Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 14
Miklar fjölmiðlahamfarir eru nú nýafstaðnar og landslýður ýmist móður, sár eða í þokkalegri sælu- vímu. Ber aðallega tvennt til sem gera liðna viku svo áhrifamikla og þarf ekki einu sinni að nefna það allt sínu rétta nafni. Mér þykir eitt nokkuð áberandi í ferlinu öllu, hvort sem það snýst um þetta eða hitt. Það er allt þetta fólk sem er stöðugt að tjá sig um atburði og stöðu mála, jafnharðan og hlutirnir gerast. Mér sýnist í fljótu bragði að flest af þessu fólki standi mér ekki svo miklu framar að andlegu atgervi og ályktunar- hæfni að það sé betur fallið en ég til ausa úr visku- brunni sínum um menn og málefni. Það eru nefni- lega ekki fleiri mál á dagskrá en þetta tvennt: Menn og málefni. Ég hef því ákveðið að helga hluta lífs míns slíkri álitsgjöf, því mér hrýs hugur við að vera álitsgjafi í fullu starfi. Héðan í frá verð eins og köttur í kringum heitan graut að reyna að hitta Egil Helgason af tilvilj- un.Þessa dagana spái ég mikið í hvernig ég get komið þeirri eitursnjöllu hugmynd inn í hans hrokkna koll að leita sínkt og heilagt til mín um álit mitt á mönn- um og málefnum, í stað þess að sitja alltaf með sama liðið í kringum sig í settinu. Egill er einn þekktasta 101 týpa höfuðstaðar- ins og því hef ég ákveðið að verja lunganum af tíma mínum í 101 í þeirri von að rekast á Egil. Til að hafa sem mesta yfirferð ætla ég að ríða hjólhesti og vera með KR trefil því ég held að Egill haldi með KR. Ég er meira að segja búinn að þvo á mér hárið ef ég skyldi rekast óvænt á Egil, til dæmis í 105 eða jafnvel 103. Svo ég gefi nú örlítið sýnishorn af væntanlegri álitsgjöf minni skulum við hugsa okkur að þáttar- stjórnandi (þarf ekkert endilega að vera Egill Helga- son) víki talinu að stöðu mála nú að kosningum loknum. Það er mjög líklegt að hann (ekki endilega Egill) nefni umhverfismál til sögunnar og líti til mín og segi: - Hvað finnst þér um umhverfismálin í þeirri stöðu sem nú er komin upp? Ég stilli mig um að brosa og geri mitt ítrasta til að virðast áreiðanlegur, öfgalaus og óhvikanlega stað- fastur, með tæra sýn á aðalatriði hvers máls og hinar stóru línurnar. Ég fer yfir sviðið hratt og örugglega en gæti mín þó á því einfalda mál mitt svo jafnvel hin- ir mest skilningsvana (getur maður sagt hinir skiln- ingsvönustu?) skilji hvert orð og nái upp í hverja mína frjóu hugsun. Ég er hæfilega róttækur og pass- lega íhaldssamur, stuða engan en sting þó ótt og títt á kýlum. Undir lokin kem ég svo að þeirri sýn sem ég tel að undirstriki best mikilvægi mitt sem glöggskyggn álitsgjafi. Ég flétta þessa ofurfrumlegu hugmynd svo haganlega inn í mál mitt að hvorki sést né heyr- ist hvar hvað endar og hvað byrjar. Ég segi eitthvað í þessa áttina: - En þegar kemur að umhverfismálum verðum við auðvitað að horfa á málaflokkinn jafnt í stærsta og smæsta samhenginu. Við Íslendingar vorum að stíga það stóra skref að stofna stærsta þjóðgarð Evr- ópu. Af hverju ekki að stíga skrefinu lengra og stofna smæsta þjóðgarð Evrópu? Og ekki bara Evrópu held- ur alls heimsins? Allir horfa á mig með spurn í augum, sem er frá- bært þegar maður hefur nýlokið við að spyrja knýj- andi spurningar. Egill Helgason (eða bara einhver þáttarstjórnandi) er með augu eins og miðhundur- inn í eldfærum H.C.Andersen. Þá læt ég það falla eins og Rússi sem dúndrar vodkaglasi afturábak inn í logandi arinn. Gerum Ómar Ragnarsson að þjóðgarði! Það sem ég er raun- verulega að meina er að við eigum að gera Ómar Ragnarsson að umboðsmanni náttúru Íslands. Um- boðsmaður barna, Umboðsmaður hestsins... nú er komið að minnsta þjóðgarði heims, Umboðsmanni náttúru Íslands: Ómari Ragnarssyni. Og ég beini spurningunni að þáttarstjórnanda: Hver gæti ver- ið betri? Einn af mínum stærstu kvíðavöldum varðandi náttúru Íslands á allra næstu dögum er að þurfa ítrekað að hjóla Barónstíg til norðurs í þrotlausri leit minni að Agli Helgasyni, eins og hann er búinn að liggja í norðanáttinni að undanförnu, vindstingur- inn sko en ekki Egill Helgason. Veit annars einhver hvar umhverfisráðherra á heima? miðvikudagur 16. maí 200714 Umræða DV Gegn baklandinu Umboðsmaður náttúru Íslands Kjallari ÚtGáfUfélaG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórnarformaðUr: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri oG áByrGðarmaðUr: