Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 27
Tyrkland með í Live Earth Istanbúl í Tyrklandi hefur bæst í hóp þeirra borga sem taka þátt í Live Earth- tónleikaröðinni, þann 7. júlí. Eins og margir vita stóð til að Reykjavík yrði í hópi borganna, en sein viðbrögð yfir- valda urðu til þess að ekki var hægt að halda tónleikana hér á landi. Þær borg- ir sem eru nú þegar staðfestar í Live Earth eru London, New York, Sydney, Sjanghæ, Tókýó, Jóhannesarborg, Rio De Janeiro og Hamborg. Tónleikarnir í London munu fara fram á Wembley og koma þar fram Madonna, Bloc Party, Foo Fighters, Razorlight, Keane og Snow Patrol. Kvikmyndir eftir Tinnabókunum Nemendur í Tónlistarskóla FÍH settu upp söngleikinn We Will Rock You í febrúar við svo góðar undir- tektir að ákveðið hefur verið að halda tvær aukasýningar í næstu viku. „Í fyrstu var planið nú bara að hafa tvær sýningar þarna í febrúar en það var nánast húsfyllir á þær svo skóla- stjórinn og fleiri vildu endilega að við settum upp tvær sýningar til við- bótar. Það hittist svo vel á að seinni sýningin er sama dag og skólaslit svo við ljúkum árinu með stæl,“ seg- ir Thelma Hafþórsdóttir, söngnemi á jazzbraut FÍH og þátttakandi í söng- leiknum. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona nemendasýning er sett upp í skólanum en allt gekk svo vel að þeg- ar er farið að huga að sýningunni fyr- ir næsta ár.“ Skemmtileg reynsla Langar og strangar æfingar hófust um leið og búið var að velja í hlut- verk. „Við byrjuðum að æfa í nóvem- ber og allt ferlið í kringum sýninguna er búið að vera þrusu skemmtilegt,“ segir Thelma. „Við fáum líka alveg hrikalega mikla reynslu út úr þessu þar sem við erum að vinna með þekktum og frábærum tónlistar- mönnum við uppsetninguna. Vignir Stefánsson er hljómsveitarstjóri en hann hefur til dæmis spilað í leikrit- inu Footloose og í X-Factor, svo fátt eitt sé nefnt.“ Thelma bætir því einn- ig við að þetta sé eins konar samstarf milli kennara og nemenda. „Hljóm- sveitin sem spilar lögin samanstend- ur af bæði kennurum og nemendum. Guðlaug Dröfn og Kristjana Stefáns- dóttir söngkonur eru listrænir stjórn- endur og raddþjálfarar, en þær eru eins og Vignir kennarar í skólanum.“ Mikill Queen-aðdáandi „Söguþráðurinn er sá sami og í We Will Rock You sem er byggður á lögum hljómsveitarinnar Queen. Það voru meðlimir sveitarinnar sem sömdu söngleikinn á sínum tíma ásamt Ben Elton og heitir söngleik- urinn sama nafni og eitt frægasta lag sveitarinnar,“ segir Thelma. Söng- leikurinn á að gerast árið 3000 þegar búið er að banna alla tónlist. „Þetta fjallar í rauninni um leitina að tón- listinni því að sjálfsögðu er lífið ekk- ert spennandi án tónlistarinnar.“ Thelma segist hafa byrjað að hlusta mik- ið á Queen í kringum sýninguna og vera orðin mikill aðdáandi sveitarinnar í dag. „Ég auglýsi hér með eftir stóru plak- ati með mynd af Freddy Mercury til að hengja upp fyrir ofan rúmið mitt. Maðurinn er algjör snillingur,“ segir Thelma tónlistarunnandi. „Ástæðan fyrir því að við settum upp We Will Rock You frekar en eitthvað annað er aðallega vegna þess að lögin eru æðisleg og það eru nánast jafn marg- ar raddir fyrir stelpur og stráka, sem hentaði okkur vel.