Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 9
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði
í gær kröfu Jóhannesar D. Halldórs-
sonar, fyrrverandi starfsmanns Varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli, um
að fá greidda út launahækkun sem
aldrei voru staðin skil á.
Dómur féll í gær í málinu. Hann
átti að fá greitt samkvæmt úrskurði
Kaupskrárnefndar varnarsvæða frá
desember 2005, samtals 530.925
krónur. Íslenska ríkið var sýknað af
öllum kröfum en hvorum málsaðila
ber að greiða eigin málskostnað.
Furðuleg niðurstaða
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur og Starfsgreinasambandsins,
segist afar ósáttur: „Ég er bara fúll.“
Hann furðar sig á þessari niðurstöðu
þar sem öll vitni önnur en starfs-
mannastjóri hafi talað máli Jóhann-
esar.
Rætur málsins má rekja til skipu-
lagsbreytinga sem fólust í því að til-
tekin verkefni voru flutt frá Slökkviliði
varnarliðsins til Stofnunar verklegra
framkvæmda. Fengu starfsmenn
slökkviliðsins þá nýja starfslýsingu
þar sem ýmis verkefni féllu niður en
önnur bættust við.
Starfsmannahald Varnarliðs-
ins ákvað á sínum tíma að sameina
þungavinnuvéladeild Stofnunar
verklegra framkvæmda og flug-
þjónustudeild Slökkviliðs varnar-
liðsins. Starfsmannahaldið sendi
í kjölfarið starfslýsingu fyrir þessi
nýju störf til Kaupskrárnefndar og
óskaði eftir úrskurði. Til þessa var
vísað í máli Jóhannesar,
en hann gegndi einu
af hinum nýju störf-
um.
Þetta eru vonbrigði
Kristján segir að
starfsmenn hafi verið
kynntir fyrir nýjum yf-
irmönnum, nýrri starf-
semi og nýjum vinnuað-
stæðum. „Vandamálið
er að það var ekki
búið að gera skrif-
legan samning um
þessi störf, þó þetta
sé gert á nákvæm-
lega sama hátt og gert hefur ver-
ið í áratugi. Ráðningin á sér stað en
skrifað er undir síðar. En nú græðir
Varnarliðið á þessu slugsi, eða ríkið
öllu heldur.“
Stefnandi, Jóhannes D. Hall-
dórsson, segir að í gegn um árin
hafi starfsmenn þurft að beygja sig
undir úrskurði Kaupskrárnefndar
og því virðist nú hafa orðið breyt-
ing á: „Þetta eru auðvitað vonbrigði.
Menn eru aldrei sáttir við að tapa.“
Kristján tekur undir þessi orð og
nefnir að oft hafi úrskurður nefnd-
arinnar hreinlega verið til grund-
vallar þegar dómur hafi fallið. Þarna
sé þessu hins vegar öfugt
farið og segist hann
afar undrandi.
„Í raun var þetta
prófmál,“ segir Kristj-
án og bendir á að þess-
ar sömu forsendur
eigi við um annan tug
starfsmanna. Jóhannes
hafi verið trúnaðarmað-
ur þeirra og hann hafi
ákveðið að fara fyrstur
í mál. „Við eigum eft-
ir að skoða hvort við
áfrýjum málinu. Mér
þykja þó meiri líkur
á því en minni.“
DV Fréttir miðvikudagur 16. maí 2007 9
Íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrrverandi
starfsmanns Varnarliðsins um vangreidda launa-
hækkun sem hann átti að fá fyrir einu og hálfu
ári. Hann tapar því hálfri milljón króna. Kristján
Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur, er afar ósáttur við dóminn.
Ríkið gRæðiR
á seinagangi
Erla hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Eftir brottför Varnarliðsins
mörg mál eru enn óleyst. Starfsmenn
hafa enn ekki fengið greidda
launahækkun sem þeir fengu í
desember 2005, fyrir einu og hálfu ári.
„Þetta eru auðvitað
vonbrigði. Menn
eru aldrei sáttir við
að tapa.“
afar ósáttur kristján gunnarsson,
formaður verkalýðs- og sjómannafélags
keflavíkur, furðar sig á niðurstöðunni.
Varmársamtökin leita til úrskurðarnefndar skipulagsmála vegna lagnaframkvæmda:
Mótmælendur tóku sér stöðu
„Fyrir liggur bann við fram-
kvæmdum. Rétt fyrir kosningar lof-
aði bæjarstjórinn að bíða eftir um-
hverfismatinu en engu að síður hafa
þeir verið að stelast í framkvæmdir.
Nú, tveimur dögum eftir kosning-
ar, eru framkvæmdir hafnar á fullu
án þess að umhverfismatið liggi fyr-
ir. Þetta framkvæmir bæjarstjórinn í
skjóli þess að verið sé að leggja lagn-
ir og segir að ekkert leyfi þurfti til,“
segir Guðrún Ólafsdóttir, liðsmaður
Varmársamtakanna.
Fyrirhuguð vegalagning tengi-
brautar úr Helgafellslandi um Ála-
fosskvos að Vesturlandsvegi var
stöðvuð eftir að úrskurðarnefnd
skipulags- og byggingamála taldi
nauðsynlegt að vinna umhverfis-
mat vegna deiliskipulags svæðisins.
Verið er að vinna umhverfisskýrslu
vegna framkvæmdanna og fram-
kvæmdaleyfið afturkallað. Í gær hóf-
ust hins vegar framkvæmdir á svæð-
inu þar sem verktaki hófst handa við
að leggja lagnir meðfram veginum.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjar-
stóri Mosfellsbæjar, veitti heimild
fyrir framkvæmdum.
Ómar Stefánsson, formaður úr-
skurðarnefndar skipulags- og bygg-
inganefndar, segir nefndina fara yfir
málið á næstunni. Fram að því tel-
ur hann ekki nauðsynlegt að stöðva
lagnaframkvæmdirnar. „Bæjarstjór-
inn virðist halda að þarna þurfi ekki
leyfi en samkvæmt lögum þarf leyfi.
Hins vegar eru ýmsar undantekn-
ingar. Menn hafa deildar meiningar
um hvort þurfi leyfi vegna þessa og
nefndin mun gefa álit á því af eða á
hvort framkvæmdin sé leyfisskyld,“
segir Ómar.
Guðrún er mjög svekkt út í bæj-
aryfirvöld Mosfellsbæjar. Hún telur
þau hafa beitt blekkingum fyrir kosn-
ingar. „Á meðan bæjaryfirvöld hafa
verið að blekkja okkur með sam-
starfsvilja þá ryðjast þeir fram á gröf-
unum til framkvæmda. Það er bara
svo greinilegt að beðið var með þetta
fram yfir kosningar og það þykir mér
mjög leiðinlegt,“ segir Guðrún.
trausti@dv.is
Framkvæmdir á fullu
verktakar hófust handa í gær við
lagnaframkvæmdir og bæjarstjóri
telur að ekki þurfi leyfi.
Við geRum það sem þaRf