Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Blaðsíða 26
Fyrir þá sem ekki sáu Goal The Dream Begins fjallaði hún um hinn unga Santiago Munez sem eftir erf- itt líf sem ólöglegur innflytjandi í Los Angeles er uppgötvaður sem knatt- spyrnusnillingur. Hann fer að spila hjá Newcastle og verður stjarna. Í Goal 2 gengur Munez til liðs við Real Madrid í skiptum fyrir Michael Owen og alvaran hefst. Konan býr í Bretlandi og er ósátt, sætar senjórítur á hverju horni, tísku- sýki, göt í eyrun, sportbílar og læti. Þá kemst hann að því að móðir hans býr í Madrid og kynnist hann svo hálfbróð- ur sínum sem er vandræðabarn. Svo þarf hann að fóta sig hjá liðinu sem er á góðri leið með að verða Evrópumeist- ari. Með honum er svo gamli félagi hans úr Newcastle, Gavin Harris, sem er algjörlega grínari myndarinnar. Sag- an í myndinni er stórgölluð, til dæm- is eru persónur kynntar til leiks og hverfa svo og þar að auki er mörgum spurningum ósvarað hvað varðar að- alpersónuna. Þá er mjög erfitt að vor- kenna mönnum sem eiga við einhver velmegunarvandamál að stríða. Til dæmis get ég ekki fundið samúð með manni sem er í ósátt við eiginkonuna, af því að allar konur þrá hann. Styrkur myndarinnar liggur algjörlega í knatt- spyrnu-þætti hennar þar sem fótbolta- áhugmenn fá rúnk ársins. Það er alveg greinilegt að Goal er aðeins gerð til að auka vinsældir knattspyrnu í Banda- ríkjunum og hreinlega undirbúa hinn almenna borgara undir menn eins og David Beckham. Allt Real Madrid-lið- ið er mætt til þess að leika í myndinni, David Beckham er mikið í mynd, en segir hins vegar ekki neitt, Robinho er helmassaður og Tomas Gravesen er töffari. Þá er alveg fáránlegt að í úrslita- leiknum skuli r&b-söngvarinn Nick Cannon leika knattspyrnumann í röð- um Arsenal, með NBA-viðhorf. Fyndið líka að sjá Rutger Hauer leika hollensk- an þjálfara í myndinni. Hann er nefni- lega Hollendingur, en hljómar eins og hann sé frá Wisconsin. Þá er Kuno Becker mun betri í hlutverki sínu sem Santiago þegar hann talar spænsku, mun meira sannfærandi. Goal 2 er skemmtileg mynd, enginn vafi á því. Hins vegar hefur hún aðeins of marga galla til þess að hægt sé að verðlauna hana með stjörnum, en fólk á endilega að sjá hana. Í lok myndarinnar eru gef- in fyrirheit um framhald með orðun- um „to be continued“. Vonandi gerist sú mynd á Heimsmeistaramótinu, þar sem Kuno spilar fyrir lið Mexíkó. nSpútnik spilar á neðri hæðinni á Gauknum. DJ Doddelicius spilar 80‘s og 90‘s á efri hæð. nJosh Groban í Laugardalshöll kl. 20. nDj Kári spilar á Prikinu. nSan Francisco-ballettinn í Borgarleikhúsinu kl. 20. nPeter Parker á Barnum. nBrynjar Már á Sólon. Hvað er að gerast? Miðvikudagur 16. maí Leikur Al Capone Leikarinn Nicholas Cage hefur nú skrifað undir samning þess efnis að fara með hlutverk Al Capone í mynd- inni The Untouchables: Capone Ris- ing. Fyrri myndin, um einn frægasta mafíósa sögunnar, var gerð árið 1987 og ber heitið The Untouchables. Þá var það enginn annar en Robert De Niro sem fór með hlutverk Al Capone en leikstjórinn Brian De Palma sem leikstýrði fyrri myndinni kemur einnig til með að stýra þeirri seinni. Cage og De Palma hafa áður unnið saman þeg- ar De Palma leikstýrði kvikmyndinni Snake Eyes. Áætlað er að tökur á The Untouchables: Capone Rising, hefjist í október. ALVARA GJÁLÍFSINS Fracture frumsýnd Myndin Fracture er frumsýnd í dag í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri. Um er að ræða sálfræði- trylli með þeim Anthony Hopkins og Ryan Gosling. Antony Hopkins leikur mann sem skýtur eiginkonu sína og fangar elskhuga hennar. Gosling leik- ur ungan og metnaðarfullan lögfræð- ing sem tekur að sér málið en ekki er allt sem sýnist. Hopkins er fljótur að finna veikleika Goslings og áður en hann veit af er lögfræðingurinn ungi kominn í hann krappan. Bíódómur Goal 2 livinG the Dream Goal 2 er engin óskars- verðlaunamynd en hún er skemmtileg. Þá held ég að fótboltaáhugamenn verði einfaldlega að sjá hana. Leikstjóri: Jaume Collet-Serra Aðalhlutverk: Kuno Becker, Alessandro Nivola, Anna Friel, Stephen Dillane, Rutger Hauer, Nick Cannon og Frances Barber. Niðurstaða: HHHHH Goal 2 Living The Dream Santiago kemst til Real Madrid og allt breytist. Alvara gjálífsins Það er erfitt að skora þegar konan er fúl. Arthur www.fjandinn.com/arthur hver þarf upphæðin að vera svo þú svíkir þjóð þína... frá framleiðanda matrix, die hard og lethalweapon sumt er ekki hægt að útskýra með vísindum Stærsta orrustan er innri baráttan aldrei hafa tveir karlmenn dansað jafn vel saman! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA hraðskreiðir bílar, súpermódel og partý... þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður? hilary swank StórStjörnur úr real Madrid... / kringlunni / keflavík/ álfabakka / akureyri DigiTal-3D DigiTal SPIDERMAN 3 kl. 8 - 10 B.i. 10 NExt kl. 8 Leyfð GOAL 2 kl 8 -10 B.i. 7 BLADES OF GLORY kl 8 - 10 B.i.12 GOAL 2 kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.7 tHE REAPING kl. 8:10 - 10:20 B.i.16 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 B.i.12 ROBINSON FJ... M/- ÍSL TAL kl. 6 Leyfð 300. kl. 10:20 B.i.16 BREACH kl. 8 B.i.12 MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 Leyfð ROBINSON FJ... M/- ÍSL TAL kl. 4 Leyfð WILD HOGS kl. 8 b.i 7 BECAUSE I SAID SO kl. 6 Leyfð tHE REAPING kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.16 SPIDER MAN 3 kl. 3:30 - 6 - 9 - 10:30 B.i.10 SPIDER MAN 3 VIP kl. 6 - 9 BLADES OF GLORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 SHOOtER kl. 10:30 B.i.16 www.SAMbio.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.