“ Aukasýningarnar verða 24. og 25. maí í hátíðarsal skólans í Rauða- gerði. Söngfuglinn Thelma bætir því við að lokum að fyrir áhugasama sé hægt að kynna sér sýninguna nán- ar á heimasíðu nemendafélagsins, nefid.bloggar.is. krista@dv.is Kvikmyndagerðarmennirnir Peter Jackson og Steven Spielberg eru sagð- ir munu leikstýra Tinna-myndum á næstunni. Tinna ættu allir að kannast við úr samnefndum bókum eftir Her- gé. Til stendur að gera þrjár kvikmynd- ir í fullri lengd eftir bókunum og munu Peter Jackson og Steven Spielberg leik- stýra tveimur þeirra, en leikstjóri hefur ekki verið orðaður við þá þriðju. Mynd- irnar verða gerðar með svokallaðri CG tækni, nokkurs konar þrívíddarteikn- un sem til dæmis var notuð í kvik- myndinni The Polar Express. 23 bæk- ur hafa verið gefnar út um Tinna í heildina og hefur enn ekki verið ákveðið hvaða bæk- ur verða kvikmyndaðar. Í við- tali við fagtímaritið Variety segist Peter Jackson lengi hafa viljað gera mynd eftir Tinnabók. „Við vilj- um láta persónurnar líta út eins og alvöru fólk, en þó í anda Hergé,“ segir Peter. Steven Spielberg hef- ur þó einnig tjáð sig um málið: „Við viljum að ævin- týri Tinna lifni við, en okk- ur Peter fannst bara ekki nóg að gera myndirnar með hefð- bundnum hætti, það myndi bara ekki vera í anda þess skáldskaparheims sem Hergé lagði upp með að skapa.“ Spi- elberg hefur lengi verið dáðst að verkum Hergé og tryggði sér kvikmyndaréttinn á Tinna rétt áður en Hergé lést árið 1983. Leikari hefur enn ekki verið orðaður við aðalhlutverkið en hinn ungi Hayden Christen- sen þykir líklegur. Heimildar- mynd um Tyson Leikstjórinn James Toback er um þess- ar mundir að berja saman heimild- armynd um þungaviktarmeistarann fyrrverandi Mike Tyson. Mun myndin aðallega fjalla um sjálfseyðingarhvöt bardagakappans og hvernig honum tókst að glata bæði auðæfum sínum og orðspori. Myndin byggir leikstjórinn á samtölum sínum við Tyson, en und- anfarið hefur hann tekið upp rúmlega 30 klukkustundir af spjalli við hnefalei- kakappann. Lofar Toback því að mynd- in muni hvergi víkja frá sannleikanum og kappinn verði ekki tekinn neinum vettlingatökum. Leikstjórarnir Steven Spielberg og Peter Jackson hyggjast koma Tinna á hvíta tjaldið: Peter Jackson Er mikill aðdáandi Hergé, sem er höfundur Tinna. Steven Spielberg Tryggði sér kvikmynda- réttinn á Tinna fyrir næstum 25 árum. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Á !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STÆRSTA ORRUSTAN ER INNRI BARÁTTAN B.I. 14 ÁRA B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA B.I. 10 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 7 ÁRA B.I. 10 ÁRA B.I. 16 ÁRA FRACTURE kl. 8 - 10.10 IT´S A BOY GIRL THING kl. 6 SPIDERMAN 3 kl. 6 - 9 FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 10.50 SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 5 - 8 - 10.50 PATHFINDER kl. 8 - 10.15 TMNT kl. 4 - 6 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 THE PAINTED VEIL kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 5.50 - 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 6 - 9 INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9 Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett. MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR Nemendur og kennarar við Tónlistarskóla FÍH settu upp söngleikinn We Will Rock You í febrúar. Vegna fjölda áskor- ana var ákveðið að setja upp tvær aukasýningar í hátíðar- sal skólans í næstu viku. ROKKAÐ Í RAUÐAGERÐI Leikhópurinn Góður andi er í leikhópnum. Thelma Hafþórsdóttir Fílar Freddy Mercury.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.