Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 2
Þingflokkur Framsóknar hefur gefið Jóni Sigurðssyni, formanni flokksins, umboð til að ræða áframhaldandi stjórnarsamstarf með Sjálfstæð� isflokknum. Þetta var niðurstaða fundar þingflokksins í fyrrakvöld og fór gærdagurinn í að sannfæra bak� land flokksins um að áframhaldandi stjórnarseta sé flokknum fyrir bestu en þegar allt kemur til alls ákvarð� ar miðstjórn flokksins um þátttöku í ríkisstjórn. Ekki hefur verið boðað til miðstjórnarfundar. Flestir þingmenn Framsókn� ar voru strax á þeirri skoðun að besta leiðin fyrir flokkinn væri að vera áfram í stjórn til að geta unn� ið áfram að þeim málum sem kom� in voru í farveg eða stóðu eftir við lok síðasta kjörtímabils. Þó voru ekki allir þingmennirnir sammála þessu heldur töldu sumir betra að flokkurinn færi í stjórnarandstöðu. Vilyrði fékkst þó hjá öllum þing� mönnum við lok fundarins í fyrra� kvöld að halda áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Það var talið afar mikilvægt að allir sem náðu kjöri yrðu því samþykkir þar sem aðeins yrði um eins manns meirihluta að ræða. Ósáttir við opinberun Einars Þrátt fyrir samstöðu þing� mannanna virðist baklandið ekki einhuga um áframhaldandi stjórn� arsamstarf og virðist stór hluti þess hreinlega andsnúinn þeirri hug� mynd. Skýrt dæmi er grein Einars Svein� björnssonar, aðstoðarmanns um� hverfisráðherra, í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir fátt annað fyrir flokkinn að gera en að sleikja sárin í stjórnarandstöðu. Margir sem koma að flokknum með einum eða öðrum hætti virðast sömu skoð� unar. Þessi opinberun á skoðunum Einars lagðist ekki vel í þingflokk Framsóknar sem finnst að flokks� menn eigi ekki að reyna að hafa áhrif á þá stefnu sem valdamenn flokksins vilja. Miðstjórn ræður þátttöku í ríkisstjórn Miðstjórn ákvarðar um þátttöku Framsóknarflokksins í ríkisstjórn hvort sem um er að ræða áfram� haldandi ríkisstjórnarsamstarf eða stjórnarmyndun og segja lög flokks� ins að leggja verði málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf fyrir mið� stjórn. 150 manns eru í miðstjórn flokksins og þykir ljóst að Jón Sig� urðsson, formaður Framsóknar� flokksins, muni ekki leggja málefna� samning fyrir miðstjórnina nema vera þess fullviss að sá samningur verði samþykktur. Jón og hans fólk vinnur því að því núna að hringja í meðlimi mið� stjórnar flokksins og heyra viðbrögð og athuga hvort hugmynd þeirra um áframhaldandi ríkisstjórnarsam� starf fái stuðning. Ef slíkum mál� efnasamningi yrði hafnað væri það mjög slæmt fyrir flokkinn og for� manninn og þá stöðu ætlar Jón að forðast með óformlegri könnun. Landstjórn flokksins situr í mið� stjórn og sér um að boða til mið� stjórnarfundar sem ekki hefur enn verið gert og er ljóst að áður en að því verður þarf að vera eitthvað til að ræða um eins og málefnasamn� ingur Staða formannsins sterkari í stjórn Staða Jóns Sigurðssonar er snúin þar sem hann náði ekki inn á þing og ljóst að staða hans í stjórnarand� stöðu yrði enn veikari en í stjórn. Í stjórnarandstöðu yrði Jón ekki beinn þátttakandi í störfum flokksins á Al� þingi sem er helsti starfsvettvangur flokksins. Um leið yrði hann veikur á formannsstóli og það hugnast sum� um vel en öðrum ekki að sögn við� mælenda blaðsins. Í stjórn yrði staða Jóns mun væn� legri þar sem hann yrði ráðherra utan þings og því formaður með veigamikið hlutverk. Þeir viðmæl� endur sem DV ræddi við eru þó á því að afstaða Jóns