Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 4
miðvikudagur 11. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Keyrði út af á ruslahaugunum Ungur piltur, nýkominn með bílpróf, keyrði út af við rusla- haugana á Akureyri seinnipartinn í gær. Pilturinn rak höfuðið illa í og gat vart talað eftir slysið. Hann var fluttur með sjúkrabíl til skoð- unar á sjúkrahúsið á Akureyri. Bíllinn var nánast óskemmdur en hann fór út af á malarvegi á rusla- haugunum fyrir ofan bæinn. Þrjár sóttu um Þrjár konur sóttu um Sauðárkróksprestakall sem nýlega var auglýst til umsókn- ar. Frestur til þess að sækja um rann út 5. júlí síðastliðinn og verður embættið veitt frá fyrsta ágúst. Þær sem sóttu um eru þær Hildur Inga Rúnarsdótt- ir guðfræðingur, Sigríður Gunnarsdóttir prestur og Sól- veig Jónsdóttir guðfræðing- ur. Kirkjumálaráðherra veitir embættið að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts og vígslubiskups á Hólum. LÖGREGLAN KÝLDI KARTÖFLUBÓNDA „Þegar ég raknaði úr rotinu var lög- reglumaður með fingur á hálsinum á mér til þess að athuga hvort ég væri lifandi,“ segir Karl Rúnar Ólafsson, bóndi á Lyngási 4 í Þykkvabænum. Hann ætlar að krefja ríkið um skaða- bætur eftir að lögregla beitti hann ofbeldi við handtöku. „Sennilega héldu þeir að þeir hefðu barið mig til ólífis.“ Karl var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn í störfum sínum. Lög- reglumaður segir Karl hafa ýtt við sér þegar hann ætlaði að fara inn fyrir hlið á jörð Karls. Átök brutust út með þeim afleiðingum að fimm lögreglu- menn tóku Karl Rúnar tökum. Hann missti meðvitund og lamaðist tíma- bundið. Vitni eru að því að lögreglu- mennirnir hafi glímt við Karl eftir að hann missti meðvitund. Karl var sýknaður af ákærunni fyrir Hæsta- rétti, þann 16. maí síðastliðinn. Eltu rangan bíl „Lögreglan segir að sonur minn hafi verið staðinn að hraðakstri og hann hafi flúið inn á kartöfluakur hjá mér. Það var sýnt fram á það með myndbandi fyrir dómi að þeir voru að elta rangan bíl,“ segir Karl. Atvikið átti sér stað þann 27. sept- ember 2005. Lögreglumaður fór inn á kartöfluakurinn og reyndi að ná tali af syni Karls sem þá var að vinna á dráttarvél. Hann neitaði að koma út og kallaði lögreglumaðurinn þá eftir liðsauka. Varðstjóri á Hvolsvelli kom þá til aðstoðar. Varðstjórinn segir fyrir dómi að Karl Rúnar hafi meinað sér aðgangs að akrinum. Þá voru fleiri vinnumenn komnir á ak- urinn og ákvað varðstjórinn að kalla til liðsauka frá Selfossi. Með ónýtan fingur Lögreglan taldi Karl Rúnar ógna sér og ákvað að handtaka hann. Karl streittist á móti og hafði glíman þær afleiðingar að þumalfingur vinstri handar er ónýtur og liðamótin kölk- uð saman. Hann glímir nú við tauga- skemmdir fram í fingur beggja handa, ásamt því sem hann þarf að fara í fimm aðgerðir þar sem blóðklump- ar verða fjarlægðir úr vefjum í öxlum. „Þumalputtinn hreinlega lafði,“ segir Karl. Hann var settur í lögreglubíl og færður á lögreglustöðina. Sonur hans var jafnframt handtekinn og fór lög- reglan fram á það við soninn að hann gengist við hraðakstrinum sem hann var sakaður um. „Eftir að myndband af eftirförinni var kynnt fyrir sýslu- manni barst syni mínum loksins af- sökun,“ segir Karl. Lögreglumönnum ber ekki saman „Framburður lögreglumannanna er misvísandi um atvik eftir að ákærði kom að dráttarvélinni og einn þeirra þriggja dró framburð sinn til baka við yfirheyrslu fyrir dómi án þess að gefa skýringu á því hverju það sætti,“ segir í sýknudómi Hæstaréttar. Karl er staðráðinn í því að sækja sér skaðabætur vegna handtökunn- ar. „Það blasir við að ég verð öryrki að hluta, með aðra höndina nánast ónothæfa.