Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir miðvikudagur 11. júlí 2007 9 Fyrrverandi yfirmaður matvæla- og lyfjaeftirlits Kína, Zheng Xiaoyu, var tekinn af lífi í gær. Hann hafði verið fundinn sekur um mútuþægni og vanrækslu og var rekinn úr starfi árið 2005. Talið var sannað að hann hefði þegið sem svarar 850.000 döl- um í mútur, sem tengdust kaup- um á ósamþykktum lyfjum. Nokkur dauðsföll hafa verið rakin til lyfj- anna. Dómur yfir Zheng Xiaoyu féll 29. maí og var áfrýjað, án árangurs. Í kjölfar brottreksturs Zhengs Xia- oyu árið 2005 tilkynnti ríkisstjórnin um ítarlega endurskoðun á leyfum vegna 170.000 lyfja sem samþykkt voru í valdatíð hans. Kína hefur ver- ið gagnrýnt vegna nýlegra tilfella þar sem gallaðar vörur koma við sögu. Háttsettur kínverskur embættis- maður sagði að Zheng Xiaoyu hefði kallað skömm yfir stofnunina og bætti við að öllum þeim sem uppvís- ir yrðu að misnotkun vald síns yrði refsað. Svert ímynd Kínversk yfirvöld hafa viðurkennt að ímynd þeirra í augum alþjóða- samfélagsins kunni að bíða hnekki og að ólgu í samfélaginu kunni að verða vart þangað til endurbætur hafa verið gerðar. Fjöldi fólks hef- ur látið lífið í Kína vegna skemmdra matvæla og gallaðra lyfja. Það hefur valdið tortryggni erlendis gagnvart útflutningi Kínverja. Þrettán börn dóu vegna vannæringar árið 2005 eftir að þeim var gefin þurrmjólk sem innihélt enga næringu. Banda- rískir eftirlitsmenn kenndu innfluttu gæludýrafóðri um dauða katta og hunda í Bandaríkjunum. Þeir hafa einnig stöðvað innflutning á tann- kremi frá Kína vegna gruns um að það innihaldi eiturefni. Umsátrið Um raUðU moskUna kosningar á kúbu Raul Kastró, sitjandi forseti Kúbu, hefur tilkynnt að sveitarstjórn- arkosningar fari fram þar í landi þann 21. október næstkomandi. Raul Kastró hefur verið forseti Kúbu í um það bil eitt ár, eða síðan bróðir hans Fídel Kastró lét tíma- bundið af embætti vegna bágrar heilsu og aðgerða þar að lútandi. Þessi tilkynning Rauls markar upp- hafið að kosningaferli sem gæti snemma á næsta ári varpað ljósi á hvort Fídel snýr aftur til æðstu valda á Kúbu. Tortryggni gætir víða í heiminum í garð kínverskra lyfja og matvæla: tekinn af lífi eftir mútur ur allt aðra sögu að segja. Að hans sögn var Ghazi sífellt að draga til baka fyrri yfirlýsingar sínar, á hverj- um degi hefði hann komið með nýja yfirlýsingu. „Ríkisstjórnin gerði sitt besta til að leysa þetta með samn- ingum. Margar samninganefndir hafa verið sendar til hans og margt fólk haft samband við hann,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar með- al annars. Aðfaranótt þriðjudags runnu samningaviðræður endan- lega út í sandinn og yfirvöld tóku ákvörðun um atlögu að moskunni. Meinaður aðgangur Meðan á þessari árás stóð tókst hátt í þrjátíu börnum og tuttugu konum, sem haldið hafði verið í moskunni, að flýja. Talsmaður hersins segir að til að forðast óþarfa mannfall hafi árásin verið fram- kvæmd í þrepum og jarðhæð mosk- unnar hafi verið unnin mjög skjótt. Öryggissveitir hafa einnig náð sjötíu prósentum moskunnar og skólans á sitt vald, sem og þaki byggingarinn- ar. Um sjötíu uppreisnarmenn hafa verið teknir höndum, en ekki ligg- ur fyrir hve margt fólk var í mosk- unni í upphafi aðgerða. Blaða- og fréttamönnum var haldið fjarri og var einnig meinaður aðgangur að sjúkrahúsum sem særðir voru flutt- ir til. Talið er að eiginkona Abd- uls Rashids Ghazi hafi látið lífið í árásinni, en hann hafði áður sagt í símaviðtali við Geo sjónvarpsstöð- ina í Pakistan að hún hefði særst. „Ríkisstjórnin beitir fullum krafti. Þetta er hrein árás. Píslarvætti mitt er núna tryggt,“ sagði Ghazi, sem lét lífið í árásinni. Særður sérsveitar- maður Þrír sérsveitar- menn fórust í árásinni. Talað við ættingja Pakistani sem á ættingja inni í moskunni grætur í símann. Mótmæli í Islamabad Hundruð stúdenta mótmæla aðgerðum hersins í rauðu moskunni. Zheng Xiaoyu Tekinn af lífi í kína vegna spillingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.