Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 17
Þann 1. júlí mun Magnús Már Jónsson hefja störf hjá KSÍ. Hann mun taka að sér nýtt starf innan sambandsins og starfa við dómara- mál í víðasta skilningi. „Við erum að ganga í dómarasáttmála UEFA og þar eru lagðar miklar skyldur á okk- ur. Það krefst þess að við verðum að fá annan mann til starfa,“ segir Birk- ir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. „Hans verkefni verður að sinna fræðslu- málum dómara og eftirlitsmanna, erlendum samskiptum varðandi dómaramál og eflingu dómarastarfs- ins hér á landi.“ Magnús segist hlakka mjög til þess að taka að sér þetta krefjandi starf en flestir geta tekið undir að þörf er á manni sem sérhæfir sig í málum dómara. „Mitt hlutverk verð- ur að halda utan um öll dómara- málin og þá mun ég koma aðeins inn á mótamálin líka. Það eru gerð- ar miklu meiri kröfur frá UEFA varð- andi dómaramálin sem þýðir að við verðum að vera miklu meira á tán- um og UEFA-væða dómarastéttina eins og gert hefur verið við þjálfar- ana. Samskiptin við evrópska knatt- spyrnusambandið verða því mun meiri,“ segir Magnús. Hann hefur lengi verið í kringum fótboltann hér á landi og hefur því sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í dómaramálum. „Ég var leik- maður á sínum tíma með KR og Vík- ingi í efstu deild. Svo þjálfaði ég og spilaði með Þrótti Neskaupsstað, var tíu ár að þjálfa hjá Fram og síðan var ég hjá Fjölni tvö síðustu árin. Ég er að sjá það núna að ég er orðinn djöfull gamall,“ segir Magnús og hlær. Hann hefur þó ekki verið í dóm- arastarfinu sjálfu af alvöru. „Ég dæmdi aðeins á sínum tíma en það var bara til að fá frítt á leiki. Þá tók maður bara sína tuttugu leiki og sagði það síðan gott,“ segir Magnús. Þarf að efla áhugann Stærsta verkefnið sem bíður Magnúsar er að reyna að auka áhug- ann á dómgæslunni almennt og fá ný andlit til að taka upp flautuna. „Mað- ur á eftir að móta þetta starf mikið sjálfur. Við eigum eftir að fara bet- ur í gegnum þetta hjá KSÍ. Ég mun gera mitt besta til að efla áhuga fyrir þessum ómissandi þætti fótboltans og hlúa að grasrótinni svo við fáum öfluga menn upp. Svo þarf kvenfólk- ið að koma inn í þetta af miklu meira afli en verið hefur. Konurnar eru nánast ekki með í dómgæslunni eins og staðan er núna.“ Það verður því gert átak í dóm- aramálum með tilkomu Magnúsar hjá KSÍ. „Það þarf nýliðun í þetta og hún á að koma í gegnum félögin. Það þarf að auka og efla grasrótina þar. Það þarf að fá miklu fleiri inn í þetta. Fjöldinn er einfaldlega ekki nægilega mikill í dag,“ segir Magnús. Meðal þess sem talað hefur ver- ið um er að yngri dómarar þurfi að fá fleiri krefjandi verkefni. Eins og Kristinn Jakobsson, FIFA-dómari, sagði í viðtali við DV ekki alls fyrir löngu þá öðlast menn ekki reynslu nema með því að fá að dæma. „Ef tal- ið er að dómari hafi traust og getu til að dæma í efstu deild þá finnst mér það ekki spurning að hann eigi að fá tækifæri,“ sagði Kristinn meðal ann- ars. Magnús segir þetta einn þeirra þátta sem þurfi að skoða. „Ég þekki ekki alveg hvernig biðtíminn er núna. Ég er enn ekki tekinn til starfa en þetta er eitthvað sem verður að skoða betur.“ Skemmtilegur hópur Kröfurnar á dómara hafa aldrei verið eins miklar og nú. Dómararn- ir koma betur undirbúnir til leiks nú í sumar en nokkru sinni áður. Flest- ir geta verið sammála um að dóm- gæslan í fyrstu umferð Landsbanka- deildarinnar var góð. „Umgjörðin í kringum dómarana hefur aukist og maður hefur því fínan grunn til að byggja ofan á. Þessi hópur er mjög skemmtilegur. Ég fór með þeim á landsdómararáðstefnuna og þetta er hörkuskemmtilegur hópur og verður hiklaust gaman að vinna með hon- um,“ segir Magnús sem ætlar að láta að sér kveða í þessu nýja starfi. „Ég er ekki kominn í þessa stöðu til að deyja. Ég hlakka til að takast á við þetta og er sannfærður um að þetta verður skemmtilegt starf.