Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir miðvikudagur 16. maí 2007 7 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 3500 4000 3 .7 7 3 3 .2 0 7 3 .1 8 6 2 .5 3 5 2 .3 3 0 1 .9 9 8 ATKVÆÐI Á HVERN ÞINGMANN EFTIR KJÖRDÆMUM Suðvestur- kjördæmi Rvk- norður Rvk- suður Suður- kjördæmi N-austur kjördæmi N-vestur- kjördæmi FÆST ATKVÆÐI Á BAK VIÐ HVERN ÞINGMANN FLEST ATKVÆÐI Á BAK VIÐ HVERN ÞINGMANN 1.216 Frjálslyndir í Norðvesturkjör- dæmi (2) guðjón arnar kristjáns- son, kristinn H. gunnarsson 1.733 Sjálfstæðis- menn í Norðvest- urkjördæmi (3) Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra, Einar k. guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra, Einar Oddur kristinsson 1.771 Frjálslynd- ur í Suðurkjör- dæmi (1) grétar mar Jónsson 1.897 Samfylk- ingarmenn í Norðvesturkjör- dæmi (2) guðbjartur Hannesson, karl v. matthíasson 1.909 Framsókn- armenn í Norðvesturkjör- dæmi (3) valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, Birkir Jón Jónsson, Höskuldur Þór Þórhallsson 5.232 vinstri grænn í Suðvesturkjör- dæmi (1) Ögmundur Jónas- son 3.391 Samfylk- ingarmenn í Suðurkjördæmi (2) Björgvin g. Sigurðsson, Lúðvík Bergvins- son 3.362 Framsókn- armaður í Norðvesturkjör- dæmi (1) magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra 3.250 Framsókn- armaður í Suðvesturkjör- dæmi (1) Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra 3.211 Samfylk- ingarmenn í Suðvesturkjör- dæmi (4) gunnar Svavarsson, katrín Júlíusdótt- ir, Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, Árni Páll Árnason GUÐJÓN ARNAR OG KRISTINN ÓDÝRASTIR vert betra nú en fyrir breytingar. „Það er gífurlegur munur á ódýrustu og dýrustu þingmönnun- um. Kosningakerfið var hins vegar töluvert miklu verra áður en síðustu breytingar voru gerðar. Ég tel að lit- ið hafi verið á þær breytingar sem ákveðna málamiðlun til að draga úr mismun vægis en menn vildu halda áfram í ákveðinn mismun. Vonandi er þetta áfangi á langri leið og betra en engar breytingar. Þeir þing- menn sem helst vildu halda í gamla ójafnvægið hafa líklega litið á þetta sem skárri leið en að ganga skrefið til fulls,“ segir Gunnar Helgi. „Nú þýðir þetta kerfi ekki leng- ur verulegt misræmi milli flokkanna en innan þeirra eru þingmenn landsbyggð- arinnar miklu fleiri en þeir ættu að vera. Að ýmsu leyti er það ekki gott, ekki síst í mál- um þar sem skoðanir og hags- munir landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar eru ólíkir. Það á við um marga málaflokka.“ Ólýðræðislegt kerfi Aðspurður telur Baldur núver- andi kerfi hreinlega ólýðræðislegt. Hann segir einu rökréttu leiðina vera að gera landið að einu kjördæmi. „Hundurinn liggur grafinn í því að þorri landsbyggðarþingmanna hef- ur alla tíð viljað viðhalda mis- vægi atkvæða. Þess vegna raðast þetta svona ankannalega,“ segir Baldur. „Besta aðferðin til að jafna allt vægi atkvæða er að gera allt landið að einu kjördæmi. Þannig er tryggt að flokkarnir fá þingmanna- fjölda miðað við atkvæði og misvægi dreifbýlisins gagnvart höfuðborgar- svæðinu er jafnað. Alla síðustu öld og fram til dagsins í dag hafa lands- byggðarþingmenn staðið í vegi fyr- ir því að jafna atkvæðin, með því ná þeir að tryggja sín eigin þingsæti. Þetta er viðvarandi lýðræðishalli sem ekki hefur verið pólitískur vilji til að taka á.“ Gunnar Helgi er sammála. „Lýð- ræðislega eiga öll atkvæði að gilda jafnt, út á það gengur lýðræðið. Hægt sé að taka ýmsar lýðræðisleg- ar ákvarðanir á Alþingi til að styðja landsbyggðina, það er hins vegar ólýðræðislegt að landsbyggðin fái aukinn atkvæðafjölda til að tryggja það.“ „Nú þýðir þetta kerfi ekki lengur verulegt misræmi milli flokkanna en innan þeirra eru þingmenn landsbyggðarinnar miklu fleiri en þeir ættu að vera.“ Dýrasti þingmaður- inn rúmlega fimm þúsund kjósendur í Suðvesturkjördæmi kusu vinstri græn en fengu aðeins einn þingmann í kjördæminu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.