Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 11. júlí 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Hróarskelduhátíðin var haldin um helgina og fjöldi Íslendinga á hátíðinni hefur aldrei verið meiri, því um 1.600 manns lögðu leið sína í drullusvaðið á hátíð- inni. Þar á meðal var fyrrverandi alheimsfeg- urðardrottn- ingin Unnur Birna Vil- hjálmsdótt- ir, sem lét hland- og kúkalyktina á hátíðinni ekki á sig fá og bar sig vel. Unnur Birna var ekki eini þjóðþekkti Íslend- ingurinn á svæðinu, því Björk Guðmundsdóttir hélt tónleika á fimmtudaginn í einni mestu rigningu sem Hróarskeldugestir hafa orðið vitni að. Niðurrigndir tónleikagestir skemmtu sér allir þó með besta móti. n Meira um Björk og Hróars- kelduhátíðina, því Valdís Þor- kelsdóttir, ein af hljóðfæraleik- urum Bjarkar á tónleikaferðalagi hennar, lýsti reynslu sinni af hátíðinni á bloggsíðu sinni. Þar ritaði hún að sér væri það hulin ráðgáta hvernig fólk hefði getað dvalist á hátíðarsvæðinu yfir heila helgi, slík hefði verið rigningin og drullan. Af Björk er það annars að frétta að ekkert lát virðist vera á vinsældum hennar, því hún er nú um stundir á fullu á tónleika- ferðalagi með hljómsveit sinni um Evrópu og hefur flakkað á milli tónleikahátíða og spilað á stærstu sviðunum hverju sinni. n Stefán Pálsson bloggari og þjóðmálarýnir gerir létt grín að knattspyrnuforingja Skaga- manna Guðjóni Þórðarsyni á bloggi sínu. Að mati Stefáns hefur Guðjón verið allt annað en samkvæmur sjálfum sér í um- mælum um atvikið fræga þegar Bjarni sonur hans skoraði gegn Keflvíkingum. Stefán telur til að Guðjón sé minnst fimmsaga í frásögn sinni af atvikinu. Stefán spáir því á bloggsíðu sinni að sjötta sagan sé væntanleg og þar muni Guðjón lýsa því yfir að hann hafi einn manna á vellinum krafist þess að Keflvík- ingar fengju mark. Það hafi Suð- urnesjamenn hins vegar ekki viljað. Hvað eru margir í Breiðavíkur- samtökunum? „Skráðir félagar eru fimmtíu og tveir en í þessum töluðum orðum flykkist fólk til þess að skrá sig í félag- ið. Það er greinilegt að þetta er það sem vantaði, einhvers konar and- lit samtakanna. Breiðavíkursam- tökin eru regnhlífarsamtök þeirra sem hafa verið vistaðir á upptöku-, barna- og fósturheimilum sem voru rekin á vegum ríkis og bæja. Hvert er helsta hlutverk samtakanna? „Aðalhlutverkið er að hlúa að fé- lagsmönnum og fá fólkið sem var vistað á þessum heimilum til að stíga fram. Þetta fólk þarf á því að halda. Við komum upplýsingum á framfæri og hjálpum fólki að fá upplýsingar um það sem þarna átti sér stað.“ Er ykkur til góðs að þjóðin fái að vita hvað þið þurftuð að þola? „Það er nú kannski ekki mark- miðið. Hvað sjálfan mig varðar finnst mér aðalatriðið að fá að gera upp þetta mál. Breiðavíkurmálið er smánarblettur á þjóðinni og ég held að landsmenn séu að átta sig á því núna. Það þarf að gera upp þessi mál, ekki bara fyrir okkur persónu- lega heldur alla þjóðina.“ Ef DV hefði ekki opnað umræð- una hvað hefði þá orðið? „Fyrir sjö árum byrjaði ég að skrifa bók. Ég bjó í Svíþjóð í tuttugu ár, starfaði sem vöruflutningabíl- stjóri, keyrði um Evrópu og hafði aukatíma sem ég notaði til að skrifa. Fyrir einu og hálfu ári ákvað ég að koma til Íslands, ráða mig í vinnu og gefa út þessa bók. Ég gerði það upp við mig að sleppa engu og láta allt koma fram. Það kostaði mikla baráttu því ég þurfti að niðurlægja mig gífurlega til þess að sannleikur- inn kæmi fram. Við áttum ekki von á umræðunni sem hófst í DV í febrú- ar en hún var kærkomið tækifæri til þess að hefja umræðuna. Ég er bú- inn að vinna í mínum málum í mörg ár, hjá sálfræðingum og geðlækni, en skömmina losnaði ég ekki við fyrr en ég kom fram í Kastljósinu og leysti frá skjóðunni.