Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 20
Menning miðvikudagur 16. maí 200720 Menning DV HELGI Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-ball- ettsins, hefur sett saman sýn- ingu sérstaklega fyrir Íslend- inga sem byggir eingöngu á ballettum sem hann hefur samið fyrir flokkinn. Hér er um að ræða mörg glæsilegustu verk Helga; meðal annars Concerto Grosso, 7 for eight, Blue rose og The Fifth Season og ber sýning- in einfaldlega nafnið HELGI. Þetta eru allt verk sem sýna afburðahæfni fremstu dansara hópsins. Uppselt er á frumsýn- ingu í dag, en sýnt er á hverjum degi út vikuna. Endurkoma Konfúsíusarhyggju Á hádegisfundi Heimspekistofnunar á föstudaginn flytur Dr. Chung-ying Cheng fyrirlesturinn: Endurkoma Konfúsíusarhyggju í Kína nútímans. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 225 í aðalbyggingu HÍ kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku. tónleikar ópera Yfir tvær milljónir króna söfnuðust á minningartónleikum um Margréti Jónsdóttur Ljóslifandi styrktartónleikar Aðstandendur tónleikaraðar- innar Ljóslifandi, sem haldin var til minningar um Margréti Jónsdóttur, afhentu á dögunum Ljósinu allan aðgangseyri tónleikanna. Alls seld- ust um 700 miðar og söfnuðust 1.100.000 krónur. Glitnir var bak- hjarl tónleikaraðarinnar og færði Ljósinu jafnháa fjárhæð. Þannig söfnuðust alls yfir tvær milljón- ir í minningu Margrétar, en hún lést úr krabbameini í desember árið 2005. Þann 28. mars síðast- liðinn komu fram í Grensáskirkju þau Diddú, Stefán Hilmarsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Gospel- systur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox Feminae. Mikil aðsókn var á tónleikana og var þétt setið. Sama kvöld rokkuðu hljómsveitirnar Inn- vortis, Rass, Benny Crespo’s Gang og Dr. Spock á NASA og á síðustu tónleikunum í Fríkirkjunni kvöldið eftir léku Múm, Pétur Ben og Ólöf Arnalds. Erna Magnúsdóttir, for- stöðukona Ljóssins, sem er end- urhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og að- standendur þeirra, segir tónleik- ana einstakt framtak. „Við í Ljósinu erum virkilega þakklát. Ljósið er að hjálpa mörgum við að takast á við daglegt líf eftir erfið veikindi. Það er fólk á aldrinum átján ára og upp úr sem kemur í Ljósið og fær and- legan, líkamlegan og félagslegan stuðning. Svona styrkur eflir starf- semina enn frekar og þakka ég tón- leikahöldurum, listamönnum og Glitni fyrir þeirra framlag.“ Árlegt þing óperustjóra Norð- urlandanna og Eystrasaltsríkjanna verður haldið á föstudaginn í Ís- lensku óperunni. Á þingÁrlegt þing óperustjóra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna verður hald- ið á föstudaginn í Íslensku óper- unni. Á þinginu koma saman um 15 manns og munu óperustjórarn- ir bera saman bækur sínar og fjalla meðal annars um aukningu í ný- smíði ópera sem hefur átt sér stað í Evrópu að undanförnu. Óperu- stjórarnir á þinginu koma frá Kon- unglegu dönsku óperunni, Norsku óperunni, Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Gautaborgaróper- unni, Óperunni í Malmö, Óperunni í Umeå, Finnsku þjóðaróperunni, Lettnesku þjóðaróperunni og Eist- nesku þjóðaróperunni. Mikilvægur vettvangur Stefán Baldursson nýskipaður óperustjóri segir samstarf af þessu tagi afar mikilvægt. „Það skiptir mjög miklu máli að fylgjast með því sem er að gerast í nágrannalöndum okkar og til dæmis kanna mögu- leika á samstarfi um ýmsa hluti,“ segir Stefán. Hann segir þema þingsins í ár vera nýsmíði ópera og nýsköpun. „Við munum ræða það sem er að gerast í þeim málum í hverju landi fyrir sig og sjá hvað er hægt að gera sameiginlega.