Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós miðvikudagur 11. júlí 2007 25
L
eikkonan íðilfagra
Eva Longoria er búin
að gifta sig. Sá heppni
er körfuknattleiks-
kappinn Tony Park-
er sem leikur með
San Antonio Spurs í
NBA-deildinni. Eva hefur lengi
verið álitin ein kynþokkafyllsta
kona heims en hún er áhorf-
endum Ríkissjónvarpsins vel
kunn enda fer hún með eitt
aðalhlutverkanna í drama-
þáttunum Desperate House-
wives. Brúðkaup þeirra Evu og
Tonys var haldið með pompi
og prakt nú um helgina og var
margt kunnra gesta. Umgjörð-
in var öll hin glæsilegasta eins
og meðfylgjandi myndir bera
með sér en athöfnin fór fram í
kastala Vaux greifa í París.
Aðþrengd eigink a?
Jessica Alba leikkonan unga
var sæt, eins og venjulega.
Teri Hatcher með
dóttur sinni Rose
Tenney kjóllinn þrengdi
svo sannarlega að Teri.
Nicolette Sheridan
meðleikkona Evu
flaggaði sínu fegursta.
Brenda Strong Enn ein
meðleikkona Evu úr
desperate Housewives.
Kastali Vaux greifa
athöfnin var ekkert slor.
Thierry Henry
knattspyrnukappinn
millilenti í París á leið
sinni til Barcelona.
Glæsileg brúður Eva heilsaði
aðdáendum fyrir athöfnina.
Eva og Tony Skötuhjúin brostu
hringinn að athöfn lokinni.
Madonna hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir
að fjárfesta í fyrirtækjum sem skaða umhverf-
ið. Söngkonan margreynda er sögð eiga hluta-
bréf fyrir 2,1 milljón dollara í fyrirtækjum sem
eru á lista yfir mestu mengunarvalda heims.
Fólki þótti því nóg um kaldhæðnina þegar
Madonna kom fram á Live Earth-tónleikun-
um um helgina (07.07.07) þar sem hún, ásamt
öðrum tónlistarmönnum vakti athygli á gróð-
urhúsaáhrifum og hlýnun jarðar.
Fjárfestingafyrirtækið hennar, Ray of Light,
er sagt eiga hluti í fyrirtækjum eins og Alcoa,
vinnuvélaverksmiðjunni Ingersoll Rand, orku-
fyrirtækinu BP og nokkrum fyrirtækjum sem
tengjast olíuvinnslu. Alcoa var árið 2002 í ní-
unda sæti á lista yfir þau fyrirtæki sem mest
hafa mengað í Ameríku frá upphafi.
Ekki nóg með það heldur á Madonna
175.000 hluti í Ford, sem hefur aðeins fram-
leitt einn umhverfisvænan bíl, en það var árið
2005. Auk þess sem áður er talið keypti Mad-
onna í hitteðfyrra 1.000 hluti í Weyehaeuser
samsteypunni sem heggur skóga og býr með-
al annars til pappír og timbur. Það er því ljóst
að gagnrýnendur hafa eitthvað til síns máls,
Madonna hefur ekki beinlínis lagt umhverfinu
lið síðustu ár. Spurning hvort hún hafi litið svo
á að með tónleikunum væri hún að kolefnis-
jafna sig?
Madonna er gagnrýnd fyrir eignarhlut sinn í stóriðjum.
Madonna mengar
MAdoNNA
Söngkonan kom fram á live Earth um helgina.
Alcoa Fyrirtækið er á lista yfir
mestu mengunarvalda ameríku.
Aniston til London
Friends-leikkonan Jennifer Aniston
er sögð ætla að flytja til Lundúna.
Ástæðan er sú að kærastinn hennar
Paul Sculfor er kominn með heimþrá.
Jennifer er sögð ákveðin í að flytja til
Englands enda er landið henni kært,
að sögn heimildarmanns. Í síðustu
viku flaug Paul frá Los Angeles til síns
heima og fóru sögusagnir á kreik um
að þau hefðu slitið sambandinu. Nú
ku hið sanna hafa komið í ljós; Paul
var einfaldlega með heimþrá. Lund-
únir eru í miklu uppáhaldi hjá Jenni-
fer sem segist auk þess vera orðin leið
á Englaborginni. Því sé tímabært að
flytja.
Avril
svarar ásökunum
Avril Lav-
igne stendur í
ströngu þessa
dagana en hún
hefur verið sök-
uð um höfund-
arréttarbrot.
Nýja lagið henn-
ar Girlfriend er
sagt vera sláandi
líkt lagi sem samið var árið 1979 og
er kallað I Wanna Be Your Boyfriend
með The Rubinoos. Avril hefur nú
svarað þessum ásökunum á heima-
síðu sinni: „Ég hef aldrei á ævinni
heyrt þetta lag. Þessi kæra er byggð á
fimm orðum og á engan rétt á sér. Ég
er því ranglega sökuð um höfund-
arréttarbrotið. Þetta er bara bull, ég
hef ekkert gert rangt.“
Beðmál í bíó
Sarah Jessica
Parker getur
ekki beðið eftir
að tökur hefjist
á bíómyndinni
um Beðmál í
borginni. Carrie
Bradshaw hef-
ur ekki sést á
skjánum frá
því 2004 en Sarah er nú bjartsýn á
framhaldið. „Ég vonaði að þetta yrði
að veruleika fyrir nokkrum árum en
því miður gekk það ekki upp þá. Það
var talsverður biti að kyngja á þeim
tíma,“ segir leikkonan góðkunna.
Lengi vel strandaði myndin á því að
Kim Cattrall, sem leikur Samönthu
Jones fékkst ekki til að taka þátt.
„Ég virti hennar ákvörðun. Mér er
sama hver ástæðan var, maður getur
ekki stjórnast í öðrum og því ekk-
ert við þessu að gera,“ segir Sarah
Jessica. Kim snérist þó hugur ný-
lega og munu tökur hefjast í byrjun
september. Sarah segist vera orðin
spennt „Ég er búin að vera með hug-
ann við þetta svo lengi og því hlakka
ég mikið til að byrja. Þetta verður
frábært.“