Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Síða 21
DV Sport mánudagur 2. júlí 2007 21 ÍÞRÓTTAMOLAR Kvennalandslið valið guðríður guðjónsdóttir landsliðs- þjálfari u-17 ára landsliðs kvenna hefur valið fjórtán manna hóp sem mun taka þátt í Ólymíuleikum Æskunnar. Þeir fara fram í Belgrad í Serbíu 21.-28. júlí næstkomandi. Hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum: aðalheiður Hreinsdóttir Stjarnan, arna Valgerður Erlingsdóttir akureyri, Elín Helga jónsdóttir Fylkir, Emma H. Sardarsdóttir akureyri, Esther Viktoría ragnarsdóttir Stjarnan, Hanna rut Sigurjónsdóttir Fylkir, Heiða Ingólfsdóttir íBV, Karen Knútsdóttir Fram, nataly Valencia Fylkir, rut jónsdóttir HK, Sandra Sif Sigurjóns- dóttir Haukar, Stella Sigurðardóttir Fram, Sunneva Einarsdóttir Fram, Þorgerður atladóttir Stjarnan. Helga framlengir við HauKa Helga Torfadóttir markvörður bikarmeistara Hauka í handbolta hefur framlengt samning við sinn við félagið. Helga sem leikið hefur með Haukum frá árinu 2004 hefur verið lykilmaður í afar sigursælu liði Hauka allt frá því hún gekk til liðs við félagið. Haukar hafa einnig samið við Hind Hannesdóttur sem er 25 ára gömul hefur leikið með Stjörnunni undanfarin ár. Hún getur leikið í stöðu leikstjórnanda og skyttu. Það er því ljóst að fórráðamenn Hauka ætla sér stóra hluti en liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar sem er slakasti árangur Hauka á íslandsmóti síðan árið 2000. Kona í nefnd Hjá uefa í fyrsta skipti í sögu KSí var kona frá KSí skipuð í nefnd á vegum Knattspyrnu- sambands Evrópu á dögunum. Það var guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSí, sem var skipuð í nefnd um kvennaknatt- spyrnu. aðrir frá KSí í nefndum á vegum uEFa eru geir Þorsteinsson sem er einn varaformanna í leikvanga- og öryggisnefnd, lúðvík georgsson er í leyfisnefnd og loks er Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSí, í fjölmiðlanefnd. KSí leggur mikla áherslu á að vera virkt í starfi uEFa og er þessi nefndarskipan viðurkenning á því starfi. „gott að Henry sé farinn“ didier drogba, leikmaður Chelsea, er ánægður með að arsenal skuli hafa selt Thiery Henry því nú mundi arsenal missa af lestinni í barátunni um sigur í ensku úrvalsdeildinni. „Það er gott fyrir okkur að Thiery Henry sé farinn frá arsenal því það þýðir að við hjá Chelsea höfum einum keppinaut færra í barátt-unni,“ segir drogba. “arsenal eiga eftir að vera í vandræðum með að fylla skarð Henry. Ég held því að við þessar breytingar muni Chelsea og united vera í baráttu um Englandsmeistatitil- inn,“ bætti drogba við. Klinsman Hafnaði CHelsea jürgen Klinsmann hefur sagt frá því að hann hafi í sumar fengið tilboð frá Chelsea að taka við liðinu. „Ég áttaði mig á því að ég yrði að flytja til Evrópu ef ég ætlaði að taka við starfinu. Það er kannski ekki vandamál fyrir mig en slæmt fyrir fjölskyæduna,“ sagði Klinsman í viðtali við Sunday mirror. „Ég vil ekki leggja það á fjölskydu mína að setja á þau þá pressu sem fylgir því að stýra Chelsea. Ég vil að börnin mín alist upp í umhverfi þar sem þau eru látin vera og nafn mitt ásækir þau ekki,“ sagði Klinsman. Venesúela vann sinn fyrsta sigur í fjörutíu ár í Suður-Ameríkukeppninni: Frábær byrjun á Suður-Ameríkukeppninni Suður-Ameríkukeppnin í knatt- spyrnu sem fram fer í Venesúela hef- ur farið fjörlega af stað. Keppnin er sannkölluð veisla fyrir áhorfendur því í henni er varnarleikur látinn sitja á hakanum. Í fyrstu umferðinni voru skoruð 24 mörk í sex leikjum, sem gerir fjögur mörk að meðaltali í leik. Argentínumenn eru taldir sig- urstranglegir og þeir stóðu und- ir væntingum í fyrsta leik sínum, gegn Bandaríkjunum. Þar var Hern- an Crespo, framherji Inter Milan, á skotskónum og skoraði tvö mörk í 4- 1 sigri. Roque Santa Cruz er þó marka- hæsti leikmaður keppninnar en hann skoraði þrennu í fyrsta leik Paragvæ þegar liðið vann Kólumb- íu 5-0. Santa Cruz hefur látið hafa eftir sér að hann vilji fara frá Bay- ern München og byrjun hans í Suð- ur-Ameríkukeppninni hefur án efa hækkað verðmiðann á kauða. Á laugardaginn hófst önnur um- ferð riðlakeppninnar. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Bólivíu og heimamenn í Venesúela unnu Perúmenn 2-0 í æsi- legum leik þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. Pedro Garcia, leikmaður Perú, var fyrsti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í keppninni þegar hann gaf Giancarlo Maldonado olbogaskot í andlitið. Sigurinn Venesúela var fyrsti sig- ur þjóðarinnar í Suður-Ameríku- keppninni í fjörutíu ár. „Þessi úrslit eru söguleg,“ sagði Richard Paez, þjálfari Venesúela, og hitti naglann á höfuðið. Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá. Argentínumenn taka á móti Kólumb- íu en byrjun þessara liða var eins ólík og hugsast getur. Hinn leikur dags- ins er leikur Bandaríkjanna og Para- gvæ en öll þessi lið eru í C-riðli. Lík- legt verður að teljast að Argentína og Paragvæ hrósi sigri í kvöld en þó er ómögulegt að spá í úrslit í þessari mögnuðu keppni. dagur@dv.is Þrenna í fyrsta leik roque Santa Cruz, leikmaður Paragvæ og Bayern münchen, skoraði þrennu í fyrsta leik Paragvæja í keppninni þegar þeir unnu Kólumbíu 5-0. Brasilímenn sigruðu Chile í ágæt- um leik í Suður-Ameríkukeppninni. Leikar enduðu þrjú - núll og var kant- maðurinn knái Robinho hetja liðs- ins en hann skoraði þrennu í leikn- um. Með sigrinum komust Brassar í þrjú stig í riðlinum og þurfa á sigri að halda í lokaleiknum til þess að kom- ast áfram. Brasilíumenn spila í keppninni með hálfgert varalið þar sem þeir voru án leikmanna á borð við Kaka, Ronaldinho og Ronaldo svo ein- hverjir séu nefndir. Fyrri hálfleikur var bragðdaufur. Brasilíumenn voru meira með bolt- ann til þess að byrja með, án þess að ógna markinu verulega. Ander- son hinn nýji leikmaður Manchester United spilaði með Brasilíumönnum án þess þó að sýna nokkurn tímann hvers vegna enska liðið borgaði 17 milljónir punda fyrir krafta hans. Hann var tekinn af leikvelli í hálfleik. Helst var lífsmark með kant- manninum Robinho sem skildi varnarmenn Chile-liðsins nokkrum sinnum eftir á hælunum eftir að hafa dansað með knöttinn framhjá þeim. Fyrsta alvöru færi leiksins leiddi jafnframt til fyrsta marksins. Ro- binho sendi fyrir markið en boltinn breytti um stefnu af varnarmanni. Þaðan fór knötturinn að nærstöng þar sem aðvífandi kom Wagner Löve leikmaður CSKA Moskva. Honum var hins vegar brugðið innan teigs af varnarmanni Chile þegar hann gerði sig líklegan til að setja boltann í net- ið. Chilemenn mótmæltu en Robin- ho var alveg sama um það og skor- aði örugglega úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Í síðari hálfleik sóttu Chilemenn í sig veðrið og voru oft nálægt því að jafna leikinn. Sérstaklega var Humb- erto Suazo sóknarmaður Chile-liðs- ins skeinuhættur. Besta færið fékk hann þegar hann komst einn í gegn eftir að hafa sólað hálfa vörn Brasil- íumanna og þar á meðal markvörð- inn Doni. Skot hans var hins vegar slakt og varnarmennirnir náðu að verja á línu. Brasilíumenn gerðu út um leik- inn um sjö mínútum fyrir leikslok þegar maður leiksins Robinho skor- aði fallegt mark eftir laglega sókn. Löwe sendi knöttinn á Robinho sem lyfti knettinum snyrtilega yfir Clau- dio Andrés Bravo markvörð. Robinho kórónaði svo frábæra frammistöðu sína með glæsilegu þriðja marki. Hann sólaði tvo varn- armenn Chile áður en hann skaut góðu skoti neðst í hornið. Sannar- lega vel gert hjá þessum hæfileika- ríka kantmanni. Með sigrinum settu Brasilíu- menn sig í aðstöðu til þess að gera góða hluti á mótinu eftir vonbrigði í fyrsta leiknum gegn Mexíkó sem þeir töpuðu tvö - núll. Brasilíumenn þurfa nú sigur á móti Ekvador til þess að komast áfram upp úr riðl- inum. Úrslit leiksins gáfu ekki endi- lega rétta mynd af leiknum þar sem Chilemenn voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna metinn í stöð- unni eitt - núll. Næsti leikur þeirra er gegn Mexíkó og nokkuð ljóst að þeirra bíður erfitt verkefni ef þeir ætla sér áfram upp úr riðlinum í 16- liða úrslitin. vidar@dv.is Hulk og bróðir hans Þeir félagarnir hafa aðeins bætt á sig i sumarfríinu. Brasilíumenn komu sér í ágæta stöðu fyrir lokaleik riðilsins með þrjú-núll sigri liðsins á Chile. robinho átti frábæran leik og skoraði þrennu. ROBINHO SÝNDI SNILLDARTAKTA frábær í leiknum robinho var munurinn á liðunum og skoraði þrennu fyrir þá gulklæddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.