Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 16. maí 200730 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is fimmtudagurmiÐViKudagur Sandkorn Umgjörðin í kringum fótboltann hér á Íslandi hefur sjaldan verið glæsilegri. Styrktaraðilar og Knatt- spyrnusambandið hafa unnið gott starf í því að koma íslensku deildinni á hærri stall. Glamúrinn er orðinn meiri, launin hærri og frægðarsól leikmanna hefur hækk- að. Fótboltinn er kannski ekki alveg eins góður og á Englandi, en ef við bara látum sjá okkur á vellinum, þá getur stemmingin verið frábær. Það getur verið gaman að vera reið- ur, sjá samsæri ríkisstjórnarinnar í hverju horni og hlusta á tímalaust harðlínurokk frá Rage Against The Machine. Þessir uppreisnarsinnar eru komnir aftur og munu væntan- lega ekki fara hljóðlega um. Hljóm- sveitin á að baki fjölmörg frábær lög sem eldast eins og góður Kalis- inihkov-riffill. Nú er bara að vona að þeir heiðri okkur Íslendinga með tónleikahaldi og trylli æsku landsins. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Það er ekkert vit í því að sitja inni í lokuðum bíl og rúnta um Reykjavíkurborg á fallegu vorkvöldi. Það er algjörlega frábært að hjóla um borgina, njóta þess sem fyrir ber og anda að sér ferska loftinu. Borgaryfirvöld hafa síðustu ár stað- ið sig með prýði í lagningu göngu- stíga og er hægt að hjóla nokkurn veginn um alla borg án nokkurra vandkvæða. Aulahrollurinn náði alla leið niður í tær þegar Jón Sigurðsson og Ómar Ragnarsson tóku lagið saman í Kast- ljósi á sunnudag. Sennilega voru þeir hvorugir með ráði, enda lítið búnir að hvíla sig. En það var þó eitt- hvað ótrúlega fallegt og skemmtilegt við þennan atburð, þarna voru sam- ankomnir menn sem eru þrátt fyrir mikinn ágreining ágætis vinir og var íþróttaandinn í hávegum hafð- ur. Baráttan búin og þá fallast allir í faðma og verða vinir á nýjan leik. Alveg eins og það á að vera. Við mælum með... ...rage against the machine ...LandsbanKadeiLdinni ...hjóLreiÐatúr barði í borðið Seinkun á skipan ríkissaksókn- ara hefur valdið nokkrum titringi meðal um- sækjenda og annarra lög- fræðinga. Til stóð að skipað yrði í embætt- ið viku fyrir kosningar en því var frestað um óákveð- inn tíma. Ástæður seinkunar- innar töldu flestir vera að Björn Bjarnason ætlaði að skipa Jón H.B. Snorrason í embættið en hafi ekki viljað gera það fyr- ir kosningar vegna fjaðrafoks sem það myndi valda. Nú tala menn aftur á móti um að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi barið í borðið og mótmælt því að svo umdeildur maður sem Jón H.B. yrði skipaður. Svo er bara að sjá hvort Björn fari eftir orðum Geirs eða gefi honum langt nef, sem talið er mun ólíklegra enda er ráðherrastóll fyrir Björn undir Geir kominn. Kjötkrókur hræðir Útskriftarsýning Listaháskólans er núna í fullum gangi í kartöflu- geymslunum gömlu í Ártúns- brekku. Má þar finna stórglæsi- leg verk úr smiðju ötulla útskriftarnema, en eru flestir gestir sammála um að vídeó- listaverk Ómars Arnar Hauks- sonar tónlistarmanns sé einkar áhugavert . Um er að ræða trailer, eða stiklu, úr kvikmynd sem hef- ur enn ekki verið gerð. Myndin ber heitið Kjötkrókur og er hryll- ingsmynd í svokölluðum splatter- stíl þar sem sjálfur jólasveinn- inn Kjötkrókur er í aðalhlutverki, með krókinn að vopni. Hermir sagan að Ómar ásamt hópi ann- arra sé nú í óða önn að reyna að fá fjármagn til þess að gera kvik- myndina. trabant á myspace Hróður hljómsveitarinnar Trabant eykst jafnt og þétt. Í DV í vikunni kom fram að tónlist sveitar- innar yrði senn gefin út í Bret- landi og er það útgáfufyrirtæki Fatboy Slim sem gefur út. Í kjölfarið heldur svo bandið út að fylgja eftir plötunni. Þá gerðist það einnig í vikunni að Trabant var kynnt sem hljómsveit sem vert væri að athuga á forsíðu myspace.com, einnar stærstu heimasíðu í heimi. Varla skemmir það fyrir komandi vinsældauppbyggingu ytra. 50 spörk í nárann Upptökur á kvikmyndinni Stóra planinu standa nú yfir. Þar fer með aðalhlutverkið Pétur Jó- hann Sigfússon og fleiri góðir eru til hliðar. Til dæmis er þar rapparinn Erpur Eyvindarson. Á dögunum var tekið upp atriði þar sem Erpur átti að sparka í nárann á Pétri, en eitthvað vafðist spark- ið fyrir bæði leikurunum og kvik- myndagerðarmönnunum. Þurfti