Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 18
Sevilla fær væntanlega meiri keppni í úrslita-leiknum í ár en í fyrra. Liðið rúllaði yfir Middl- esbrough 4-0 þar sem var spilaður stórbrotinn sóknarfótbolti. Juande Ramos þjálfari Sevilla býst þó við meiri keppni frá Espanyol. „Þetta verður mun erfiðara núna en í fyrra þar sem við erum taldir sigurstranglegri. Auðvitað vonumst við eftir jafnmiklum gæðum og í fyrra og einnig sömu úrslitum. En þeir munu gera okkur lífið leitt, það er ég viss um. Það er alltaf erfitt að vera tal- inn sigurstranglegri í aðeins einum leik. Espanyol hefur verið frábært í keppninni og við vitum að þetta verður erfiður leikur. Það er erfitt að koma með eitthvað nýtt í svona leik. Við höfum oft mæst á knattspyrnu- vellinum og þeir þekkja okkur vel, en eins og liðin spila fótbolta þá býst ég við frábærum leik.“ Espanyol tapaði fyrir Bayern Le- verkusen í vítaspyrnukeppni í úr- slitum árið 1988, 3-2, en þá var spil- að samkvæmt gamla kerfinu. Tveir leikir, heima og að heiman. Espany- ol vann fyrri leikinn 3-0 en klúðraði síðari leiknum og forusta þess hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ramos sagði að tap Espanyol þá gæti hvatt liðið til dáða þrátt fyrir að langur tími sé liðinn. „Ég býst við dýrvitlausum Espanyol-leikmönnum. Þeir voru nálægt því að vinna þennan bikar fyrir nokkrum árum og vilja vænt- anlega hefna fyrir þær ófarir. Þeir hafa spilað við góð lið í keppninni á leið sinni í úrslitin. Þeir hafa lagt ofurkapp á þessa keppni á kostnað deildarinnar og ég er pínu stressað- ur því þessi keppni skiptir þá greini- lega öllu máli. Það sem veitir mér þó hugarró er að leikmenn mínir hafa alltaf staðið sig vel á stóra sviðinu og ég veit að Espanyol þarf að leika gríðarlega vel ætli það að komast í gegnum okkur.“ Sevilla getur unnið þrennuna, er í þriðja sæti í deildinni, í úrslitum spænska konungsbikarsins og í úr- slitum UEFA-bikarsins. Liðið vann UEFA-bikarinn í fyrra og getur end- urtekið leikinn í ár. Síðasta liðið sem varði UEFA-bikarinn var Real Madr- id árið 1986. Keppni sem skiptir miklu fyrir Espanyol Ernesto Valverde þjálfari Espan- yol sagði að tapið 1988 sæti enn í Espanyol. Valverde spilaði fyrri leikinn en ekki þann síðari. „Fyrir Espanyol þá er þessi keppni mjög sérstök. Leikmenn mínir voru alla tíð staðráðnir í að komast í úrslita- leikinn. Ég upplifði að tapa úrslita- leik UEFA-bikarsins og ég veit að þessi keppni hefur alltaf verið hjart- fólgin aðdáendum liðsins. Þetta verður þó ekki eins þar sem að- eins einn leikur er núna. Við vor- um taldir sigurstranglegri eftir fyrri leikinn en kunnum ekki að höndla pressuna sem fylgdi í kjölfarið. Núna byrjar hvorugt liðið 3-0 yfir eða 3-0 undir. Leikurinn byrjar 0-0,“ sagði Valverde greinilega með allt á hreinu. „Það er skiljanlegt að Sevilla sé talið sigurstranglegra. Það er nú- verandi meistari og hefur átt frá- bært tímabil og er enn með í þrem- ur keppnum. En í úrslitaleik byrja allir jafnir. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er ákafi þeirra og taktur- inn í liði þeirra, trú þeirra á sjálfa sig og gríðarlegur hraði í sóknarleikn- um.