mótist ekki út frá því hvað komi honum sjálfum best því hann muni alltaf hafa hagsmuni flokksins að leiðarljósi. Sjálfstæðismenn farnir að efast Hluti þingflokks sjálfstæðis� manna efast um kosti þess að halda áfram stjórnarsamstarfi við Fram� sóknarflokkinn, ekki síst í ljósi þess hversu óákveðnir þeir eru um hvort gott sé að halda áfram samstarfinu eða ekki. Þeir sem fara með völdin í flokkunum eru þó sagðir áhyggju� lausir yfir stöðunni og því hafi þeir gefið Framsókn þann tíma sem þeir þurfa til að komast að niðurstöðu, vitandi að þeir leiti eftir samþykki grasrótarinnar. Sjálfstæðismenn eru algjörlega sannfærðir um að öll áform um �� lista samstarf séu út af borðinu. Það styrkir stöðu sjálfstæðismanna og gerir þeim um leið auðveldara að veita framsóknarmönnum þann tíma sem þeir telja sig þurfa. Framsóknarmenn í innsta hring fengu fregnir af því í gær að sjálf� stæðismenn væru í óformlegum viðræðum við Samfylkinguna en sá orðrómur reyndist ekki á rök� um reistur samkvæmt viðmælend� um DV heldur sé líklegra að Sam� fylkingin sé með þessum sögum að reyna að koma af stað óróa innan Framsóknarflokksins. Bæði Geir H. Haarde, formað� ur Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam� fylkingarinnar, hafa fullt umboð sinna flokka til stjórnarmyndunar. MIÐVIKudagur 16. MaÍ 20072 Fréttir DV Borgarstjóri sakar R-lista um fjármálaóstjórn. Talnabrellur segir oddviti Samfylkingar: Áfellisdómur yfir R-listanum Viðvarandi fjárlagahalli hefur verið á A�hluta �eykjavíkurborgar frá árinu 2002, en til A�hluta telst starfsemi sem fjármögnuð er með skatttekjum, svo sem rekstur málaflokka, eignasjóðs og skipulagssjóðs �eykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í endurskoðunar� skýrslu sem fylgdi ársreikningi borgar� innar frá síðasta ári. Í skýrslunni seg� ir að hallinn sé óásættanlegur þegar litið er til hagstæðs efnahagsástands og í ljósi þess að hlutinn hefur notið arðgreiðslna frá eigin fyrirtækjum. Þá er samanburður á rekstrarniðurstöðu �eykjavíkurborgar við afkomu ann� arra stærri sveitarfélaga óhagstæður. Samkvæmt ársreikningi er niður� staða A�hluta fyrir fjármagnsliði nei� kvæð um þrjá og hálfan milljarð króna og 2,3 milljarða króna eftir fjármagns� liði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg� arstjóri segir niðurstöðuna vera áfell� isdóm fyrir fyrrverandi meirihluta í borgarstjórn. „Þetta kemur mér ekki á óvart, enda hef ég margsinnis bent á veikburða fjármálastjórn fyrri meiri� hluta. Það er í raun sérstakt rannsókn� arefni hvernig fyrri meirihluta tókst í einu mesta góðæri Íslandssögunnar að hækka skatta og skuldir, reka aðalsjóð �eykjavíkurborgar með halla og fæla fólk yfir í önnur sveitarfélög sökum metnaðarleysis í skipulagsmálum.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam� fylkingarinnar í borgarstjórn, sakar sjálfstæðismenn í borgarstjórn um ómerkilegar talnabrellur. „Þetta er mjög merkileg niðurstaða því síðasta haust létu menn endurmeta lífeyris� skuldbindingar og breytingar á þeim inn í rekstrarreikninginn. Þess vegna getur virst að við séum að skila verri rekstrarniðurstöðum en önnur sveit� arfélög. Það voru öll sveitarfélög að gera kjarasamninga á svipuðum nót� um, en núverandi meirihluti hljóp til og lét endurmeta þessar skuldbind� ingar, sem var hvergi gert annars stað� ar. Þessar breytingar hnika áætlunum um 4,6 milljarða og veltir niðurstöð� unni úr því að vera í plús yfir í mínus. Þetta eru talnakúnstir sem stundum er