Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Side 13
DV Fréttir miðvikudagur 16. maí 2007 13 Stallone á sterum Gamla kempan Sylvester Stall- one, sem er orðinn svo frægur að það tekur því ekki að segja að hann hafi leikið Rocky og Ram- bo, var nýlega tekinn í ástralska tollinum með ólöglega stera. Hinn sextuga stjarna sagðist fyrir dómi ekki hafa áttað sig á að efnið, sem nefnist Jintropin, væri bannað í Ástralíu og við- urkenndi sekt sína. Hámarks- refsing fyrir slíkan innflutning er tæpar 5 milljónir og fimm ára fangelsi, en líklegt er að Stallone fái einungis peningasekt þar sem málið er lagt fyrir á lægra dómstigi í Ástralíu. Ögra Hjaltlendingum Í annað skiptið á þremur dögum hafa Grænfriðungar truflað hjalt- lenska veiðimenn við þorskveiðar úti fyrir Norður-Hjaltlandi. Græn- friðungarnir beita þeim aðferðum að henda sér útbyrðis í námunda við fiskiskipin til að koma í veg fyrir að þau geti hent út netum og veitt þorsk. Mótmælin eru liður í baráttu Grænfriðunga fyrir al- gerri friðun þorsksins og auknum veiðitakmörkunum í Norður-Atl- antshafi. Sjómenn sögðu í samtali við The Shetland News að aðgerðir Grænfriðunga hefðu verið í sjálfs- morðsstíl og hefðu efalaust misst marks. 1.933 ára fangelsi Spænskur svæfingalæknir var dæmdur til 1.933 ára fangels- isvistar í gær. Læknirinn sem heitir Juan Maeso var fund- inn sekur um að hafa sýkt 275 sjúklinga sína af lifrarbólgu C, þar af dóu fjórir. Þetta átti sér stað á árunum 1988 til 1997. Maeso er morfínfíkill og stund- aði það að sprauta sjálfan sig með skömmtum ætluðum sjúk- lingum sínum og notaði síðan sömu sprautunál á sjúklingana. Málareksturinn, sem hefur tekið hátt í tvö ár, hefur vakið mikla athygli á Spáni. Heimsþekkta fréttaveitan Reuters gæti misst trúverðugleika: Kanadamenn kaupa Reuters Breska upplýsinga- og frétta- stofan Reuters, sem hefur starf- að í um 150 ár, hefur verið keypt af kanadíska upplýsingafyrirtækinu Thomson fyrir jafnvirði 1.070 millj- arða króna. Sameinuð verða fyrir- tækin stærsta upplýsingaveita fyr- ir fréttir úr heimi viðskiptanna, svo sem gengi hlutabréfa og gjaldmiðla til banka og verðbréfamiðlara. Reut- ers mun áfram starfa sem frétta- veita en samrunanum er aðallega stefnt gegn bandarísku viðskipta- upplýsingaveitunni Bloomberg sem ræður yfir 33 prósenta mark- aðshlutdeild á heimsvísu. Samein- að mun Thomson-Reuters, eins og fyrirtækið mun heita, ráða yfir um 34 prósent viðskiptaupplýsinga- markaðarins auk þess sem forkólf- ar fyrirtækisins gera ráð fyrir sam- einingin spari rúmlega 30 milljarða í rekstrarkostnað á ári. Árleg velta fyrirtækisins verður um 756 millj- arðar og hjá því munu starfa um 49 þúsund starfsmenn. Sameining- in er ekki gengin í gegn því beðið er eftir samþykki samkeppnisyfir- valda. Reuters hefur um áratugabil verið álitin ein virtasta fréttaveita heims og hafa aðrir fjölmiðlar sem lengi hafa treyst á hana, lýst yfir vanþóknun sinni á samrunanum. Robert Peston fréttastjóri viðskipta- sviðs BBC hefur bent á að eignar- hald Reuters, þar sem hver hluthafi má einungis ráða yfir 15 prósentum hlutafjár, hafi hingað til tryggt hlut- leysi fyrirtækisins í fréttaumfjöllun. Með sameiningunni mun ástralska Thomson-fjölskyldan, sem á 70 prósent í Thomson-samsteypunni, eignast 53 prósent í Thomson-Reut- ers og þar með ráðandi hlut. Einn- ig telur Peston að áhersla Thomson á viðskiptaupplýsingar og þjónustu við kauphallir og markaði komi til með að draga úr vægi fréttaumfjöll- unar hins sameinaða fyrirtækis og þar með eyðileggja orðspor Reuters til lengri tíma. STRÍÐ OG ÖRBIRGÐ unni og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkaógn hófst. Sprengjum rigndi yfir Kabúl og á örfáum vik- um höfðu bandaríski herinn og bandamenn hans, sem meðal annars voru Bretar, Hollending- ar, Kanadamenn og Frakkar, að ógleymdu hinu afganska Norð- urbandalagi, hrakið Talibana frá Kabúl og völdum. Í