó svo dæmi séu tekin – auk Íslands. Salsa Celtica gaf sjálf út sína fjórðu plötu, El Camino, fyr- ir ári síðan og er á fullu um þessar mundir að kynna hana. Hljómsveitin er væntanleg til Íslands í næstu viku því hún leikur á tónlistarhátíðinni Vorblóti sem stendur frá 17. til 19. maí, en sveit- in spilaði á þeirri hátíð í fyrra þegar hún var haldin í fyrsta skipti. Toby Shippey, trompetleikari og for- sprakki sveitarinnar, segist hlakka mikið til að koma til Íslands. „Ég hef komið tvisvar sinnum áður til Íslands, fyrra skiptið var í tengsl- um við norræna kvikmyndahátíð en svo spiluðum við á Vorblótinu í fyrra og skemmtum okkur frábær- lega - ég get hreinlega ekki beðið eftir að koma aftur. En við ætlum að nota tækifærið í þetta skiptið og skoða okkur betur um,“ segir hann. Toby hafði búið til alls kyns tón- list, til dæmis hip-hop, þegar hann heillaðist af latin-tónlist og setti saman hljómsveit sem einbeitti sér að salsa. „Þetta er bara svo ofboðs- lega skemmtileg tónlist að maður sogast bara inn og við urðum alltaf meira og meira heillaðir – fórum til Kúbu og tókum þetta bara alla leið.“ Eitt af einkennum Salsa Celtica er hvernig hún blandar saman kelt- neskri þjóðlagahefð og salsa, með því að notast við þjóðleg hljóðfæri og stef. „Það er mjög rík þjóðlaga- hefð í Edinborg og á sínum tíma voru margir tónlistarmenn að gera tilraunir með að bræða sam- an þjóðlega tónlist, til dæmis kelt- neska og afríska. Við fórum þá leið að blanda saman keltneskri tónlist og salsa með hefðbundnum hljóð- færum eins og fiðlum, banjói og skoskum pípum.“ Slík blanda getur verið viðkvæm og Toby viðurkenn- ir að ekki sé sjálfsagt að hún gangi upp í öllum tilfellum. „Nei, það er alls ekki sjálfgefið að það komi gott út úr slíkri blöndu, en þá skiptir sköpum að starfa með frjóum og hæfileikaríkum tónlistarmönnum sem kunna til verka.“ Tónleikar Salsa Celtica verða á NASA, föstudaginn 18. maí, en nánar má lesa um tónleikana og dagskrá Vorblóts á vefsíðunni vor- blot.is. Á börum Edinborgar varð til undarlegur bræðingur keltneskrar þjóðlagatónlistar og suðræns salsa fyrir rúmum áratug. Toby Shippey, forsprakki Salsa Celtica, segir það skipta sköpum að starfa með frjóum og hæfileikaríkum mönnum þegar slíkar tónlistartilraunir eru gerðar. Hýrnar um hólma og sker Árlegir vortónleikar kvenna- kórsins Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. maí og mið- vikudaginn 9. maí, klukkan 20. Gestur kórsins að þessu sinni er Bergþór Pálsson einsöngvari en á efnisskránni er að vanda fjöl- breytt tónlist. Þar má finna lög eftir Inga T. Lárusson, í tilefni ferðar kórsins til Austurlands seinna í mánuðinum, slagara frá stríðsárunum og dægurlög frá tímum blómabarna 7. áratugs síðustu aldar. Stjórnandi Létt- sveitarinnar er Jóhanna V. Þór- hallsdóttir en undirleik annast þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari kórsins, og Tómas R. Einarsson bassaleikari. Hádegisverð- arfyrirlestur Hádegisfyrirlestur Sagnfræð- ingafélags Íslands verður hald- inn 8. maí kl. 12:05–12:55 í Þjóð- minjasafninu. Fjallað verður um miðlun menningar- arfs. Í frétta- tilkynningu segir að það sé ekki verk- efni stjórn- málamanna eða embættis- manna að gefa út fyrirmæli um það hvernig beri að túlka menn- ingararf Íslendinga þótt þeir geti haft sínar skoðanir eins og allir aðrir. Fyrst og fremst verð- ur þessi túlkun til í fræðasam- félaginu og meðal þjóðarinn- ar sjálfrar. Túlkun og útlegging menningararfsins er í sífelldri breytingu og sköpun, þar sem takast á hefð og endurskoðun, gömul þekking og ný, fastheldni og endurmat. Fyrirlesari er Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Frábærir dómar Volta hefur fengið mjög góða umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið. Toby Shippey Forsprakki og trompetleik- ari Salsa Celtica. FRUMLEGT Keltasalsa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.