Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 16
DV mun í sumar velja leikmenn umferðanna í Landsbankadeild karla. Átta lið eiga fulltrúa í liði fyrstu umferðarinnar, Valsmenn eiga þrjá fulltrúa þrátt fyrir að hafa gert jafn- tefli við Fram og Íslandsmeistararnir í FH eiga tvo. Markvörður Bjarni Halldórsson Víkingi: Bjarni stóð sig með miklum ágætum í sín- um fyrsta leik með Víkingi. Hann sýndi oft á tíðum lipra takta í mark- inu og kom í veg fyrir að Víkingar söknuðu Ingvars Kale. Varnarmenn Freyr Bjarnason FH: Freyr er gríð- arlega mikilvægur liði FH eins og sást þegar hann meiddist í fyrra. Leikur nánast alltaf vel og fyrsta umferðin var engin undantekning. Óðinn Árnason Fram: Óðinn skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á móti Val og stoppaði þó nokkrar sóknarlotur liðsins. Líkamlega sterk- ur, fjótur og áræðinn sem á eftir að nýtast Fram-liðinu vel í baráttunni í sumar. Hallgrímur Jónasson Kefla- vík: Það er ekki auðvelt fyrir ungan sveitastrák að spila á KR-vellinum fyrir framan syngjandi áhorfendur og berjast við nokkra af bestu leik- mönnum deildarinnar. Hallgrímur sýndi hvað í hann er spunnið og átti stjörnuleik. Birkir Már Sævarsson Val: Birk- ir var kosinn efnilegasti leikmað- ur deildarinnar í fyrra. Undir hand- leiðslu Willums Þórs Þórssonar eru meiri líkur en minni á að Birkir taki hið erfiða skref frá því að vera efni- legur og í að vera góður. Miðjumenn Arnar Grétarsson Breiðabliki: Prímusmótorinn í liði Blika og var allt í öllu í leik liðsins. Býr yfir góðri sendingargetu og hefur næmt auga fyrir spili. Ef hann spilar vel spilar Breiðablik vel. Bjarni Guðjónsson ÍA: Bjarni fest- ist því miður í miðverðinum í fyrra en reynsla hans á miðjunni kemur til með að vega þungt í ungu liði ÍA. Ótrúlega lunkinn miðjumaður sem skorar mikið af mörkum. Baldur Aðalsteinsson Val: Baldur er í nýju hlutverki hjá Val þessa stundina. Leikur sem djúpur miðju- maður og stóð sig með miklum sóma gegn Fram. Stoppaði ófáar sóknar- lotur Framliðsins og var fljótur að snúa vörn í sókn. Sóknarmenn Matthías Guðmundsson FH: Margir hafa beðið eftir því að Matthí- as spryngi út sem leikmaður. Fór frá Val þar sem hann var staðnaður sem leikmaður og ákvað að ganga til liðs við FH þar sem hann virðist njóta sín vel. Christian Christiansen Fylki: Christian hefur markanef af bestu gerð. Kom mörgum á óvart hvað hann stakk varnarmenn Blika af í leik liðanna en þar sást að hann lætur ekki góð marktækifæri sér úr greipum renna. Helgi Sigurðsson Val: Flestir áttu von á erfiðum leik hjá Helga gegn sínum gömlu félögum í Fram. Helgi sýndi hins vegar að þar fer atvinnu- maður sem leggur sig alltaf 100% fram. Sama á móti hverjum það er. miðvikudagur 16. maí 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Gerrard að Skrifa undir riSaSaMninG Fyrirliði Liverpool Steven gerrard hefur gefið það í skyn að hann sé að fara að skrifa undir nýjan samning. gerrard á enn tvö ár eftir af núgildandi samningi en nýr fjögurra ára samningur þar sem gerrard fær 120 þúsund pund á viku í laun liggur á borðinu. „Samningurinn er á borðinu og ég er alltaf til í að skrifa undir. Ég veit ekki hvenær það verður en um leið og hann verður lagður fyrir framan mig skrifa ég undir,“ sagði gerrard og bætti við að tímabil Liverpool hefði enn á ný verið undir væntingum í deildinni. „Það er ekki hægt að segja annað en að deildin þetta tímabil hafi ekki verið nægilega góð hjá okkur. Þið getið spurt framkvæmdastjórann, mig sjálfan eða hvern sem er í liðinu, allir munu segja það sama. Það voru meiri væntingar til okkar en bara meistaradeildin. auðvitað höfðum við alltaf annað augað á Evrópu því keppnin hefur þjónað okkur vel en við vildum einnig gera vel í deildinni og koma með bikarinn aftur til anfield. með fjárfestingum í sumar og ef liðið þjappar sér saman get ég lofað að við munum veita Chelsea og manchester united harðari keppni að ári,“ sagði gerrard. SiSSoko að fara aðeins meira af Liverpool því Barcelona og Juventus eru sögð hafa áhuga á malíska turninum momo Sissoko sem spilar með liðinu. Sissoko sér fram á að spila lítið á anfield á næsta tímabili þar sem Javier mascherano, Xabi alonso og Steven