Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 8
miðvikudagur 16. maí 20078 Fréttir DV „Við gerum það sem þarf,“ segir Paul Watson, formaður og stofnandi umhverfissamtakanna Sea Shep- herd, um komu sína hingað til lands um miðjan júní. Í gær lagði fleyið Farley Mowat upp frá Melbourne í Ástralíu. Áhöfnin er skipuð sjálf- boðaliðum sem allir leggjast ein- dregið gegn hvalveiðum Íslendinga. Paul er ekki á skipinu sem stendur en segist sameinast áhöfninni þegar nær dregur. Skipstjórinn Alex Cornelissen hefur stýrt fleiri mótmælaferðum skipsins, svo sem til Suður-Afríku og Japan. Hættuleg ferð fyrir höndum Umhverfisverndarsinnar sökktu tveimur hvalveiðiskipum þegar þeir komu hingað árið 1986, ásamt því að vinna skemmdarverk á Hvalvinnslu- húsinu í Hvalfirði. Á vefsíðu Sea Shepherd er því haldið fram að það sé vegna þessara tilteknu aðgerða sem Íslendingar hafi ekki veitt hvali í tvo áratugi. Sú ákvörðun Íslendinga að hefja aftur hvalveiðar í vísinda- skyni hefur víða vakið hörð viðbrögð og hvetur Watson almenna borg- ara til að láta í sér heyra. Á vefsíðu Sea Shepherd segir: „Það verður að stoppa þessa glæpamenn! Við eig- um langa, erfiða og hættulega ferð fyrir höndum en við höfum ekki um annað að velja en að leggja í leiðang- ur til að verja hvalina sem Íslending- ar ætla að drepa.“ Hættið að veiða hvali Þegar blaðamaður ræddi við Watson í gær virtist baráttuhugur í honum: „Íslendingar eru að brjóta lög með þessu athæfi sínu. Það er móðgun við aðrar þjóðir að virða al- þjóðasamþykktir að vettugi en fyrst og fremst er auðvitað verið að brjóta á hvölunum.“ Þau skilaboð sem hann vildi koma til ríkisstjórnarinnar eru: „Hættið að veiða hvali!“ Á sínum tíma lýsti Watson yfir ábyrgð á skemmdarverkunum 1986. Tjónið á Hvalvinnslustöðinni nam tugum milljóna króna. Meðal annars var brotist inn í rannsóknarstofu og verksmiðjuhús, auk þess sem ljósa- búnaður og frystitæki voru eyðilögð. Stjórntölvur voru skemmdar að því er virtist með bareflum og skilvindur rifnar úr veggjunum. Engin vakt var við Hvalstöðina og því uppgötvuð- ust skemmdirnar ekki fyrr en næsta morgun. Fyrir ellefu árum kom Watson stuttlega til landsins en var þá fang- elsaður vegna fyrrnefndra aðgerða. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hann sé ekki velkominn aftur til landsins. Dugar olían alla leið? Kristján Hreinsson, formað- ur Hvals hf., vildi lítið tjá sig þegar hann var spurður út í viðbrögð sín við komu Watson: „Flækingar geta flækst um heiminn. Ég get ekkert gert í því,“ segir hann. Kristján, sem einnig var formaður Hvals hf. þeg- ar skemmdarverkin voru unnin á níunda áratugnum, segist efast um að Watson komist inn í landið og að ekki sé tímabært að hafa áhyggjur: „Þau eiga auðvitað eftir að sigla frá Ástralíu. Það verður gaman að vita hvort þau eiga fyrir olíunni alla leið- ina,“ segir Kristján og vísar til þess að Watson stakk af frá ógreiddum olíu- reikningum hér á landi eftir að hafa greitt fyrir olíuna með innistæðu- lausri ávísun. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, tekur í sama streng og Kristján og efast um að Watson láti sjá sig. „Fundur Al- þjóðahvalveiðiráðsins verður settur 28. maí og stendur í fjóra daga. Mér þykir líklegt að Watson sé að reyna að auka athygli á málstað sínum í tengslum við þennan fund.“ Árni bendir á að Watson hafi áður lýst því yfir að hann ætli að koma til Íslands en ekki staðið við orð sín. Sem fyrrverandi starfsmaður Green- peace segir Árni að sér sé vel kunn- ugt um hvernig aðgerðir Sea Shep- herd árið 1986 hafi skemmt fyrir öðrum umhverfisverndarsamtök- um, og jafnvel umræðunni um þessi mál í heild sinni. „Watson er yfirlýst- ur hryðjuverkamaður af íslenskum stjórnvöldum og hann er langt frá því að hafa gert málstaðnum gagn. Þó þykir mér líklegt að hvalveiði- stefna landsins verði endurskoðuð á næstunni en það tengist Watson og félögum hans ekki á neinn hátt.“ Óvíst með aðgerðir Fréttaflutningur af mótmælun- um var ekki sá sami hér og víða er- lendis. Á Íslandi voru aðgerðirn- ar fordæmdar og mál manna að skemmdarfýsn ein hafi stýrt verkum mótmælendanna. Erlendis bar þó á því að þeir væru lofaðir. Gera má ráð fyrir að hið sama verði upp á ten- ingnum nú þar sem hvalveiðar Ís- lendinga hafa verið mikið í sviðsljós- inu um allan heim. Ekki aðeins hafa umhverfisverndarsinnar gagnrýnt þær heldur hafa heilu ríkisstjórnirn- ar lýst yfir andúð sinni. Friðrik Björgvinsson yfirlögreglu- þjónn sagðist fyrst vera að frétta það frá blaðamanni þegar hann hafði samband að Watson myndi sjálfur koma til landsins. „Við verðum að sjá til hvað við gerum þegar nær dregur. Enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið og alveg óvíst hvort ástæða verður til að grípa til aðgerða.“ Frið- rik segist hafa vitað að aðrir meðlim- ir samtakanna væru á leiðinni en lík- lega horfi öðruvísi við ef ljóst er að Paul verði um borð. Hvalfriðunarsinnarnir í Sea Shepherd eru á leið til Íslands til að berjast gegn hvalveiðum. Paul Watson, sem lýsti yfir ábyrgð á því að sökkva hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn 1986, slæst í hópinn áður en skipinu verður siglt inn í íslenska lögsögu. Eng- in viðbrögð hafa verið skipulögð við komu hans. Við gerum það sem þarf Erla HlynsDÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Flækingar geta flækst um heiminn. Ég get ekkert gert í því.“ sokknir hvalveiðibátar við reykjavíkurhöfn Paul Watson og félagar í Sea Shepherd báru ábyrgð á því að Hval 6 og Hval 7 var sökkt í reykjavíkurhöfn árið 1986. Paul Watson Hvalavinurinn í Sea Shepherd ætlar að halda mótmæl- um sínum áfram á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.