“ Nýjar óperur Í tengslum við þing óperustjóra verður samkoma í Óperudeiglu Ís- lensku óperunnar, sem er vettvang- ur fyrir tilraunastarf og nýsköpun á sviði óperulistarinnar. Samkom- an fer fram í Íslensku óperunni kl. 16.30 á föstudaginn og hefst með kynningu á þremur íslenskum óper- um sem eru í smíðum. Þær eru óp- eran Hel, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sigurðar Nordal, eftir sviðslistahópinn Hr. Níels, Söngv- ar haustsins eftir Hróðmar I. Sigur- björnsson og Hallgrím H. Helgason og Klakahöllin eftir Áskel Másson sem byggir á samnefndri sögu eft- ir Tarjei Vesaas. Bjarni Daníelsson, fráfarandi óperustjóri, segir þá stutt- lega frá verkunum og flutt verða brot úr þeim í einfaldri sviðsetningu. Að loknum kynningunum verða opnar umræður í Deiglunni. Ný óperuhús Mikið hefur verið byggt und- anfarið af nýjum óperuhúsum í Evrópu og nokkrir þátttakendur í þinginu stjórna nýbyggðum óp- eruhúsum. Má þar nefna nýtt óp- eruhús Konunglegu dönsku óp- erunnar og nýtt húsnæði sem er í smíðum fyrir Norsku óperuna og er áætlað að verði opnað í apríl 2008. Ekki er heldur langt síðan Finnska þjóðaróperan flutti í nýtt húsnæði og hið sama gildir um Gautaborg- aróperuna. Stefán segir húsnæð- ismál Íslensku óperunnar í raun vera á byrjunarreit. „Það hefur ver- ið skipuð nefnd um byggingu óp- eruhúss í Kópavogi, en ég hef líka áður nefnt þann kost að flytja óper- ur í nýja tónlistarhúsinu í Reykjavík þótt það sé ekki hugsað sem heimili Íslensku óperunnar. Þannig að það má búast við að húsnæðismálin verði eitthvað rædd á þinginu þótt meginþemað sé nýjar óperur,“ seg- ir Stefán. Norrænir óperustjórar þinga í Reykjavík á föstudaginn. Þar verður meðal annars rætt um ný óperuverk og ný óperuhús. Nýskipaður óperustjóri segir þing sem þessi mjög mikilvæg. Ferill Helga Tómassonar Í tilefni heimsóknar San Francisco-ballettsins á Lista- hátíð í Reykjavík verður í dag opnuð sýning um feril Helga Tómassonar í anddyri Borgar- leikhússins. Á sýningunni er farið yfir allan feril Helga, allt frá því að hann steig sín fyrstu spor á sviði sem kornungur listdansnemi. Sýningin er sam- starfsverkefni Leikminjasafns Íslands, Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem ferli þessa mik- ilhæfa listamanns eru gerð slík skil hér á landi. Kunz á Egils- stöðum Kunz-fjölskyldan skemmtir á Egilsstöðum í dag, en sýn- ing hópsins er hluti af dagskrá Listahátíðar. Á sýningunni má búast við skemmtilegum uppákomum, en í Kunz- fjölskyldunni er fólk sem ferðast um og skemmtir rétt eins og gert var í eina tíð á furðufugla- skemmtunum þar sem gert var grín og sýndar sjónhverfingar. Kunzarar munu gera slíkt hið sama hér á landi og sýna listir sínar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum næstu daga. Nýskipaður óperustjóri Stefán Baldursson telur mjög mikilvægt að óperustjórar í nágrannalöndunum beri saman bækur sínar. Íslenska óperan Húsnæðis- mál ber líklega á góma á þinginu.Óperustjórar þinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.