Sigurjón m. Egilsson fUlltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Átökin innan Framsóknar eru skiljanleg. Þar situr fólk sem hefur komið sér vel fyrir, er kjörið af þjóðinni til starfa á Alþingi og það vill vera í ríkisstjórn. Hefur verið þar lengi og kann vel við. Ekki þarf að ef- ast eitt augnablik um að Guðni Ágústsson kann betur við sig sem ráð- herra en sem óbreyttur stjórnarandstöðuþingmaður. Þannig er með fleiri. Þetta fólk vill helst af öllu halda áfram núverandi ríkisstjórnar- samstarfi. Það er léttasta leiðin og sú öruggasta fyrir þingflokk Fram- sóknarflokksins. Með virkustu félögum í Framsóknarflokknum er fólk sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu árum. Þar ber mest á fólki sem hafði ekki haft uppi hugsjónir eða hugmyndir sem tengdust Framsókn á nokkurn hátt. Sumir eldri framsóknarmenn kalla þetta fólk flokks- tökufólkið. Þar fara fremst Björn Ingi Hrafnsson, Jónína Bjartmarz og fleiri. Í mörgum tilfellum hefur þessu nýja framsóknarfólki tekist vel upp. Sérstaklega Birni Inga. Hann naut samstarfsins við Halldór Ás- grímsson meðan hann var formaður. Fyrir nýrra framsóknarfólkið er mikils virði að flokkurinn verði í stjórnarandstöðu. Þá verður áhlaup- ið á forystuna léttara. Staða Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, verður hreint út sagt afleit verði flokkurinn utan stjórnar. Hann er ekki kjörinn þingmaður og verður því ekki virkur þar sem helsta starfið fer fram, hann verður hvorki á Alþingi né í borgarstjórn. Auðvelt verður að kenna Guðna varaformanni um hrakfarirnar í kosningunum. Hann verður að axla ábyrgð sem varaformaður og þess vegna er trúlegt að gert verði áhlaup á Jón og Guðna verði flokkurinn utan stjórnar. Áður hafa nýliðarnir reynt að ryðja Guðna úr vegi, en án árangurs. Það fólk sem hefur verið í flokknum allan sinn aldur mun verjast og þess vegna er hætta á að til átaka komi verði Framsókn utan stjórnar. Rök þingflokksins eru þau að tveir þriðju kjósenda, frá kosningun- um 2003, hafi kosið flokkinn nú og ætlað honum hlutverk en einn þriðji kjósenda hafi snúið frá flokknum og réttara sé að fara að vilja þeirra sem héldu tryggð við Framsóknarflokkinn en hinna. Í dag kann að ráðast hver afstaða Framsóknar verður og hvort sama ríkisstjórn heldur áfram eða ný verður mynduð. Þá ræðst hvort vilji þingflokksins verður tekinn fram yfir vilja baklandsins. Verði stjórnin áfram er meirihlutinn afar tæpur og við bætist að uppgjör er framund- an innan Framsóknarflokksins. Þar fara hæst þær raddir sem vilja að flokkurinn verði utan stjórnar. Sigurjón M. Egilsson Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór Guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir aUGlýSinGaStjóri: auður Húnfjörð VALGEIR GUÐJÓNSSON tónlistarmaður skrifar „Þá læt ég það falla eins og Rússi sem dúndrar vodka- glasi afturábak inn í logandi arinn. Gerum Ómar Ragnars- son að þjóðgarði!“ Taktík Jóns Framsóknarmenn virtust bíða mikinn ósigur í kosningunum um síðustu helgi en reyndust, eins og oftast áður, lenda á fótunum og til í frekari afrek. Jón Sigurðs- son formaður sagði í fyrstu að litlar líkur væru á stjórnarsamstarfi Framsóknar á nýju kjörtímabili. Ekki virðist alvaran þó hafa verið mikil, held- ur orðin frekar notuð til að gera flokkinn dýrkeyptari í samning- um. Heiftugt samstarf Haldi ríkisstjórnin áfram göngu sinni verður það til þess að lands- menn missa af einhverju eldfim- asta ráðherrap- ari seinni tíma Íslandssögu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðar- son, ráðherraefni Sjálfstæðisflokks- ins, virtust hatast þegar þau voru í borgarstjórn á sama tíma. Hefði ein- hverjum þótt gaman að sjá til þeirra saman á fundum í ríkisstjórn. Símtalið góða Sagt var frá því í gær í þessum kafla að Jónína Bjartmarz um- hverfisráð- herra hefði haft sambandi við ritstjóra Frétta- blaðsins til að stöðva birtingu fréttar um rík- isborgararétt tengdadótt- ur sinnar. Ekki reyndist það alveg sannleikanum samkvæmt. Jónína ræddi málið víst við annan ritstjóra Frétta- blaðsins en þurfti ekki að hafa mikið fyrir að hringja, hún fékk víst upphringinguna sjálf. SandKorn Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00 Mikið úRval af hjólhýSuM verð frá 1.690.000 og húsbílar verð frá 4.990.000 Skoðaðu úrvalið hjá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.