desember var sett á laggirnar bráðabirgðastjórn með Hamid Karzai sem forseta. Karzai var fylgismaður Talibana í upphafi stjórnar þeirra, en sagði skilið við þá árið 1996 og lifði í út- legð í Pakistan þar til hann gerð- ist, ásamt fylgismönnum sínum, bandamaður Bandaríkjamanna gegn Talibönum. Hann var kos- inn forseti Afganistan árið 2004, í fyrstu löglegu þingkosningunum í Afganistan síðan 1973. Óreiða og lítill árangur Þrátt fyrir ýmsar endurbæt- ur eftir að Talibanar hröktust frá völdum, hefur líf Afgana að mörgu leyti ekki breyst mikið. Ópíum- rækt hefur vaxið fiskur um hrygg, en fátækt er mikil og efnahagur landsins er bágur. Margir af vest- rænum bandamönnum Banda- ríkjanna hafa dregið sig til baka og NATO hefur að mestu leyti tekið við eftirliti í landinu. Í suðurhluta landsins hafa styrkur og áhrif Tali- bana aukist og engan veginn sést fyrir endann á þeim átökum sem hafa lagt efnahag og innviði sam- félagsins í rúst. Osama bin Laden hefur ekki verið handtekinn og er talið að hann haldi sig í Norður- Afganistan ásamt liðsmönnum al Kaída. Afganistan er enn, sem fyrr, land þar sem spilltir embætt- ismenn geta náð fram vilja sínum með óvönduðum meðulum, land þar sem líf íbúa hefur ekki breyst mikið til batnaðar. Heimildarmynd styrkir grun um að KLM hafi hjálpað nasistum: KLM rannsakar þátt sinn í flótta nasista Ný hollensk heimildarmynd hef- ur ýtt undir grunsemdir um að flug- félagið KLM hafi átt þátt í brottflutn- ingi nasista til Argentínu undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Flug- félagið, sem nú er í eigu Air France, hafði áður lýst því yfir að engar sann- anir hefðu fundist í gögnum félagsins sem gætu staðfest flutning á nasist- um, en hefur þó aldrei fullyrt að slíkt hafi ekki gerst. Adolf Eichmann, sem skipulagði útrýmingu gyðinga, og Jo- sef Mengele, sem hefur verið nefnd- ur engill dauðans, sluppu ásamt fjölda nasista til Suður-Ameríku. Hollensk stjórnvöld hafa um ára- tugabil þurft að þola sögur um að hafa átt þátt í brottflutningi á gyð- ingum, sígaunum og samkynhneigð- um enda sannanir fundist fyrir því og sögurnar mýmargar. Nýverið viður- kenndi hollenska ríkislestafyrirtækið að hafa tekið þátt í að flytja þúsund- ir gyð- inga í útrýming- arbúðir nas- ista og nú hefur þrýstingur aukist á KLM um að gera hreint fyrir sínum dyrum. Flestir nasistanna sem flúðu til Suður-Ameríku komust þang- að með því að ferðast í gegnum hið hlutlausa Sviss á fölsuðum vega- bréfum eða jafnvel án vegabréfa. Kvikmyndagerðarmennirnir segjast byggja rannsóknir sínar á skjölum sem fundust í Sviss, Bandaríkjun- um, Argentínu og Hollandi og telja það sannað að KLM hafi aðstoðað nasista við að flýja með fyrrgreind- um aðferðum. Talsmaður KLM sagði í samtali við The Scotsman að fyrir- tækið tæki þessar ásakanir alvarlega og ef fyrirtækið gæfi sig út fyrir að vera ábyrgðarfullt þyrfti það að geta axlað ábyrgð á gerðum sínum í for- tíðinni. Talsmaðurinn benti einnig á að KLM væri í viðræðum við einka- aðila til að setja af stað sjálfstæða rannsókn á hinum meintu flutning- um. Josef Mengele Engill dauðans flúði til Suður-ameríku en ekki er vitað hvernig. Reuters skiptir um hendur Samþjöppun í eignarhaldi veldur fjölmiðlum sem treyst hafa á fréttaflutning reuters áhyggjum. Afganistan n Stærð: 652.000 ferkílómetrar n Forseti: Hamid karzai, 2004– n Sjálfstæði: 1919 frá Bretlandi n Fólksfjöldi: 31.500.000 n Höfuðborg: kabúl n Trúarbrögð: 99% múslímar Höfuðborgin Kabúl uppbygging kabúl gengur hægt. Norðurbandalagið Hermenn Norðurbandalagsins voru bandamenn vestrænna herja. Erfitt líf Lífsbaráttan er hörð í afganistan Talibanar innleiddu mjög stranga út- færslu af íslamskri trú, sem var hvergi tíðkuð í hinum múslímska heimi. Kon- um var bannað að stunda vinnu, stúlk- um var meinuð menntun og boð og bönn og höft einkenndu stjórnarfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.