Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Page 6
mánudagur 2. júlí 20076 Fréttir DV Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigð- isráðherra er sá sem ekur um á lang kraftmesta og hraðskreiðasta bílnum af öllum ráðherrunum. Bíllinn hans er eins árs gamall Toyota Lexus fólks- bíll. Bíllinn er hvorki fleiri né færri en 292 hestöfl og hámarkshraðinn er 250 kílómetrar á klukkustund. Ekki veitir af því næg verkefni eru fram- undan hjá heilbrigðisráðuneytinu og hinn nýi ráðherra þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki á milli staða í tæka tíð. Lexusinn er sérlega eigulegur bíll, enda er hann að hluta til knúinn rafmagni og er því vænn umhverfinu. Glæsilegir bílar Ráðherrabílarnir eru jafnan með glæsilegri bílum. Þeir eru þó misjafn- lega gamlir. Þannig fékk Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra nýj- an bíl skömmu eftir að hún tók við embætti. Hún lét skipta þeim gamla út fyrir nýjan með þeim skýringum að nettari bíll hentaði betur. Nýi bíll- inn er Honda CRV jeppi en hann er jafnframt aflminnsti ráðherrabíllinn. Sá ráðherra sem ferðast um á elsta ráðherrabílnum er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Bíll hans er þó ekki kominn meira til ára sinna en svo að hann er af árgerð 2003, Mer- cedes Benz E, glæsilegur bíll þó hann sé ekki nýjasta árgerð. Kraftinum er heldur ekki fyrir að fara en bíllinn er 161 hestafl. Björn er reyndur ráð- herra og veit að góðir hlutir gerast hægt. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA FER HRAÐAST Ráðherrabílarnir eru sannast sagna hver öðrum glæsilegri. Svart lakkið er alltaf ný bónað og glansandi en þeir eiga það auk þess sameiginlegt að valdamestu menn landsins sitja gjarnan í aftursætinu. Sérstaklega þegar mikið liggur við. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is ráðherrabílarnir við stjórnar- ráðið Elsti ráðherrabíllinn er fjögurra ára gamall en sá nýjasti var keyptur fyrir mánuði. Á nýjasta bílnum jóhanna Sigurðardóttir er keyrð milli staða á nýjasta ráðherrabílnum, nýjum Honda CrV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.