gripið til við meirihlutaskipti og ég hélt að menn ættu að vera hættir að spila svona gamlar lummur,“ segir Dagur. Fá styrk úr ríkissjóði Íslandshreyfingin fær vænt� anlega rúmar tíu milljónir króna í styrk úr ríkissjóði vegna árang� urs flokksins í síðustu þingkosn� ingum. Jón Magnússon, viðskipta� fræðingur hjá fjármálaráðuneyt� inu, segir að allir flokkar sem bjóði fram til þings og fái minnst 2,5 prósent atkvæða hljóti styrk frá ráðuneytinu. Styrkurinn er greiddur út um ári síðar og heildarupphæðin ákvörðuð í fjárlögum. Því er ekki hægt að segja til um að svo stöddu til um nákvæma upphæð sem hver flokkur fær. Þó er ljóst að Íslands� hreyfingin fær styrk þar sem hún fékk 3,3 prósent atkvæða. Heild� arstyrkur sem veittur var vegna síðustu Alþingiskosninga var 310 milljónir og ef miðað er við þá upphæð myndi flokkur Ómars fá rúmar 10 milljónir. Ofan í skurð Eldri maður slasaðist lít� illega þegar jeppi fór út af veg� inum við Biskupstungnabraut í Árnessýslu seinni hluta gær� dags. Jeppinn dró ofhlaðna kerru, byrjaði að rása og lenti ofan í skurði. Ökumaður var einn í bílnum og grunur leik� ur á að hann hafi fengið aðsvif og keyrt út af í kjölfarið. Hlutabréf í nýjum hæðum Hlutabréfavísitalan fór yfir átta þúsund stiga múrinn í gær og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Vísitalan endaði í 8.027 stigum og hefur hækkað um fjórðung frá áramótum. Hlutabréf í Eimskipafélag� inu hækkuðu mest í viðskipt� um í gær, um rúm fjögur pró� sent. Auk þess hækkuðu bréf í Exista og Straumi Burðarás fjárfestingabanka um tvö pró� sent. Einungis tvö fyrirtæki í fimmtán félaga úrvalsvísitölu lækkuðu í gær. Það voru FL Group og Alfesca. Í Hálf fimmfréttum grein� ingardeildar Kaupþings segir að íslenska úrvalsvísitalan hafi hækkað mun meira en aðrar hlutabréfavísitölur á Norður� löndum. Næstmest er hækkun� in í Finnlandi, 13,5 prósent. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Björg vinnur aftur �annsóknarverkefni Bjarg� ar Birgisdóttur, forstöðumanns námsráðgjafar og alþjóðaskrif� stofu Háskólans í �eykjavík, hefur verið valið eitt af fimm bestu Leon� ardo da Vinci verkefnum, „best practice“, á sviði menntunar� og ráðgjafamála í Evrópu. Verkefni Bjargar nefnist „Per� sonal Profile and Support for Learners“. Meginmarkmið þess er að þróa aðferðir til að vinna með einstaklinga í brotthvarfshættu á öllum skólastigum. Þess má geta að SPIDE�WEB, Leonardo da Vinci verkefnið sem Björg stýrði fyrir hönd H� á árunum 2001� 2004, fékk einnig viðurkenningu sem „best practice“ verkefni í Evrópu í Maastricht 2004. Heild� arvelta þessara beggja verkefna nemur um 100 milljónum króna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, kannar afstöðu miðstjórnar flokks- ins þar sem skiptar skoðanir eru um hvort halda beri áfram núverandi stjórnarsam- starfi. Samþykki þingflokksins fyrir því að halda áfram er fengið en miðstjórn ákvarð- ar um þátttöku í ríkisstjórn. HJördíS rut SigurJÓnSdÓttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is JÓN REYNIR AÐ TRYGGJA MEIRIHLUTA Í MIÐSTJÓRN 150 manns eru í mið- stjórn flokksins og þyk- ir ljóst að Jón Sigurðs- son muni ekki leggja málefnasamning fyr- ir miðstjórnina nema vera þess fullviss að sá samningur verði sam- þykktur. Jón Sigurðsson allir þeir sem dV hefur rætt við telja að ákvörðun Jóns muni ekki ráðast af því hvað honum sjálfum sé fyrir bestu heldur á því sem best er fyrir flokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.