“ Espanyol komst í UEFA-keppn- ina eftir að liðið lagði Real Zaragoza í spænska konungsbikarnum. Þrátt fyrir það lenti liðið í mikilli fallbar- áttu þar sem það bjargaði sér í síð- ustu umferðinni. „Þetta verður leikur sem mað- ur á að njóta þess að spila,“ sagði markahæsti leikmaður keppninnar, Walter Pandiani. Hann hefur skorað ellefu mörk og verður væntanlega markahæstur. Freddy Kanoute þarf að skora fjögur mörk til að verða markahæstur. „Við þjáðumst mikið á síðasta tímabili vegna hættunn- ar á að falla. Þó voru góðir punktar eins og sigurinn í konungsbikarn- um. Það sem er mikilvægast í þessu öllu saman er að við höfum sýnt að við getum gert vel á móti stórum liðum.“ benni@dv.is miðvikudagur 16. maí 200718 Sport DV © GRAPHIC NEWS Ajax Austria Vín Livorno Maccabi Haifa Benca Werder Bremen Artmedia Sparta Prag Zuite Waregem Fyrsta umferð Riðlakeppni 32. liða úrslit 16. liða úrslit Fjórðungs úrslit Undanúrslit Líkleg byrjunarlið Varamenn: Kameni Chica Coro Ito Luis Garcia Moha Zabaleta Markahæstir Pandiani 11 Luis Garcia 6 Coro 4 Markahæstir Chevanton 4 Kanouté 3 Fabiano 3 Tamudo Rufete Pandiani de la Pena Hurtado Rieira La Cruz Iraizoz Palop Torrejon D. Garcia Jarque Dragutinovic Ocio Navarro Poulsen Alves Marti Adriano Navas Kanouté Fabiano Varamenn: Cobeño Chevanton Kerzhakov Hinkel Maresca Puerta Renato 1 7 22 9 11 23 18 19 21 3 4 1 15 10 12 8 18 6 19 20 2 4 3-1 (h) 1-0 (ú) 3-0 (h) 0-0 (ú) 2-0 (h) 2-0 (h) 4-0 (h) 0-0 (ú) 2-1 (ú) 2-2 (ú) 2-1 (ú) 0-0 (ú) 3-2 (h) 3-0 (h) 4-0 (ú) 0-0 (ú) 2-0 (h) 4-0 (ú) 1-2 (h) 1-0 (h) 3-2 (ú) 2-2 (ú) 2-0 (h) 2-1 (h) 2-0 (ú) 2-2 (h) 2-1 (h) 0-1 (ú) Atromitos Liberec Braga Grasshoppers AZ Alkmaar Steaua Shakhtar Tottenham Osasuna Leiðin til Glasgow Þjálfari: Ernesto Valverde Tejeror Fyrirliði: Raul Tamudo Þjálfari: Juande Ramos Fyrirliði: Javi Navarro SEVILLARCD ESPANYOL Hampden Park, Glasgow Úrslitaleikur UEFA bikarsins Markaleikur fraM undan Eftirsóttur daniel alves leikmaður Sevilla er ofarlega á mörgum óskalistum í evrópskri knattspyrnu. Tveir góðir Walter Pandiani og ivan de la Pena eru lykilmenn í liði Espanyol. Fagnar marki Luis Fabiano framherji Sevilla er frábær með kanute í framlínunni. Vissir þú að: n Frá því að fyrirkomulagi á úrslitaleik uEFa-bikarsins var breytt fyrir níu árum hafa 35 mörk verið skoruð eða rúmlega fjögur í leik. í sjö af níu úrslitaleikjum hefur sigurliðið skorað þrjú mörk eða meira. n Espanyol hefur aðeins einu sinni mætt spænsku liði í Evrópukeppninni. Það var árið 1966 þegar liðið tapaði 2-0 samtals fyrir Barcelona. n Sevilla hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum við lið frá Spáni í Evrópukeppninni, Osasuna í undanúrslit- um 2-0. n Espanyol-menn hafa ekki enn tapað í uEFa-bikarnum. Þeir hafa leikið 14 leiki og unnið 11. Þeir hafa skorað 32 mörk, aðeins fengið á sig níu og haldið hreinu átta sinnum. n Sevilla hefur unnið níu leiki og tapað tveimur af 14 leikjum sem það hefur spilað í keppninni, skorað 27 mörk, fengið á sig 11 og haldið markinu hreinu sjö sinnum. n Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 18:45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.