“ elvargeir@dv.is DV Sport miðvikudagur 16. maí 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR 65 manna hópur til SvíÞjóðar �� v��um ��í Norðurlandamót unglinga í körfubolta hefst í dag í Svíþjóð. mótið er haldið í bænum Solna, sem er nálægt Stokkhólmi. Það er stór hópur sem heldur til Stokkhólms á vegum kkí eða alls 65 manns. Fjögur lið keppa á mótinu en það eru u18 ára og u16 ára lið karla og kvenna. Hópurinn skiptist í 48 leikmenn, 4 þjálfara, 2 aðstoðar- menn, 2 sjúkraþjálfara, 5 fararstjóra og 4 dómara. Liðin hefja keppni í dag og leikið verður fram á sunnudag. �límumaður féll �� lyfjaprófi dómstóll íþrótta- og ólympíusam- bands íslands hefur úrskurðað Snæ Seljan Þóroddsson glímumann í fjögurra mánaða keppnisbann í keppnum og sýningum á vegum íSí. Sýni sem glímumaðurinn gaf við reglu- bundið lyfjaeftirlit þann 13. janúar síðastliðinn reyndist innihalda hormónalyfið efedrín. Fram kemur í úrskurði dómstólsins að Snær hafi strax gengist við broti sínu en hann hafði raunar áður haft samband við starfsmann lyfjaeftirlits- mála og tjáð honum að hann hefði af kæruleysi tekið inn töflu sem líklega innihéldi efedrín. Hann hafði rætt áhyggjur sínar við lykilmenn innan síns félags og sambands áður en niðurstaða barst til lyfjaeftirlitsins. Wood�at� Samur við Si� Jonathan Woodgate varnarmaður middlesbrough heldur áfram að koma knattspyrnuheiminum á óvart og fór í aðgerð til að fá bót hnémeina sinna. gareth Southgate stjóri Boro staðfesti við heimasíðu liðsins að Woodgate hefði farið í aðgerðina og myndi missa af töluverðu af undirbúningstímabilinu. Eithvað sem hlýtur að koma öllum knattspyrnuáhugamönnum gríðarlega á óvart. prinSinn fé�� tvo l�i�i aganefnd kSí kom saman í gær og úrskurðaði leikmenn í leikbönn. Tveir leikmenn úr Landsbankadeildinni verða í banni í næstu umferð. Sóknarmaðurinn Prince rajcomar úr Breiðabliki hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna fram- komu sinnar í leiknum gegn Fylki. Hann mun því ekki leika með Blikum gegn kr á sunnudaginn og missir einnig af leik gegn keflavík sem verður á fimmtudaginn eftir rúma viku. Árni Thor guðmundsson, varnarmaður ía, fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið gegn FH og missir af leik Skagamanna gegn sínum gömlu félögum í Hk. paul�tic �v�ður �r króatíski varnarmaðurinn dalibor Pauletic hefur leikið sinn síðasta leik fyrir kr en hann er á heimleið. Hann kvaddi kr-inga fyrir leik liðsins gegn keflavík í Landsbanka- deildinni á mánudag. dado, eins og hann er kallaður, kom til kr í júlí 2005 og skoraði hann fjögur mörk í 44 leikjum fyrir félagið. Hann var ekki í áætlunum Teits Þórðarsonar eftir að Pétur marteinsson kom til félagsins. jackie Stewart hrósar nýliðanum lewis hamilton í hástert og sparar ekki stóru orðin: Hamilton er fyrirmynd nýrrar kynslóðar Goðsögnin í Formúlu 1 Jackie Stewart hrósar Lewis Hamilton, öku- manni McLaren, í hástert eftir frá- bæra byrjun stráksins á tímabilinu. Stewart segir að Hamilton geti orðið sigursælasti ökumaður sögunnar. Hamilton, sem er 22 ára, er nýliði og er yngsti ökumaður sögunnar til að leiða keppni ökumanna. Stewart segir að hugarfar Hamiltons hafi sett ný markmið fyrir þá ökumenn sem ætla sér að ná langt. „Lewis er stórkostlegur. Ég held að nafn hans muni enda á spjöld- um sögunnar. Við munum sjá nýja kynslóð af því sem ég kalla vel und- irbúna atvinnuökumenn. Ég held að hann hafi forskot á aðra ökumenn hvað það varðar. Schumacher var þannig en ég er að tala um allan pakkann. Schu- macher var ekki eins góður og hann átti að vera, ekki hvað varðar keyrsl- una, heldur í öllu í kringum þetta. Ég held að Hamilton muni gefa tóninn fyrir nýja kynslóð ökumanna,“ sagði Stewart, sem vann heimsmeistaratit- ilinn þrisvar á ferli sínum, 1969, 1971 og 1973. „Niki Lauda og James Hunt breyttu ásýnd ökumanna. Þeir voru ekki fyrirmyndir. Þeim var alveg sama um allt. Lewis Hamilton gæti orðið fyrirmynd. Það þurfa allir á því að halda,“ bætti Stewart við en Ham- ilton er fyrsti blökkumaðurinn sem keppir í Formúlu 1. Stewart segir að hugarfarið sem McLaren hefur innprentað nýlið- anum muni hjálpa honum að vinna marga titla í framtíðinni. „Árangur í lífinu næst ekki síður utan brautarinnar en innan. Þú get- ur náð árangri á öðrum vígstöðvum en verið lélegur á brautinni. Lewis er ekki þannig. Hann hefur rétta hug- arfarið, keppnisskapið og hæfileika af Guðs náð, en hann er samt að átta sig á að ennþá vantar eitthvað. Þess vegna er hann í verksmiðj- unni, þess vegna er hann nú þeg- ar orðinn vinsælli en margir aðr- ir breskir ökumenn sem hafa unnið heimsmeistaratitilinn. Og hann ger- ir þetta með stíl og auðmýkt,“ sagði Stewart. dagur@dv.is hamilton og Stewart Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, fer fögrum orðum um hinn unga og efnilega Lewis Hamilton, ökumann mcLaren. Bráðlega mun magnús már jónsson taka til starfa við dómaramál hjá Knattspyrnu- sambandi Íslands. Hann á mörg verkefni fyrir höndum í þessu nýja starfi og mun starfa við dómaramál á Íslandi frá öllum hliðum. vel undirbúnir Sífellt meiri kröfur eru gerðar til íslenskra dómara. ÞARF AÐ EFLA GRASRÓTINA Þarft átak magnús már Jónsson á stór verkefni fyrir höndum í nýja starfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.