Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 13
DV Heimili miðvikudagur 11. júlí 2007 13 hEIMILI Kolbrún Halldórsdóttir er 51 árs leikstjóri og alþingismaður Hver er uppáhaldsstóllinn þinn? „Ég er nýbúin að kaupa mér stól sem mér þykir afskaplega vænt um. Ég velti mér ekki mikið upp úr vörumerkjum og því man ég ekki núna hver hönn-uðurinn er en þetta er afskaplega fallegur og góður stóll.“ Hvað hefur þessi stóll fram yfir aðra? „Fyrirtækið sem framleið-ir stólinn hefur þrenns konar markmið með framleiðslu sinni. Í fyrsta lagi fagurfræði-leg markmið, í öðru lagi heilsuverndarmarkmið en síðast en ekki síst hefur fyr-irtækið umhverfismarkmið. Til dæmis er járnið sem not-að er við framleiðsluna úr gömlum bílhræjum og öðru brotajárni. Ég legg mig fram við það að finna vörur sem samrýmast hugsjónum mínum og lífsgildum. Þessi norski stóll gerir það svo sann-arlega. Ég valdi auk þess al-veg geggjað áklæði sem er gult, mosagrænt og appelsínugult. Stóll-inn hefur því margt fram yfir aðra stóla.“ Til hvers notar þú hann helst?„Hann er svo flottur og þægileg-ur að ég get notað hann í hvað sem er. Ég nota hann þó mest í vinnunni og sit í honum þegar ég er í tölvunni enda sameinar stóllinn bæði vinnu og þægindi.“ Mega aðrir setjast í stólinn?„Já, þeir sem vilja. Þessa stund-ina situr 12 ára dóttir mín í stólnum og er að búa til videó. Ég er sann-færð um að það er sál í stólnum, því meira sem hann verður notaður, því meiri sál kemur í hann.“ SKY ÁSKRIFTARKORT AÐEINS 1 KR. EF KEYPTUR ER MÓTTAKARI! SKY HD MÓTTAKARI aðeins 79.000 kr. EINSTAKT TILBOÐ: Sky HD er bylting í sjónvarpstækni Upplýsingar í símum: 820 3712 og 820 5280 og sky@internet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.