Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 22
miðvikudagur 16. maí 200722 Neytendur DV Bílar Forrester fyrir lesbískar mæður Einhverjir „merkustu“ vís- indamenn samtíðarinnar rann- saka og kanna árlaga hvaða bílar höfða best til homma og lesbía. Úr þessu er svo unninn listi sem nefnist -Top Gay cars. Þetta gera vísindamennirn- ir árlega þrátt fyrir að annars konar rannsóknir sýni að hvorki sé fylgni né orsakasamband á milli kynhneigðar fólks og bíla- smekks. Meðal helstu bíla á þess- um lista eru Porche Cayman S sem þykir afar hentugur fyrir homma á framabraut og Subaru Forrester sem þykir bestur fyrir lesbíur með börn og hund. Hægt er að nálgast þennan lista á gaylife.about.com. Audi, Saab og Honda öryggir Tímaritið Forbes birti í fyrra- dag lista yfir öruggustu bíla árs- ins 2007. Fremstir á lista komu bílarnir Audi A4, Saab 9-3 og Honda RL. Við gerð listans var stuðst við nokkra þætti. Í fyrsta lagi einkunnir úr árekstrarpróf- unum, þar sem allir bílarnir fengu hæstu einkunn. Í öðru lagi tíðni meiðsla, sem var lægri en í árekstrum annarra bíla og í þriðja lagi einkunnir sem tímaritið Consumer‘s report gaf bílunum fyrir aksturseiginleika í hættulegum aðstæðum. Chrysler selt Í gær var formlega tilkynnt um að DaimlerChrysler hefði selt 80,1% hlutabréfa í Chrysler fyrir 5,5 milljarða evra. Kaup- andinn er fjárfestingarfélagið Cerberus. Í fréttum af kaupunum kem- ur fram að DaimlerChrystler á áfram 19,9 prósent hlutabréfa. Búist er við því að tækni- og þekkingarsamvinna hald- ist áfram milli Mercedes Benz og Chrysler. En augljóst má telja að hið sameiginlega nafn á samsteypu Benz og Chrysler – DaimlerChrysler verði úr sög- unni og hvort fyrirtæki um sig fái á ný sitt gamla nafn. Óvenjulegt er að lögð sé áhersla á vistvænan akstur í kappakstri. Það var þó raunin í Sparaksturskeppni sem fram fór í gær. Meðal annars voru veitt verðlaun fyrir gott aksturslag. Hátt í fjörutíu bílar tóku þátt í svokallaðri Sparaksturskeppni í gær. Keppnin var með óvenjulegu sniði, því markmið keppenda var ekki eingöngu að aka á sem styst- um tíma. Einnig var litið til þátta á borð við sparneytni og verðlaun veitt fyrir umhverfisvænasta akst- urslagið. Ekinn var hringur sem tók um þrjá tíma. Áður en lagt var af stað voru bílarnir fylltir „upp í topp“ af eldsneyti og að lokum kappaksturs- ins var eyðsla bílsins skoðuð. Allir bílarnir voru nýir og í góðu ástandi, en lögð var áhersla á að ekki væri búið að eiga við þá á neinn hátt. Engin boð og bönn „Þarna mátti finna allar gerðir af bílum, allt frá fólksbílum til of- ursportbíls, og fyrir okkur er fróð- legt að sjá hvernig hægt er að ná eldsneytiseyðslu niður með akst- urslagi,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. „Til er sérstök áætlun frá Evrópusam- bandinu sem kennir ökumönn- um að keyra á sparneytinn máta. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að minnka eldsneytiseyðslu um 15 prósent með því aka á vistvæn- an hátt. Þessu má ná fram einfald- lega með því að gera sér grein fyr- ir því hvernig maður keyrir. Ekki taka of skart af stað með óþarfa rykkjum eða vera alltaf að setja sig í aðstæður þar sem þarf að snögg- hemla. Þetta er fljótt að skila sér í lægri kostnaði auk þess sem þetta fer betur með bílinn. „Um leið og þetta er skemmtileg keppni er þetta líka auglýsing á því hvað hægt er að gera til að ná nið- ur eldsneytiseyðslu ökutækja,“ seg- ir Runólfur. „Þetta er ein leiðin sem hægt er að fara til að ná því mark- miði og við þurfum ekki alltaf boð og bönn til þess að framkvæma eitthvað. Við sem neytendur getum verið jákvæð gagnvart okkar nán- asta umhverfi um leið og við spör- um pening. Það eina sem þarf er að gera sér grein fyrir því hvað það er sem til þarf.“ Ekið var af stað frá Atlantsolíu við Bíldshöfða og tók keppnin um þrjá tíma. Keppnisleiðin var þannig að farið var úr Reykjavík um Mos- fellsheiði og Grafning að Nesjavöll- um og Ljósafossi. Þaðan lá leiðin á Selfoss niður að Eyrarbakka yfir Óseyrarbrú, um Þrengsli og aftur til Reykjavíkur. Akstursleiðin var mjög fjölbreytt og meðal annars ekinn rúmlega 13 kílómetra kafli á mal- arvegi. Heildarvegalengdin var ríf- lega 142 kílómetrar og reyndi veru- lega á ökumenn, hæfni þeirra og þolinmæði í sparakstri. Ekki nóg að fara hægt „Það er ekki nóg fyrir keppend- ur að aka mjög hægt til þess að spara sem mest eldsneyti. Við lít- um svo á að það sé einnig aðför að umferðaröryggi og menn verða að ná ákveðnum tímamörkum, elleg- ar verða þeir fyrir refsingu. Sá sem er meðvitaður í einu og öllu um að fara eftir umferðarlögum er líkleg- ur til þess að vinna keppnina,“ segir Runólfur. Veitt voru verðlaun í flokkum bæði eftir vélarstærð og í heildar- keppni þar sem tekið var með bæði sparneytni og tími keppenda. Í þetta skiptið má segja að atvinnu- mennirnir hafi att kappi því öku- mennirnir voru á vegum bílaum- boðanna og á bílum frá þeim. „Í haust stefnum við að því að leyfa leikmönnum að keppa og þá get- ur fólk komið með bílana sína til að taka þátt og skoðað hvernig gengur að halda eyðslunni niðri. Svo má ekki gleyma því að þetta er fyrst og fremst hugsað sem góð skemmt- un,“ segir Runólfur. Ofurbíll með í keppninni Athygli vakti að einn allra mesti ofurbíll samtímans var mættur til keppni. Það er tryllitækið Ford GT sem búinn er 550 hestafla vél og kemst á 320 km hraða. Vandi öku- mannsins var því ærinn. Bæði að halda sig innan löglegs hraða og eyða sem fæstum lítrum um leið. Þetta er, eftir því sem næst verð- ur komist, í fyrsta sinn sem slíkur bíll tekur þátt í sparaksturskeppni í heiminum, en þessi nýja gerð Ford GT var heimsfrumsýnd á síðasta ári. „Gott aksturslag er tilvalin leið til að spara pening og vera jákvæð- ur gagnvart sínu nánasta umhverfi,“ segir Runólfur að lokum. Verð á notuðum bílum Margir lenda í þeim aðstæðum að vita ekki hvaða verð á að setja upp fyrir bíl sem á að selja. Því er tilvalið að fá hjálp frá óháðum aðila sem segir þér hversu hátt verð er óhætt að biðja um. Gott er að fá viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu, en það er hægt með því að fara á bgs.is. Eins er tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi þegar bíllinn fer í viðgerð og biðja um verðmat á honum í leiðinni. Umhverfisvænn kappakstUr Viðar GuðjónssOn blaðamaður skrifar: vidar@dv.is runólfur ólafsson „Þarna mátti finna allar gerðir af bílum, allt frá fólksbílum til ofursportbíls, og fyrir okkur er fróðlegt að sjá hvernig hægt er að ná eldsneytiseyðslu niður með aksturslagi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.