“ Hvað varstu mörg ár í Breiðavík? Ég var nýorðinn tíu ára þegar ég kom þangað og bróðir minn ellefu ára og við vorum þar í þrjú og hálft ár. Áður hafði ég verið á Jaðri, Silunga- polli og öðrum slíkum heimilum.“ Er mikil samkennd á milli ykkar sem voru vistaðir í Breiðavík? „Þegar við hittumst eru engin leyndarmál í gangi. Við höfum geng- ið í gegnum sömu raunirnar og upp- lifað svipaðar tilfinningar. á milli okkar ríkir traust og trúnaður og það er mjög mikilvægt.“ Óttast þú að eitthvað líkt Breiðavíkurheimilinu sé starfandi í dag? „Ekki kannski í þeirri mynd en þetta á sér örugglega stað einhvers staðar á einkaheimilum úti á lands- byggðinni.“ Hvað ber að gera til að stoppa þetta? „Til dæmis það sem við erum að gera núna og það sem Blátt áfram og Stígamót eru að gera; koma fram í fjölmiðlum og halda umræðunni í gangi. Á heimasíðunni okkar fær fólk upplýsingar sem ættu að opna augu þess fyrir því að það hefur ekkert að skammast sín fyrir. Tíðarandinn er að breytast og umfjöllun um þessi mál er orðin svo sjálfsögð að fólk á auðveldara með að stíga fram. Að mínu mati eiga fjölmiðlar stóran þátt í því.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xx +14 3 xx xx xx +12 5 xx xxxx +11 5 +14 6 xx xx xx xx xx xx xx xx xx +92 +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx +12 1 +11 6 +13 2 xx xx +11 2 xx xx +12 4 xx xx xx xx +12 5 +10 3 +9 6 +14 4 xx xx xx xx +104 -xx -xx MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Smánarblettur á ÍSlenSKu þjóðinni Páll Elísson er formaður Breiðavíkursam- takanna, en þau opnuðu heimasíðu sína á mánudag- inn. Páll segir mikið hafa gerst á stuttum tíma eftir að dv hóf að greina frá hræðilegum atburðum sem áttu sér stað á Breiðavík. Við mælum með að fólk njóti sólar- innar og fái sér vínglas úti á svölum á einum þeirra góðviðrisdaga sem móðir náttúra býður upp á þetta sumarið. Það skiptir ekki endilega máli þótt það sé virkur dagur þegar veðrið er eins og í útlöndum. Þannig er um að gera, sérstaklega fyrir þá sem ekki eiga pantaða ferð til sólarlanda, að taka sér bara smá frí úti á svölum með rauðvín í glasi frá því landi sem viðkomandi hefði viljað fara til. Sjósund virðist vera í tísku þessa dagana ef marka má þá tvo íslensku menn sem báðir bera nafnið Bene- dikt og tilraunir þeirra til að synda yfir Ermasundið. Ef fleiri Íslendingar myndu æfa sig að synda meðal fiskanna væru líkur okkar á að ná að ljúka slíkum þrek- virkjum mun meiri. Svo er aldrei að vita nema að með frekari þátttöku verði raunhæft að stefna að einhvers konar heimsmeti í framhaldinu, allavega miðað við höfðatölu. Margt kemur saman þegar farið er í golf, hvort sem fólk hefur í leikn- um mikla æfingu og getu eða ekki. Þarna er nefnilega um stórskemmti- legan leik að ræða þar sem fara saman útivera og hreyfing. Það er fátt betra en að vera úti á Ís- landi í góðu veðri á sumrin og golf því tilvalin ástæða til þess að eyða tíma úti við. Þá fara skrefin fljótt að telja og út úr einum höggleik kemur því ágætis göngutúr. Þeir sem ekki eru höggvissir og fara um víðan völl fá út úr leiknum enn lengri göngutúr fyrir vikið. Við mælum með... ...SjÓSunDi ...RauðVínSglaSi ...golfi á SumaRkVölDi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.