Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 6
miðvikudagur 16. maí 20076 Fréttir DV Misvægi atkvæða milli kjördæma spilar stórt hlutverk í niðurröðun þing- manna. Sökum misvægis hélt ríkis- stjórnin velli og margfaldan at- kvæðamun er að finna að baki þing- manna kjördæm- anna. Að mati stjórnmálaprófess- ora er hér á ferðinni lýðsræðishalli. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ríkisstjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða í öllum kjördæmum væri jafnmikið og enginn þröskuldur um lágmarksfylgi til að fá þingmenn. Stjórnarflokkarnir hefðu þannig fengið 30 þingmenn á móti 33 þing- mönnum stjórnarandstöðunnar. Núgildandi kosningakerfi veldur því að mismörg atkvæði liggja að baki hverjum þingmanni og munur milli kjördæma getur verið þónokkur. Af þessum sökum hélt ríkisstjórnin velli þó svo að hún fengi minnihluta atkvæða, rúm 48 prósent. Sá þingmaður sem þurfti lang- flest atkvæði til að komast á þing er Ögmundur Jónasson, varaformaður Vinstri grænna, en að baki honum eru rúm 5.200 atkvæði í suð-vestur kjördæmi. Til samanburðar komust þrír þing- menn Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi inn á þing á svip- uðum atkvæðafjölda og Ögmundur hlaut. Fimm prósenta þröskuldur, að flokkur fái ekki þingmann nema fá yfir fimm prósent atkvæða, kosn- ingakerfisins hefur einnig áhrif á skiptingu þingmanna. Að því gefnu að sá þröskuldur yrði felldur út og landið gert að einu kjördæmi feng- ist önnur niðurröðun. Íslandshreyf- ingin fengi tvo þingmenn fyrir vikið og Frjálslyndir bættu við sig einum þingmanni. Á móti hefði Sjálfstæð- isflokkur tapað tveimur mönnum og Samfylking einum. Þingmannatala Vinstri grænna og Framsóknarflokks stæði í stað. skortir vilja til breytinga Að meðaltali þurfti Frjáls- lyndi flokkurinn að hafa mest fyrir hverjum þingmanni sínum en að baki hverjum þing- manni flokksins liggja 3.279 atkvæði. Að baki hverjum þingmanni Sjálfstæðisflokksins eru hins vegar fæst atkvæði eða 2.667 á hvern þing- mann. Ódýrustu þing- mennirnir koma úr Norðvesturkjör- dæmi, þeir Guð- jón A. Kristj- ánsson og Kristinn H. Gunnarsson þingmenn Frjálslynda flokksins, með rúm 1.200 atkvæði að baki. Þingmenn Suðvest- urkjördæmis eru aftur á móti þeir dýrustu. Til að koma Ögmundi inn á þing úr Suðvesturkjördæmi þurfti 4,3 sinnum fleiri atkvæði heldur en hvorum um sig Guðjóni og Kristni í Norðvesturkjördæmi. Baldur Þór- hallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir augljósa skekkju í niðurröðun þingmanna milli kjördæmanna. „Megnið af síð- ustu öld fengu flokk- arnir ekki hlut- fallslega rétta þingmannatölu mið- að við atkvæðafjölda. Markmið með núgildandi lögum var að jafna þetta vægi milli flokkanna þannig að þeir fái álíka hlutfall þingmanna og hlut- fall atkvæðanna segir til um,“ seg- ir Baldur. „Að mestu leyti náðist að bæta úr þessu en til staðar er enn ójafnvægi milli höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis. Ekki hefur verið pólit- ískur vilji til að breyta því ójafnvægi.“ Áfangi á langri leið Gunnar Helgi Kristinsson, próf- essor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lítur á síðustu breyt- ingar kosningakerfisins sem ákveðna mála- miðlun til að draga úr misvægi atkvæða. Hann er þeirr- ar skoðunar að kerfið sé tölu- GUÐJÓN ARNAR OG KRISTINN ÓDÝRASTIR Ódýrustu þingmennirnir aðeins 1.216 atkvæði í Norðvesturkjördæmi standa að baki hvorum um sig, guðjóni arnari og kristni. kristinn kemur á þing sem jöfnunar- þingmaður og því nýtast atkvæði flokksins úr öðrum kjördæmum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.