Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 22
Menning miðvikudagur 11. júlí 200722 Menning DV Augnablik í eldfjallagarði Landvernd hefur efnt til ljós- myndakeppni undir yfirskrift- inni Augnablik í eldfjallagarði. Þemu keppninnar eru hverir, jarðmyndanir og náttúru- perlur í eldfjallagarðinum frá Reykjanesi að Þingvallavatni. Í dómnefnd sitja ljósmynd- ararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson auk fulltrúa Landverndar sem er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona. Skilafrestur mynda er 10. ágúst. Nánari upplýsingar um keppn- ina er að finna á heimasíðu Landverndar, landvernd.is. Fiskur til sölu Bókin Fiskur! er nú til sölu hjá Stjórnunarfélagi Íslands. Í bókinni taka höfundarnir á helstu vandamálum í stjórnun og starfsmannahaldi, svo sem starfsleiða og kulnun í starfi og ýta undir bjartsýni og vinnugleði. Fjórða djasshátíðin að Skógum undir Eyjafjöllum verður haldin á laugardaginn: Jazz undir fjöllum Að Skógum undir Eyjafjöllum hefur undanfarin þrjú sumur ver- ið haldin djasshátíðin Jazz undir fjöllum, þar sem fram kemur fjöldi djasstónlistarmanna. Sigurður Flosason, saxófón- leikari og listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar, segir hana þarft og skemmti- legt framtak sem er komið til að vera. „Þetta er upplagt tækifæri fyrir borgarbúa og ekki síður þá sem eiga heima á svæðinu, að eiga skemmtilegan dag í fallegri nátt- úru. Við verðum með fjölbreytta dagskrá sem gengur allan daginn, en hingað til höfum við verið að dreifa dagskránni á nokkra daga. Núna þjöppum við atriðunum nokkuð þétt á einn dag, laugardag- inn 14. júlí - byrjum kl. 13 og spilum fram undir miðnætti“. Sigurður seg- ir hátíðina hafa farið vaxandi með hverju árinu. „Aðsóknin hefur verið aðeins breytileg eftir veðurfari, en það hefur alltaf verið góður meðbyr með hátíðinni. Við leggjum okkur líka fram um að bjóða upp á tiltölu- lega aðgengilega dagskrá og þetta er svosem ekki flóknasta og þyngsta djasstónlist sem samin hefur ver- ið. En þetta eru alvöru músíkantar að spila alvörumúsík,“ segir hann. Alls koma 15 tónlistarmenn fram á sex tónleikum yfir daginn. Ókeypis er inn á tónleika milli kl. 13 og 17, sem haldnir verða í Skógakaffi, þar sem fram koma Kvartett Andrésar og Eyjólfs, Tepokinn og Tríó Ívars Guðmundssonar. Frá kl. 21 og fram undir miðnætti verða svo tónleik- ar í Félagsheimilinu Fossbúð, með Tríói Björns Thoroddsen sem kem- ur þar fram ásamt Andreu Gylfa- dóttur og Halldóri Bragasyni. H in árlega Reykholts- hátíð verður haldin í ellefta sinn í lok júlí- mánaðar. Að þessu sinni verða sex tón- leikar á hátíðinni, en þeir hafa hingað til verið fernir. Margir helstu tónlistarmenn landsins hafa komið fram á hátíðinni frá stofnun henn- ar 1997 og margir þekktir erlendir tónlistarmenn hafa sótt hana heim. Reykholtshátíð er einnig mikilvæg- ur liður í menningarlífi sögustaðar- ins Reykholts og dregur að sér vax- andi fjölda ferðamanna ár hvert. Alþjóðleg tónlistarhátíð Að sögn Steinunnar Birnu Ragn- arsdóttur píanóleikara og stjórn- anda hátíðarinnar hafa þátttak- endur aldrei verið fleiri. „Þeir eru tæplega fimmtíu frá sjö löndum, þannig að Reykholtshátíð hefur náð því takmarki sínu að vera alþjóðleg tónlistarhátíð,“ segir hún. Karlakór Basil-dómkirkjunnar í Moskvu opn- ar hátíðina í ár með tvennum tón- leikum, dagana 26. og 27. júlí. „Það er virkilega gaman að fá þá á hátíð- ina, því þetta er besti karlakór sem völ er á í dag,“ segir Steinunn Birna. „Þeir eru mjög spenntir yfir því að vera á leiðinni til Íslands, en kórinn er þétt bókaður og nær því lítið að skoða sig um.