Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 10
MIÐVIKudagur 16. MaÍ 200710 Fréttir DV Framsóknarmenn eru klofnir í af- stöðu sinni til áframhaldandi rík- isstjórnarsamstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Útreið flokksins í nýafstöðnum kosningum er sú versta í rúmlega níutíu ára sögu hans. Ágreiningur er meðal flokksmanna nú um stundir, því margir úr grasrót flokks- ins hafa sagst vilja vera í stjórnar- andstöðu á kjör- tímabilinu, á með- an aðrir hafa lýst því yfir að flokk- urinn eigi að taka þátt í næstu ríkis- stjórn. Jón Sigurðsson gaf það í skyn á kosninganótt að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn væri ólíklegt í ljósi útkomu flokksins, en Guðni Ágústs- son varaformaður flokksins, hefur sagt að hann vilji skoða áfram núver- andi ríkisstjórnarsamstarf. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsam- starf á milli flokkanna tveggja eru í gangi, en ljóst er að margir úr grasrót flokksins eru ekki fylgjandi því. Fráleitt að halda áfram Einar Sveinbjörnsson, veð- urfræðingur og stjórnarmaður í miðstjórn Framsóknarflokksins, hefur lýst því afdráttarlaust yfir að flokkurinn eigi ekki heima í næstu ríkisstjórn. „Allar hugmyndir þess efnis að Framsóknarflokkur- inn haldi áfram ríkisstjórnarþátt- töku með Sjálfstæðisflokknum við þessi skilyrði eru fráleitar. Að sama skapi er tal um annars kon- ar stjórnarþátttöku út í hött,“ ritaði Einar í Morgunblaðinu í gær. Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, kosn- ingastjóri ungra framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við DV að hún teldi ekki vit- urlegt að flokkur- inn héldi áfram núverandi stjórn- arsamstarfi. „Það voru of marg- ir lykilmenn í flokknum bún- ir að lýsa því yfir að ef við fengjum ekki allavega fimmtán pró- senta fylgi, þá hefðum við ekkert í ríkisstjórn að gera. Ég tel rétt að við söfnum vopnum í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili, við erum búin að vera lengi í ríkisstjórn og höfum orðið fyrir óvæginni gagnrýni á sama tíma og Sjálfstæðisflokkur hefur fengið allt aðra meðferð.“ Guðjón Ólafur Jónsson, sem féll af þingi í kosningunum, segist standa við yfirlýsingar sínar um að flokkur- inn ætti ekki að sækjast eftir áfram- haldandi ríkisstjórnarsamstarfi ef hann fengi færri en tíu þingmenn. Hann neitar þó að tjá sig um það hvort flokkurinn eigi að vera í stjórn- arandstöðu á næsta kjörtímabili eða leitast við að mynda ríkisstjórn með öðrum flokkum. „Miðað við úrslit kosninganna er ekki beinlínis hægt að segja að þjóðin hafi verið að óska eftir þátttöku okkar í ríkisstjórn. Það er ljóst að flokkurinn hefur beðið skaða á undanförnum árum, en það er erfitt að segja til um hvort það sé vegna samstarfsins við Sjálfstæðis- flokkinn.“ Rökrétt að halda áfram Samúel Örn Erlingsson, nýkjör- inn varaþingmaður flokksins í Suð- vesturkjördæmi, telur rétt að skoða fyrst áframhaldandi ríkisstjórnar- samstarf. „Mér finnst mjög rökrétt að skoða vel alla fleti á áframhald- andi samstarfi, stjórnin hélt velli og við keyrðum okkar baráttu á því að halda áfram. Hins vegar, ef sá mögu- leiki kemur upp að menn telji að þetta samstarfi gangi ekki, þá er rétt að ræða aðra möguleika.“ Guðni Ágústsson gaf það sterk- lega í skyn að hann vildi halda sam- starfinu áfram. Guðni sagði við DV í gær að spurningin væri hvort fram- sóknarmenn vildu byggja flokkinn upp með því að halda áfram miklum og stórum verkefn- um eða vera atkvæðalitl- ir í stjórnar- andstöðu á næsta kjör- tímabili. Gunn- laugur Stefánsson, forseti bæj- arstjórnar á Húsavík, telur rétt að byggja flokk- inn upp utan ríkisstjórnar- innar, þrátt fyr- ir að gengi flokks- ins hafi verið best í hans kjördæmi, þar sem hann fékk þrjá menn kjörna. „Það segir sig sjálft að á hundrað og tíu þúsunda manna íbúasvæði eins og í Reykjavík hefur fólk ekki mikla til- rú á flokknum þegar aðeins rúmlega fjögur þúsund manns kjósa hann. Ég hef þá trú að það sé auðveld- ara fyrir flokkinn að fara í stjórnarandstöðu. Það hlýtur að gerast að flokkurinn missi sitt vinstrafylgi þegar hann er of lengi í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn,“ segir hann. Framsóknarmenn eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort flokkurinn eigi að halda áfram í ríkisstjórn. Marg- ir úr grasrót flokksins telja að hann eigi að byggja sig upp í stjórnarandstöðu, á meðan forystumenn flokks- ins virðast ekki vera sammála um hvað beri að gera. Guðjón Ólafur Jónsson, sem féll út af Alþingi, telur flokkinn ekki eiga erindi í ríkisstjórn eftir að honum tókst ekki að fá tíu þingmenn kjörna. ÁTÖK UM FRAMHALDIÐ ValGeiR ÖRn RaGnaRsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Guðni Ágústsson Vill skoða áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fallinn út af alþingi guðjón Ólafur Jónsson telur flokkinn ekki eiga erindi í næstu ríkisstjórn. nýr varaþing- maður Samúel Örn Erlingsson bendir á að ríkisstjórnin hafi haldið velli og þess vegna beri að skoða áframhaldandi samstarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.