Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós miðvikudagur 16. maí 2007 25 Ættleiddi dreng Söngkonan Sheryl Crow tilkynnti nýlega að hún hefði ættleitt tveggja vikna gamlan dreng. Drengurinn hlaut nafnið Wyatt í höfuðið á föður söngkonunnar og miðnafnið Steven í höfuðið á bróður hennar. „Við erum núna að njóta þess að vera fjölskylda og taka því rólega,“ tilkynnti Sheryl á heimasíðu sinni. Engar frekari upplýsingar fengust frá söngkonunni fyrir utan það að drengurinn væri fæddur í Bandaríkj- unum. Hefði sótt um skilnað Leikkonan Helena Bonham-Cart- er sagði nýlega í viðtali að hún hefði skilið við eiginmann sinn Tim Burt- on hefði hann ekki ráðið hana í hlut- verk í nýjustu mynd hans Sweeney Todd. „Ég fór að sjálfsögðu í áheyrn- arprufur líkt og fjörutíu aðrar leik- konur en ég hefði orðið brjáluð og jafnvel sótt um skilnað hefði hann valið aðra en mig. Við erum reyndar ekki gift ennþá en ég hefði samt sótt um skilnað,“ segir leikkonan. „Við ræddum þetta ekkert heima við en þegar ég vissi að ég fengi hlutverkið varð ég pínu stressuð yfir því að við værum að fara að vinna saman.“ Örvæntingar- full Victoria Victoria Beckham segist hafa þurft að hegða sér eins og aðþrengd eiginkona til þess að koma sonum sínum í skóla í Los Angeles. Victoria segir að afar erfitt sé að koma börn- um í góða skóla í Bandaríkjunum og að hún hafi þurft að líkja eftir Bree Van De Kamp úr sjónvarpsþáttun- um vinsælu til þess að fá sínu fram. „Ég hef þurft að lofa öllum fjáran- um til þess að koma barninu mínu þarna inn. David mun væntanlega kenna krökkum að spila fótbolta þar. Ég vona bara að kökurnar mínar standist kröfur.“ Leikkonan Cameron Diaz átti rómantíska kvöldstund með sjónhverfingameistaranum Criss Angel á mánudagskvöldið. Sjónarvottar segja þau hafa verið mjög hamingjusöm saman. Það eru engar sjónhverfingar að nýr karlmaður sé kom- inn í líf Cameron Diaz. Sá heppni er einmitt sjónhverfinga- meistarinn og töframaðurinn Criss Angel en parið skellti sér út á lífið í Vegas á mánudagskvöldið. Tvíeykið byrjaði deit- ið á kvöldverði á Bellagio‘s-steikhúsinu og keyrði svo það- an í Rolls Roys-bifreið Angels yfir í Mirage-leikhúsið til að sjá sýningu Cirque du Soleil-hópsins á Bítlaverkinu Love. Að sögn viðstaddra virtust þau skemmta sér vel saman þar sem þau komu skælbrosandi, hönd í hönd, í leikhúsið. „Þau voru að knúsast og hann fékk hana til að hlæja. Þau virtust mjög hamingjusöm,“ sagði sjónarvottur í viðtali við tímarit- ið People. Eftir lokaatriðið héldu þau baksviðs þar sem þau þökk- uðu meðlimum sirkussins fyrir flotta sýningu. Eftir það létu þau sig hverfa út í næturmyrkrið í bílnum hans Criss Angel. Cameron er þó ekki fyrsta leikkonan sem heillast af töfrum sjónhverfingamannsins Angels því leikkonan Minnie Dri- ver var áður kennd við karlinn. DIAZHEILLUÐ AF TÖFRAMANNI Nýjasta línan frá Dior Á mánudag- inn var haldin hin árlega Dior Cruise Collection tískusýning í New York. Meðal gesta á sýningunni voru þokkad- ísirnar Dita Von Teese, Penelope Cruz og Charl- ize Theron. Skrikar fótur Sviðið var hlykkjótt og erfitt, enda skrikaði þessari ungu dömu fótur á þessum óárennilegu hælum. Töskur og fylgihlutir voru áberandi mjög á dior 2008 Cruise Collection sýningunni. Penelope Cruz og Charlize Theron Skemmtu sér konung- lega á sýningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.