“ Af öðrum atriðum nefnir hún St. Christopher-hljóm- sveitina frá Vilnius í Litháen sem heldur tvenna tónleika um helg- ina og svo tónleika Hönnu Dóru Sturludóttur sópransöngkonu sem kemur fram með eiginmanni sín- um Lothar Odinus tenór, við undir- leik Steinunnar Birnu sjálfrar. Loka- tónleikarnir verða svo með frönsku hljómsveitinni Hummel Ensamble, sem byrjar tónleikaferð sína um Norðurlöndin í Reykholti. Alltaf gott veður Steinunn Birna segir fyrri hátíð- ir hafa gengið vel. „Það hefur alltaf verið góð aðsókn og alltaf gott veð- ur - ég á von á því að það verði eins í ár, enda ekki tilefni til að breyta þeirri hefð núna,“ segir hún og hlær. „Það hefur líka alltaf mynd- ast svo fín stemning, því fólk kann vel að meta það að komast aðeins út úr borginni og ég held að það njóti þess betur að hlusta á tónleika í þessu umhverfi. Ég hef orðið vör við þetta sama erlendis - þar sem ég er sjálf að spila á hátíðum, að fólk er miklu opnara, það hlustar öðruvísi og kemst í meira stuð.“ Skemmtileg samvinna Félagið Samhljómur stendur fyrir hátíðinni og er einskonar bak- hjarl hennar. „Það eru ekki heima- menn sem standa að hátíðinni; sveitarfélag, sóknarnefnd eða slíkt, heldur á hún sig sjálf þessi hátíð,“ segir Steinunn Birna. Hún spilar sjálf á hátíðinni; með Hönnu Dóru og Lothar Odinus, sem fyrr seg- ir og leikur einnig einleik með St. Christophe-hljómsveitinni. „Það myndast oft skemmtileg samvinna á hátíðinni sem getur leitt til þess að fólk sem hittist hér fer að vinna meira saman á öðrum vettvangi,“ segir Steinunn Birna að lokum. Dagskrá og frekar upplýsingar má finna á reykholtshatid.is. Reykholtshátíð verður haldin dagana 26.-31. júlí. Steinunn Birna Karlsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar segir hefð fyrir góðu veðri dagana sem hátíðin er haldin og sér enga ástæðu til að breyta út af þeirri góðu hefð. Leiðsögn um Grasagarðinn Leiðsögn verður um stein- hæðina í Grasagarði Reykjavík- ur annað kvöld kl. 20. Stein- hæðin var tekin í notkun árið 1997 og vaxa í henni að jafnaði um 400 tegundir erlendra há- fjallajurta. Plöntunum er komið fyrir eftir heimshlutum og má líta augum plöntur sem eiga heimkynni sín í Himalajafjöll- um, Alpafjöllum, Pýreneafjöll- um og Klettafjöllum svo eitt- hvað sé nefnt. Leiðsögn annast Jóhanna Þormar garðyrkju- fræðingur sem hefur umsjón með steinhæðinni. Mæting er í lystihúsinu og eru allir vel- komnir. Djassdúó í Deiglunni Djassdúóið The Story of Modern Farming verður á Heitum fimmtudegi í Deigl- unni á Akureyri annað kvöld. Dúóið skipa Jessica Sligter frá Hollandi, sem syngur og leikur á hljómborð, og Louisa Jensen frá Danmörku sem leikur á altsaxófón. Þær stöllur segjast framreiða fjölbreytta djassrétti í sínu eldhúsi og hafa fengið mjög góðar undirtektir þar sem þær hafa komið fram, að því er segir í tilkynningu. Báðar eru há- menntaðir djassleikarar og vann Jessica meðal annars Jakobs Pim-verðlaunin fyrir djasssöng sinn í Utrecht í Hollandi. Að- göngumiðinn kostar 1.000 kr. og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. tónlistarhátíð Hátíð sem á sig sjálf Steinunn Birna Ragnarsdóttir „Fólk kann vel að meta það að komast aðeins út úr borginni og ég held að það njóti þess betur að hlusta á tónleika í þessu umhverfi.“ Besti karlakór sem völ er á í dag karlakór Basil-dómkirkjunnar í moskvu opnar hátíðina með tvennum tónleikum. djasshátíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.