Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2007, Page 27
Nú þegar árið er rúmlega hálfnað er ekki úr vegi að líta um öxl og líta á bestu plötur ársins samkvæmt erlendum vefmiðlum. Það sem af er þessu ári hafa fjöldamargar hljómsveitir og tón- listarmenn sent frá sér frumburði sína og eiga aðdáendahóp sem stækkar ört, dag frá degi. Í því samhengi nægir að nefna Klaxons, sænska tekknó-meistarann The Field að ógleymdum hin- um léttstígandi Mika sem gaf út sína fyrstu plötu fyrr i vetur. Sameinaður vettvangur Á netinu má finna ógrynni af erlendum vefsíð- um sem gagnrýna nýútkomnar plötur. Metacritic. com er í raun sameinaður vettvangur þar sem ein- kunnir eru teknar saman í gagnabanka og nýjum plötum gefin einkunn sem er vegið meðaltal frá um þrjátíu gagnrýnendum um víða veröld. Samkvæmt vefsíðunni er besta plata ársins það sem af er platan frá sænska plötusnúðnum Axel Willner sem kallar sig The Field. Platan sem kallast From Here We Go Sublime kom út þann 3. apríl síðastliðinn og er hún af mörgum talin vera tímamótaverk á sviði elektrónískrar tónlistar, ekki vegna þess að platan fer ótroðnar slóðir held- ur er platan einföld og stílhrein og tekst Willner óvenjulega vel til á plötunni. Á vefsíðu Metacrit- ic fær platan 90 af 100 mögulegum en einkunnin byggir á gagnrýni frá fjórtán öðrum virtum blöð- um og vefsíðum. Til dæmist gaf Pitchforkmedia plötunni níu í einkunn af tíu mögulegum. Í öðru sætinu á eftir The Field á Metacritic kemur tiltölulega ung hljómsveit sem kallast The Battles. Sveitin gaf út sína aðra plötu fyrr á þessu ári og kallast hún Mirrored. Tónlistin sem sveitin spilar er sérstök og í raun erfitt að setja hana und- ir einn ákveðinn hatt. Hún flöktir á milli stíla og mætti helst líkja henni við hrærigraut sem inni- heldur hráefni sem enginn vissi að væru til. Mir- rored fær 87 hjá Metacritic. Í þriðja sætinu kemur svo hljómsveit sem er öllu þekktari en The Field og Battles en það er kanadíska indírokk sveitin Arcade Fire, sem fylgdi eftir hinum stórkostlega frumburði sínum Funer- al, með plötunni Neon Bible. Platan sem kom út þann 6. mars síðastliðinn hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og fær hún einkuninna 87 hjá Metacritic, rétt eins og Mirrored platan, og 8,4 hjá Pitchforkmedia.com sem þykir mjög gott á þeim bænum. Á Metacritic síðunni getur hver sem er gefið plötum einkunn. Alls hafa 502 gefið plötunni einkunn og er hún með meðaleinkunnina 8,9 frá almennum notendum. Misjafnir dómar Samkvæmt Amazon.com er bestu plötur árs- ins hingað til plöturnar Writers Block með hinum sænsku Peter Bjorn og John og Wincing the Night Away með The Shins. Plöturnar deila efsta sæt- inu saman en þær eru með einkuninna 9,6. Báðar þessar sveitir hafa komið hingað til lands en Peter Bjorn og John héldu tónleika fyrr á þessu ári og The Shins spiluðu á Iceland Airwawes árið 2004. Á eftir þessum plötum kemur svo platan Some Loud Thunder með Clap Your Hands Say Yeah en hún fær 9,4. Það vekur athygli að platan fær að- eins 6,2 á Metacritic en plötur Peter Bjorn og John og The Shins eru báðar með einkunn í kringum átta á Metacritic. einar@dv.is mánudagur 2. júlí 2007DV Bíó 27 á næstu mánuðum munu margir þekktir tónlistarmenn og stórar hljómsveitir gefa út nýtt efni. margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nýjustu afurðu The Chemical Brothers, en síðast gáfu þeir út plötuna Push The Button árið 2005. Platan fer í almenna sölu á morgun og ber hún nafnið We are The night. Platan hefur fengið ágæta dóma og meðal annars fengið fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá breska blaðinu The guardian. á morgun fer einnig í sölu nýjasta platan frá Velvet revolver en hún ber heitið libertad. líkt og með margar aðrar plötur þeirra félaga hefur platan nú