á endanum að taka sparkið upp 50 sinnum. Grey Pétur Jóhann. ...syngjandi stjórnmáLamönnum Kum ba yah og fleiri gömul og góð sKátalög „Tónleikarnir bera keim af því að í ár fagna skátar um allan heim 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson, for- maður Skátakórsins, en kórinn held- ur árlega vortónleika sína í Grensás- kirkju laugardaginn 19. maí kl. 16. „Í rauninni voru þetta tveir kórar sem störfuðu í kringum 1995 og 1996, annar í Reykjavík og hinn í Hafnar- firði, en við fórum að starfa saman árið 1998. Við miðum fæðingardag kórsins við fyrstu tónleikana sem við héldum sem einn kór, en það var árið 1998. Við höldum því upp á tíu ára af- mælið næsta vetur. Við erum áhuga- mannakór og flestir kórfélaganna, sem eru á aldrinum 30 til 70 ára, hafa starfað í skátahreyfingunni. Aðrir hafa bara viljað slást í hópinn og hafa verið boðnir hjartanlega velkomnir. Við réðum til okkar atvinnutónlist- armann, Margréti Sigurðardóttur, til þess að stjórna kórnum.“ Skátakór- inn fer til Bretlands um verslunar- mannahelgina og mun syngja á móti þar sem um 40 þúsund manns frá 160 löndum ætla að koma saman til að fagna 100 ára afmæli skátahreyf- ingarinnar en hápunktur hátíða- haldanna er Alheimsmót skáta. Vilja varðveita menningararfinn „Við byrjum á því að halda tón- leika í Essex, í nágrenni við mótsstað- inn, síðan skellum við okkur á mótið og verðum þar um verslunarmanna- helgina í glæstum hópi skáta. Ég held að ég fari rétt með það að þetta verði fjölmennasti hópur ungmenna sem fer til útlanda, því þátttakend- ur skaga upp í 500 manns. Íslensku skátarnir eru á aldrinum 14 til 18 ára, með þeim eru fararstjórar og fleiri og svo bætumst við kórfélagar í hópinn. Þetta verður því fjölmennur hópur sem mætir fyrir Íslands hönd.“ Skátakórinn hefur gefið út tvo geisladiska með íslenskum skátalög- um og Sigurður segir hlutverk kórs- ins meðal annars vera það að varð- veita þann íslenska menningararf sem skátalögin eru. „Við viljum tryggja það að skáta- lögin séu til á nótum og helst einnig á geisladiskum. Við erum að spá í það að gefa út þriðja diskinn á næsta ári. Ef við gerum ekkert í málinu þýðir það einfaldlega að þessi lög eigi eftir að týnast og að seinni kynslóðir syngi ekki sömu lögin og voru sungin fyrir þrjátíu árum.“ Dagskráin sem kórinn flytur á Englandi kemur úr ýmsum áttum. „Við ætlum að flytja íslensk lög annars vegar og enska tónlist hins vegar. Svo syngjum við skátalög sem hafa verið útsett fyrir okkur sérstak- lega. Sum skátalög eru sungin um allan heim og flestir kannast við lög eins og Ging gang gullí gullí og Kum ba yah. Svo eru önnur skátalög sem eru rammíslensk og það er einmitt eitt af hlutverkum kórsins að kynna íslensku lögin.“ skátahreyfingin heldur velli í nútímanum Sigurður segir að þátttakan í skátahreyfingunni hafi staðið í stað undanfarin tíu til fimmtán ár þrátt fyrir þá staðreynd að nú standi æsk- unni margt annað til boða. „Þátttakan rokkar svolítið á milli hverfa, stundum er uppsveifla í einu félagi og rólegra í öðru. Það segir sína sögu um vinsældir skátahreyfing- arinnar að um fimm hundruð ung- menni eru á leiðinni til Bretlands og það hlýtur að teljast glæsilegur ár- angur.“ Dagskrá tónleikanna á laugar- daginn samanstendur af íslenskum þjóð- og ættjarðarlögum, ensku létt- meti og íslenskum skátasöngvum. „Auk þess verða gestir hvattir til þátttöku í fjöldasöng við gítarundir- leik og skátar úr Kópum í Kópavogi munu flytja skemmtiatriði. Ég veit ekki hvort þeir ætla að syngja eða flytja stutta leikþætti. En þetta er sú aðferð sem skátarnir nota til þess að kenna krökkunum að koma fram og tala frammi fyrir hópi af fólki. Marg- ur leikarinn hefur hafið ferilinn á þann hátt,“ segir Sigurður að lokum, hress í bragði. Á laugardaginn heldur Skátakórinn sína árlegu tónleika. Í ár eru þeir nokkurs konar upphitun fyrir tónleika sem kórinn heldur á Englandi, á skátamóti sem haldið er í tilefni af 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar. sigurður Viktor úlfarsson, formaður skátakórsins kórinn tekur þátt í alheimsmóti skáta með söng á vör. 4 145 7 7 9 49 12 9 4 7 4 10 7 6 1 6 3 12 74 12 3 194 12 19 7 7 4 7 6 7 12 3 6 2 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.