gerrard hafa eignað sér miðjuna og þá var Liverpool að kaupa fyrirliða Brasilíu undir 20 ára Lucas Pezzini sem spilar einnig á miðjunni. Frank rijkaard þjálfari Barcelona virðist hafa misst traust á Edmilson og sér víst Sissoko fyrir sér sem varaskeifu fyrir rafa marquez. Juventus missti af Torstein Frings sem ákvað að vera áfram hjá Werder Bremen og vill didier deschamps fá Sissoko í staðinn. fifa farið að Skipta Sér af vælið í ensku liðunum sem vilja að stig verði dregin af West Ham virðist engan endi ætla að taka. Nú hefur FiFa ákveðið að koma inn í málið og sagði Sepp Blatter forseti FiFa að þeir ætluðu að skoða þau gögn í málinu sem tengjast Carlos Tevez og Javier mascherano og félagaskiptum þeirra til liðsins. „við munum biðja um gögn um af hverju West Ham fékk sekt en ekki stigafrá- drátt. Ef okkur finnst eitthvað hafi verið gert rangt munum við koma inn í málið,“ sagði Blatter en honum og Eggert magnússyni er vel til vina. Sheffield united er að undirbúa lögsókn á West Ham en ekki er talið mögulegt að Sheffield vinni það mál. Hefðu átt að kaupa Van niStelrooy fyrir lönGu Fyrrverandi hetja real madrid Hugo Sanchez segir að ruud van Nistelrooy eigi skilið að vera markahæstur í spænsku deildinni og að real madrid hefði átt að vera búið að kaupa hann fyrir löngu. Sanchez skoraði 207 mörk í 283 leikjum fyrir real og varð oft markahæstur á Spáni. „Ég sá van Nistelrooy fyrir löngu og sagði þá að þetta væri leikmaður sem myndi henta real madrid. Hann verðskuldar að fá Pichichi-bikarinn (sem markahæsti leikmaður deildarinnar) í lokin. Hann spilar aggresíft og hann er hættulegur hvort sem hann er með eða bolta eða ekki. Fyrsta snerting hans er frábær og skottæknin mögnuð. Hann er einnig góður að klára færin í fyrsta, líkt og ég var í gamla daga,“ sagði Sanchez í léttum dúr. Sam Allardyce hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeild- arliðsins Newcastle United. Hann tekur við starfinu af Glenn Roeder sem sagði af sér á dögunum. Allardyce hætti með Bolton í síð- asta mánuði og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Newcastle. Miklar hræringar hafa verið í stjóra- málum á Englandi síðustu daga. Sven-Göran Eriksson var sterklega orðaður við starfið hjá Newcastle og þá var jafnvel búist við því að Allar- dyce tæki við knattspyrnustjóra- starfinu hjá Manchester City, sem rak Stuart Pearce á þriðjudaginn. Talið er að Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hafi viljað ráða Allardyce strax til að koma í veg fyrir að Manchester City næði í kauða. Shepherd hefur þeg- ar tilkynnt Allardyce að hans starf verði að koma Newcastle aftur á meðal sex efstu liða ensku úrvals- deildarinnar. Bobby Robson fór með Newcastle í Meistaradeild Evrópu á sínum tíma og nú finnst stjórn félagsins að tími sé kominn til að endurtaka það. Newcastle endaði í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og það þótti stjórninni ekki ásættanleg- ur árangur. Fyrsta starf Allardyce verður þó að tryggja veru Michaels Owen hjá lið- inu. En samkvæmt enskum fjölmiðl- um er hann með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frá félaginu fyrir níu milljónir punda, eða rétt rúman 1,1 milljarð króna. Nóg er um vandamál í herbúð- um Newcastle því um síðustu helgi neitaði Charles N‘Zogbia að sætta sig við sæti á bekknum í leik liðsins gegn Watford. Þá neitaði Obafemi Martins að fara með liðinu í um- ræddan leik og hefur verið sakaður um að gera sér upp meiðsli. Það er því erfitt verk sem bíðu Stóra-Sams hjá Newcastle. dagur@dv.is Newcastle hefur ráðið Sam Allardyce til næstu þriggja ára: Stóri-Sam á að laga vandamál Newcastle nýr stjóri newcastle Sams allardyce bíður það erfiða verkefni að leysa innanbúðarvandamál Newcastle. LIÐ FYRSTU UMFERÐAR LANDSBANKADEILDARINNAR Freyr Bjarnason Bjarni Halldórsson Birkir SævarssonHallgrímur Jónasson Baldur Aðalsteinsson Matthías Guðmundsson Helgi Sigurðsson Arnar Grétarsson Óðinn Árnason Bjarni Guðjónsson Christian Christiansen einn fulltrúi keflvíkingar eiga einn fulltrúa í liðinu. Húsvíkinginn Hallgrím Jónasson. eitt mark komið matthías guðmundsson skoraði með skalla á móti ía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.