þegar lekið á netið. í næstu viku munu svo tvær hljómsveitir sem gert hafa garðinn frægan á mismunandi tímum í rokksögunni koma með nýtt efni. Billy Corgan og félagar í Smashing Pumpkins voru eitt stærsta nafnið í rokkinu á tíunda áratug síðustu aldar. Þeir munu loksins gefa út nýja plötu en síðasta plata þeirra kom út árið 2000, en það var platan The machines of god. nú þegar hefur lagið Tarantula fengið að hljóma á útvarpsstöðvum og ef afgangurinn af plötunni er jafn góður og Tarantula þá geta aðdáendur sveitarinnar verið sáttir við sína menn. Önnur hljómsveit sem verið hefur að gera það gott á undanförnum árum er hljómsveitin Interpol. Þetta verður þriðja plata þeirra félaga en árið 2004 kom platan antics út og árið 2002 gáfu þeir út plötuna Turn On The Bright lights. Báðar fengu plöturnar mikið lof frá gagnrýnendum og er því pressan á þá félaga mikil að fylgja plötunum eftir. Seinna í sumar munu mörg þekkt nöfn koma með nýtt efni og nægir í því samhengi að nefna Korn, Editors og Sum 41. auk þess ríkir mikil eftirvænt- ing eftir nýjustu plötu 50 cent en hún kemur út þann fjórða sept- ember næstkomandi og mun hún bera nafnið Curtis. í lok ágúst mun svo Kanye West gefa út plötuna graduation en kappinn gaf síðast út plötuna late registration árið 2005. einar@dv.is LENGI LIFIR Í GÖMLUM GLÆÐUM Margar hljómsveitir eru á leið með nýtt efni á næstunni: Á Netinu eru til margar erlendar vefsíður sem sérhæfa sig í gagnrýni á nýútkomna tónlist. Vefsíðan Metacritic.com er ein þeirra og samkvæmt þeirra einkunnagjöf á sænski plötusnúðurinn Axel Willmer sem kallar sig The Field, plötu ársins. Rétt á eftir honum kemur hljómsveitin Battles með plötuna Mirrored og Arcade Fire með plötuna Neon Bible: BESTU ERLENDU PLÖTUR ÁRSINS 2007 Peter Bjorn og Jon plata þeirra þykir sú besta það sem af er ári samkvæmt amazon.com. Battles eru með eina af plötum ársins samkvæmt metacritic. Arcade Fire Sviðsframkoma sveitarinnar þykir mjög flott. Þeir hafa fengið frábæra dóma fyrir nýjustu plötu sína neon Bible. Missti af barnæskunni að vera frægur er sko enginn barnaleik- ur. Söngkonan lily allen er aðeins 22 ára gömul en í nýlegu viðtali við daily Express, segir allen að hún sé jafnvel farin að búa sig undir það að hætta í tónlistinni. allen segir ástæðuna vera þá að hún hafi misst af barnæskunni. „Ég ætla að reyna vera harðdugleg á næstu árum og reyna að þéna eins mikið og ég get. Þegar ég verð orðin 30 ára gömul ætla ég að vera búin að safna nógu miklum peningum til að geta hætt. Þá fyrst get ég farið að njóta barnæskunar,“ segir lilly. Carrey bætir við sig hlut- verkum Fagtímaritið Variety greindi frá því fyrir helgi að leikarinn jim Carrey hefði í hyggju að framleiða og leika í kvikmynd- inni Sober Buddies. Kvikmyndin fjallar um drykkfelldan forstjóra sem fær sérstakan fylgdarmann með sér í viðskiptaferð til las Vegas, til þess eins að halda sér edrú. allt fer þá út um þúfur þegar fylgdarmaðurinn, sem leikin er af Carrey dettur í það. Carrey hefur úr mörgu að velja um þessar myndir; hlutverk í mynd Tim Burtons, ripley‘s Believe it or not og gamanmyndina I love You Philip morris og me Time. Bara ein Bond mynd í viðbót Breski leikarinn daniel Craig segist ekki ætla að leika í meira en einni Bond mynd til viðbótar. Segist leikarinn hafa meiri áhuga á því að leika í fjölbreyttari hlutverkum. „Ég vil ekki bara leika í njósnaramyndum og svo leik ég ekki í myndum, bara vegna þess að launin eru góð,“ segir Craig. Craig sló í gegn sem siðvandi njósnarinn og mun næsta Bond mynd, sem fengið hefur nafnið Bond 22 verða frumsýnd í nóvember 2008. Það er leikstjórinn marc Forster sem leikstýrir henni, en áður hefur hann gert myndir á borð við monsters Ball og Finding neverland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.