“ Hann segist hafa verið beittur einelti í sinni sveit, bæði af lögreglu og öðrum bændum. „Nú er búið að sýkna mig og nú get ég tal- að tæpitungulaust. Ég er enginn of- stopamaður en læknir hefur sagt mér að ég sé hrjáður af áfallastreitu eftir þessar hremmingar. Ég æsist alltaf upp þegar farið er yfir þetta mál.“ Sigtryggur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Lögreglan á Hvolsvelli handtók Karl Pétur ólafsson kartöflu- bónda með hörku þannig að hann hlaut af því örorku. Karl var ákærður fyrir að hindra lögreglumenn í störfum sínum. Hæstiréttur sýknaði Karl. Hann hefur ákveðið að höfða skaða- bótamál á hendur ríkinu. Kartöflubóndinn Karl var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. við handtökuna hlaut hann margs konar áverka og meðal annars er vinstri þumallinn ónýtur. Hann hefur nú verið sýknaður af ákærunni og ætlar að krefjast skaðabóta. Þumallinn lafði karl missti meðvitund og lamaðist tímabundið þegar lögreglan tók hann tökum. Þegar hann komst til meðvitundar lafði vinstri þumallinn laus. liðbönd eru ónýt og liðurinn kalkaður. „Sennilega héldu þeir að þeir hefðu barið mig til ólífis.“ 35 íbúðir seljast daglega Rúmlega þúsund kaupsamn- ingar voru gerðir á höfuðborg- arsvæðinu í síðasta mánuði um eigendaskipti á fasteignum. Þetta samsvarar því að um 35 íbúðir hafi selst hvern einasta dag mánað- arins. Í júní voru 6,6 prósent fleiri þinglýstir kaupsamningar um fasteignir við sýslumannsemb- ættin á höfuðborgarsvæðinu en í maí. Heildarvelta nam 28,7 millj- örðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 27,8 milljónir króna. Þegar júní 2007 er borinn saman við júní 2006 fjölgar kaupsamningum um 71,9 prósent og velta eykst um 87 prósent. Fjöldi þinglýstra kaupsamn- inga um fasteignir á Akureyri í júní 2007 var 72. Á sama tíma var 64 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu og 39 kaup- samningum þinglýst á Akranesi. Afþreyingarmiðstöð í mótun á lóð Gufunesbæjar: Strandblak í Grafarvogi Búið er að koma upp strandblak- velli á lóðinni við félagsmiðstöð- ina Gufunesbæ í Grafarvogi. Völlur- inn verður opinn fyrir alla þá sem áhuga hafa á því að leika blak í mjúk- um sandinum. Stefnt er að því að á næstunni verði bætt við enn frekari afþreyingarmöguleikum á svæðinu í samstarfi við umhverfissvið Reykja- víkurborgar. Hulda Valdimarsdóttir, deildar- stjóri Gufunesbæjar, er ánægð með hvernig til tókst með lagningu vallar- ins. Hún segir sérfræðinga hafa séð til þess að hann væri fyrsta flokks. „Við erum mjög ánægð með nýja völlinn enda var virkilega vandað til verksins. Auðvitað eigum við von á því að völlurinn verði vinsæll og hug- myndin er að hann verði opinn öll- um,“ segir Hulda. Starfsmenn Gufunesbæjar hafa yf- irumsjón með blakvellinum og hægt verður að panta völlinn ef áhuga- samir vilja skipuleggja mót á vellin- um. Ekki er búið að koma fyrir netum ennþá en úr því verður bætt fljótlega. Hulda segir notkunarmöguleika vall- arins fjölbreytta. „Hægt er að spila á völlinn á breiddina líka og hægt að nota hann undir strandfótbolta líka. Við erum líka búin að betrumbæta aðstöðuna fyrir brettafólkið. Síðan er búið að skipuleggja fleiri hugmynd- ir á svæðinu, von er á aðstöðu fyrir paintball, adrenalínþrautabraut og ýmislegt annað spennandi er fram undan,“ segir Hulda. trausti@dv.is opinn öllum Strandblakvöllur gufunesbæjar er vandaður. von er á fleiri afþreyingarmöguleikum á svæðið. Jeppadekk Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 12.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 70 622 Nánar á jeppadekk.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.